Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?

Hilmar Hilmarsson

Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur.

Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsilfrumu, komast inn í frumuna, eftirmynda erfðaefni og byggingareiningar sínar, og komast svo aftur út úr hýsilfrumunni.

Veirulyf þurfa að verka á veiruna einhverstaðar í þessu lífsferli en að sami skapi vera skaðlaus hýsilfrumunni. Slík efni eru hins vegar ekki auðfundin. Þó eru til staðar í veirum prótín, til dæmis ensím, sem ekki eiga sér hliðstæðu í frumum, eða eru það frábrugðin að hægt er að nýta þau sem skotmörk fyrir veirulyf.Herpes-veiran getur valdið hvimleiðum útbrotum.

Lyf gegn veirusýkingum

Dæmi um vel hannað veirulyf er acyclovir, en það hindrar eftirmyndunarferli herpesveiru í hýsilfrumum. Þetta lyf virkar aðeins í veirusýktum frumum þar sem það þarf veiruensím til að lyfið verði virkt. Það er því nær skaðlaust ósýktum frumum. Í dag eru því miður komnir fram skæðir stökkbreyttir herpesveirustofnar sem acyclovir virkar ekki á.

Annað dæmi um veirulyf eru tvö helstu inflúensulyfin, zanamivir (relenza) og oseltamivir (tamiflu). Báðum þessum lyfjum er beint gegn ákveðnu yfirborðsensími sem inflúensuveiran hefur. Lömun þessa ensíms hindrar að nýjar veiruagnir geti klofnað frá sýktum frumum og þar með er hægt að hefta sýkingar til nærliggjandi frumna. Hins vegar hafa komið fram stökkbreyttir stofnar inflúensu sem þessi lyf virka ekki á.

Þriðja dæmið um veirulyf má svo nefna í sambandi við baráttuna gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi. Flest lyf sem beint er gegn HIV-veirunni hindra ákveðið ensím sem veiran hefur í sér og víxlritar erfðaefni sitt með. Slíkt ensím á sér hins vegar ekki hliðstæðu í frumum líkamans. Líkt og aðrar veirur getur hún þó stökkbreyst og er hún því orðin ónæm gegn mörgum þessara lyfja.

Miklar framfarir á lyfjum gegn veirusýkingum

Síðustu 20 árin hefur orðið mikil aukning í rannsóknum á veirulyfjum, ekki síst vegna uppgötvunar á HIV-veirunni og rannsókna á lyfjum gegn henni. Árið 2004 voru 37 veirulyf skráð og af þeim voru 19 virk gegn HIV-veirunni. Með ört vaxandi tækni í erðafræði- og lífvísindarannsóknum er ekki ólíklegt að á næstu 10 árum eigi þessar tölur eftir að tvöfaldast.

Þó svo að efni finnist sem hugsanlega gætu nýst sem veirulyf, er langur vegur þangað til þau komast á markað. Efnin þurfa að fara í gegnum ströng rannsóknarferli sem eru mjög kostnaðarsöm og kanna þarf í þaula hvernig þau virka gegn veirunni og í hvaða skammtastærðum þau eru skaðlaus hýsilfrumum. Rannsóknarstofur sem mega rannsaka hættulegar veirur eins og HIV þurfa að uppfylla strangar öryggiskröfur hvað varðar öryggi starfsfólks og því fylgir aukinn kostnaður.

Annað sem setur einnig strik í reikninginn er stökkbreytihraði veira. Veirur hafa tilhneigingu til að stökkbreytast og verða ónæmar fyrir lyfjum og er þetta vaxandi vandamál í lyfjaiðnaðnum.

Það má því segja að uppgötvun efna sem hugsanlega gætu nýst sem veirulyf sé ekki mesta hindrunin, heldur að koma slíkum efnum í gegnum þær flóknu og dýru rannsóknir sem þarf til að koma lyfi á markað. Ónæmi gegn lyfjum vegna stökkbreytinga í veirum mun einnig ávallt standa lyfjaþróun fyrir þrifum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

líffræðingur

Útgáfudagur

12.2.2007

Spyrjandi

Ragnheiður Helga

Tilvísun

Hilmar Hilmarsson. „Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar? “ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2007. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6493.

Hilmar Hilmarsson. (2007, 12. febrúar). Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6493

Hilmar Hilmarsson. „Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar? “ Vísindavefurinn. 12. feb. 2007. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6493>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?
Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur.

Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsilfrumu, komast inn í frumuna, eftirmynda erfðaefni og byggingareiningar sínar, og komast svo aftur út úr hýsilfrumunni.

Veirulyf þurfa að verka á veiruna einhverstaðar í þessu lífsferli en að sami skapi vera skaðlaus hýsilfrumunni. Slík efni eru hins vegar ekki auðfundin. Þó eru til staðar í veirum prótín, til dæmis ensím, sem ekki eiga sér hliðstæðu í frumum, eða eru það frábrugðin að hægt er að nýta þau sem skotmörk fyrir veirulyf.Herpes-veiran getur valdið hvimleiðum útbrotum.

Lyf gegn veirusýkingum

Dæmi um vel hannað veirulyf er acyclovir, en það hindrar eftirmyndunarferli herpesveiru í hýsilfrumum. Þetta lyf virkar aðeins í veirusýktum frumum þar sem það þarf veiruensím til að lyfið verði virkt. Það er því nær skaðlaust ósýktum frumum. Í dag eru því miður komnir fram skæðir stökkbreyttir herpesveirustofnar sem acyclovir virkar ekki á.

Annað dæmi um veirulyf eru tvö helstu inflúensulyfin, zanamivir (relenza) og oseltamivir (tamiflu). Báðum þessum lyfjum er beint gegn ákveðnu yfirborðsensími sem inflúensuveiran hefur. Lömun þessa ensíms hindrar að nýjar veiruagnir geti klofnað frá sýktum frumum og þar með er hægt að hefta sýkingar til nærliggjandi frumna. Hins vegar hafa komið fram stökkbreyttir stofnar inflúensu sem þessi lyf virka ekki á.

Þriðja dæmið um veirulyf má svo nefna í sambandi við baráttuna gegn HIV-veirunni sem veldur alnæmi. Flest lyf sem beint er gegn HIV-veirunni hindra ákveðið ensím sem veiran hefur í sér og víxlritar erfðaefni sitt með. Slíkt ensím á sér hins vegar ekki hliðstæðu í frumum líkamans. Líkt og aðrar veirur getur hún þó stökkbreyst og er hún því orðin ónæm gegn mörgum þessara lyfja.

Miklar framfarir á lyfjum gegn veirusýkingum

Síðustu 20 árin hefur orðið mikil aukning í rannsóknum á veirulyfjum, ekki síst vegna uppgötvunar á HIV-veirunni og rannsókna á lyfjum gegn henni. Árið 2004 voru 37 veirulyf skráð og af þeim voru 19 virk gegn HIV-veirunni. Með ört vaxandi tækni í erðafræði- og lífvísindarannsóknum er ekki ólíklegt að á næstu 10 árum eigi þessar tölur eftir að tvöfaldast.

Þó svo að efni finnist sem hugsanlega gætu nýst sem veirulyf, er langur vegur þangað til þau komast á markað. Efnin þurfa að fara í gegnum ströng rannsóknarferli sem eru mjög kostnaðarsöm og kanna þarf í þaula hvernig þau virka gegn veirunni og í hvaða skammtastærðum þau eru skaðlaus hýsilfrumum. Rannsóknarstofur sem mega rannsaka hættulegar veirur eins og HIV þurfa að uppfylla strangar öryggiskröfur hvað varðar öryggi starfsfólks og því fylgir aukinn kostnaður.

Annað sem setur einnig strik í reikninginn er stökkbreytihraði veira. Veirur hafa tilhneigingu til að stökkbreytast og verða ónæmar fyrir lyfjum og er þetta vaxandi vandamál í lyfjaiðnaðnum.

Það má því segja að uppgötvun efna sem hugsanlega gætu nýst sem veirulyf sé ekki mesta hindrunin, heldur að koma slíkum efnum í gegnum þær flóknu og dýru rannsóknir sem þarf til að koma lyfi á markað. Ónæmi gegn lyfjum vegna stökkbreytinga í veirum mun einnig ávallt standa lyfjaþróun fyrir þrifum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...