Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er inflúensa?

Gunnar Björn Gunnarsson

Inflúensa er bráð veirusýking sem orsakast af inflúensuveirum A og B og veldur faraldri nánast á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast í faraldri er 10-40% og vara faraldrar gjarnan í 5-10 vikur. Inflúensa A er algengari en inflúensa B, en báðar tegundir geta greinst í faraldri.

Einkenni

Dæmigerð inflúensa byrjar oft skyndilega eftir eins til tveggja daga meðgöngutíma, en talið er að smit milli manna sé mest með úða frá öndunarfærum. Margir sjúklingar geta sagt nákvæmlega upp á klukkustund hvenær einkenni byrjuðu.

Í upphafi ríkja einkenni eins og hiti, hrollur, höfuðverkur, vöðvaverkir og slappleiki. Slæmir verkir í augnvöðvum geta komið þegar horft er til hliðanna. Almenn einkenni og hiti vara oftast í þrjá daga. Öndunarfæraeinkenni eins og hósti, hálsóþægindi, nefstífla og nefrennsli eru oftast til staðar í upphafi veikinda en eru þá í skugga almennu einkennanna. Þau verða hins vegar meira áberandi þegar frá líður.

Lungnabólga í kjölfar inflúensu er algengari hjá eldra fólki, en aðrir fylgikvillar eru til dæmis berkju- og kinnholubólga.



Hósti, nefrennsli og stífla í nefi eru einkenni inflúensu sem verða meira áberandi þegar frá líður.

Greining

Læknar geta greint inflúensu með nokkurri nákvæmni með því að skoða sjúklinginn og meta sjúkrasögu hans. Unnt er að staðfesta greininguna með töku sýna úr öndunarvegi og/eða blóði frá sjúklingi.

Meðferð

Mikilvægt er að fá næga hvíld, drekka vel af vökva og taka verkjalyf og hitalækkandi lyf eftir þörfum.

Til eru tvær gerðir sérhæfðra lyfja sem verka gegn inflúensuveirum A og B. Þessi lyf geta dregið úr einkennum og öðrum fylgikvillum inflúensu sem og stytt tímann sem þau vara, sérstaklega ef lyfin eru gefin fljótt eftir að einkenni hefjast. Eldri lyf verka eingöngu gegn inflúensu A veirum, en þau hafa lítið verið notuð hér á landi meðal annars vegna aukaverkana. Nýrri lyf verka bæði á inflúensuveirur A og B, hafa minni aukaverkanir en eldri lyfin og ónæmi gegn þeim myndast síður en við notkun eldri lyfjanna. Nýju lyfin er bæði hægt að fá í hylkjum og á formi dufts til innöndunar (Tamiflu ). Til þess að lyfjameðferð hafi áhrif er nauðsynlegt að hún hefjist innan tveggja daga frá upphafi einkenna.

Bólusetning

Bóluefni til varnar inflúensu hefur verið í notkun um árabil. Í því eru dauðar A og B inflúensuveirur. Bóluefnið hefur litlar aukaverkanir í för með sér en má þó ekki gefa þeim sem hafa ofnæmi fyrir eggjum. Það veldur ónæmissvörun í líkamanum sem minnkar líkur á eða kemur í veg fyrir að fólk veikist. Einnig dregur það úr veikindum hjá eldra fólki og lækkar þannig dánartíðni af völdum inflúensu og lungnabólgu fylgikvilla hennar.

Landlæknir mælir með inflúensubólusetningu hjá öllum eldri en 60 ára og börnum og fullorðnum sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi veikindum.

Mælt er með bólusetningu gegn inflúensu árlega þar sem breytingar eiga sér stað á inflúensustofnum milli ára.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is.

Höfundur

smitsjúkdómalæknir

Útgáfudagur

3.1.2007

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnar Björn Gunnarsson. „Hvað er inflúensa?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2007, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6451.

Gunnar Björn Gunnarsson. (2007, 3. janúar). Hvað er inflúensa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6451

Gunnar Björn Gunnarsson. „Hvað er inflúensa?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2007. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er inflúensa?
Inflúensa er bráð veirusýking sem orsakast af inflúensuveirum A og B og veldur faraldri nánast á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast í faraldri er 10-40% og vara faraldrar gjarnan í 5-10 vikur. Inflúensa A er algengari en inflúensa B, en báðar tegundir geta greinst í faraldri.

Einkenni

Dæmigerð inflúensa byrjar oft skyndilega eftir eins til tveggja daga meðgöngutíma, en talið er að smit milli manna sé mest með úða frá öndunarfærum. Margir sjúklingar geta sagt nákvæmlega upp á klukkustund hvenær einkenni byrjuðu.

Í upphafi ríkja einkenni eins og hiti, hrollur, höfuðverkur, vöðvaverkir og slappleiki. Slæmir verkir í augnvöðvum geta komið þegar horft er til hliðanna. Almenn einkenni og hiti vara oftast í þrjá daga. Öndunarfæraeinkenni eins og hósti, hálsóþægindi, nefstífla og nefrennsli eru oftast til staðar í upphafi veikinda en eru þá í skugga almennu einkennanna. Þau verða hins vegar meira áberandi þegar frá líður.

Lungnabólga í kjölfar inflúensu er algengari hjá eldra fólki, en aðrir fylgikvillar eru til dæmis berkju- og kinnholubólga.



Hósti, nefrennsli og stífla í nefi eru einkenni inflúensu sem verða meira áberandi þegar frá líður.

Greining

Læknar geta greint inflúensu með nokkurri nákvæmni með því að skoða sjúklinginn og meta sjúkrasögu hans. Unnt er að staðfesta greininguna með töku sýna úr öndunarvegi og/eða blóði frá sjúklingi.

Meðferð

Mikilvægt er að fá næga hvíld, drekka vel af vökva og taka verkjalyf og hitalækkandi lyf eftir þörfum.

Til eru tvær gerðir sérhæfðra lyfja sem verka gegn inflúensuveirum A og B. Þessi lyf geta dregið úr einkennum og öðrum fylgikvillum inflúensu sem og stytt tímann sem þau vara, sérstaklega ef lyfin eru gefin fljótt eftir að einkenni hefjast. Eldri lyf verka eingöngu gegn inflúensu A veirum, en þau hafa lítið verið notuð hér á landi meðal annars vegna aukaverkana. Nýrri lyf verka bæði á inflúensuveirur A og B, hafa minni aukaverkanir en eldri lyfin og ónæmi gegn þeim myndast síður en við notkun eldri lyfjanna. Nýju lyfin er bæði hægt að fá í hylkjum og á formi dufts til innöndunar (Tamiflu ). Til þess að lyfjameðferð hafi áhrif er nauðsynlegt að hún hefjist innan tveggja daga frá upphafi einkenna.

Bólusetning

Bóluefni til varnar inflúensu hefur verið í notkun um árabil. Í því eru dauðar A og B inflúensuveirur. Bóluefnið hefur litlar aukaverkanir í för með sér en má þó ekki gefa þeim sem hafa ofnæmi fyrir eggjum. Það veldur ónæmissvörun í líkamanum sem minnkar líkur á eða kemur í veg fyrir að fólk veikist. Einnig dregur það úr veikindum hjá eldra fólki og lækkar þannig dánartíðni af völdum inflúensu og lungnabólgu fylgikvilla hennar.

Landlæknir mælir með inflúensubólusetningu hjá öllum eldri en 60 ára og börnum og fullorðnum sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi veikindum.

Mælt er með bólusetningu gegn inflúensu árlega þar sem breytingar eiga sér stað á inflúensustofnum milli ára.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is....