Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?

Stefán Ragnar Jónsson

Upprunalega spurningin var:
Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné?

Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veirur eru ekki sjálfstæðar lífverur og þurfa að sýkja lifandi hýsilfrumur til að fjölga sér[1] og er ekki gefið nafn með latneska tvínafnakerfinu, þar sem fyrra heitið stendur fyrir ættkvíslina en síðara heitið auðkennir tegundina, kenndu við Svíann Carl von Linné.[2]

Veirufræði er fremur ung fræðigrein og rekur upphaf sitt til aldamótanna 1900, fyrstu 60 árin eða svo var ekkert kerfi til staðar til að flokka veirur. Nafngiftir veira voru mjög fjölbreytilegar og á það við enn þann dag í dag.

Nafngiftir veira eru fjölbreytilegar. Rhinoveirur sem valda kvefi draga til að mynda nafn sitt af gríska orðinu rhino sem merkir nef.

Veirur hafa verið nefndar eftir sjúkdómum sem þær valda svo sem lömunarveiki (polio), hundaæði (rabies) eða mæðiveiki og visnu sem herjuðu á íslenskt sauðfé um miðja síðustu öld.[3] Veirur hafa verið nefndar eftir þeim líkamshlutum sem þær hafa áhrif á eða einangruðust fyrst úr samanber rhinoveirur sem valda kvefi en rhino er nef á grísku. Þá hafa veirur verið nefndar eftir þeim stöðum þar sem þær einangruðust fyrst eins og Zikaveiran sem fyrst einangraðist úr apa í Zika-frumskóginum í Úganda og Coxsackieveira sem veldur hand-, fót- og munnsjúkdómi í börnum en hún var fyrst einangruð úr sýnum frá smábænum Coxsackie í New York-fylki í Bandaríkjunum.

Epstein-Barr veiran sem veldur einkirningasótt er nefnd eftir vísindamönnunum sem uppgötvuðu hana, Michael Anthony Epstein og Yvonne Barr. Kórónaveirur eru svo nefndar vegna þess að yfirborðsprótín veirunnar minna á kórónu eða sólkórónu (ysta hjúp sólar) og aðrar veirur eru nefndar eftir því hvernig fólk taldi upphaflega að fólk smitaðist af sjúkdómnum sem þær valda samanber dengue sem þýðir illur andi og flensa eða influenza var talin vera vegna áhrifa frá slæmu lofti.

Sumar veirur eru nefndar eftir því hvernig fólk taldi upphaflega að fólk smitaðist af sjúkdómnum sem þær valda. Flensa eða influenza var talin vera vegna áhrifa frá slæmu lofti, samanber enska orðið 'influence'. Myndin sýnir litaða veiruögn flensuveiru.

Þegar komið var fram á sjöunda áratug tuttugustu aldar höfðu orðið miklar framfarir í greiningartækni og fjöldi nýrra veira uppgötvaðist með rafeindasmásjárskoðun. Veiruagnirnar voru af mismunandi stærð, lögun og samsetningu og því ljóst að þörf var á skipulagðri flokkunarfræði. Hópur undir forystu franska örverufræðingsins og Nóbelsverðlaunahafans André Lwoff (1902-1994) lagði fram árið 1962 heildstætt kerfi til flokkunar á veirum.[4] Kerfið byggði á Linneíska-flokkunarkerfi lífvera í flokka, ættbálka, ættir, ættkvíslir og tegundir. Mikilvægur þáttur í kerfi Lwoff og félaga var að veirur voru flokkaðar eftir eiginleikum en ekki eftir því hvaða frumugerðir þær sýktu, og gerð kjarnsýra í erfðaefni þeirra var meginviðmið í flokkuninni. Stuðst er við fjögur meginatriði í flokkun veira.

 1. Gerð kjarnsýra í erfðamengi
 2. Samhverfa (symmetry) prótínkápu
 3. Hvort lípíðhjúpur er til staðar
 4. Stærð veiruagnar og prótínhylkis

Fleiri atriðum hefur verið bætt við svo sem hvers konar sjúkdómi veirurnar valda og hvaða dýr eða vefir sýkjast. Með tilkomu raðgreininga hefur erfðatækni öðlast stærra hlutverk og í dag eru nýjar veirur flokkaðar eftir erfðafræðilegum skyldleika.

Alþjóðleg nefnd um flokkunarfræði veira (e. International Committee on the Taxonomy of Viruses (ICTV)[5]) heldur í dag utan um flokkun veira og viðheldur þróun flokkunarkerfisins. Meginverkefni er viðhalda samræmi í nafngiftum nýrra veira en unnið er útfrá ákveðnum viðmiðum[6] og hefur meðal annars verið tekið fyrir það að veirur séu nefndar eftir fólki.

Tilvísanir:
 1. ^ Vísindavefurinn: Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?. (Sótt 7.02.2020).
 2. ^ Vísindavefurinn: Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?. (Sótt 7.02.2020).
 3. ^ Vísindavefurinn: Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?. (Sótt 7.02.2020).
 4. ^ Lwoff, A., Horne, R., & Tournier, P. (1962). A system of viruses. Cold Spring Harb Symp Quant Biol., 27, 51-55.
 5. ^ International Committee on Taxonomy of Viruses (ICTV). (Sótt 7.02.2020).
 6. ^ International Committee on Taxonomy of Viruses (ICTV). (Sótt 7.02.2020).

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

7.2.2020

Spyrjandi

Þorsteinn Baldvin Jónsson, ritstjórn

Tilvísun

Stefán Ragnar Jónsson. „Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2020. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30005.

Stefán Ragnar Jónsson. (2020, 7. febrúar). Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30005

Stefán Ragnar Jónsson. „Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2020. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30005>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?
Upprunalega spurningin var:

Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné?

Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veirur eru ekki sjálfstæðar lífverur og þurfa að sýkja lifandi hýsilfrumur til að fjölga sér[1] og er ekki gefið nafn með latneska tvínafnakerfinu, þar sem fyrra heitið stendur fyrir ættkvíslina en síðara heitið auðkennir tegundina, kenndu við Svíann Carl von Linné.[2]

Veirufræði er fremur ung fræðigrein og rekur upphaf sitt til aldamótanna 1900, fyrstu 60 árin eða svo var ekkert kerfi til staðar til að flokka veirur. Nafngiftir veira voru mjög fjölbreytilegar og á það við enn þann dag í dag.

Nafngiftir veira eru fjölbreytilegar. Rhinoveirur sem valda kvefi draga til að mynda nafn sitt af gríska orðinu rhino sem merkir nef.

Veirur hafa verið nefndar eftir sjúkdómum sem þær valda svo sem lömunarveiki (polio), hundaæði (rabies) eða mæðiveiki og visnu sem herjuðu á íslenskt sauðfé um miðja síðustu öld.[3] Veirur hafa verið nefndar eftir þeim líkamshlutum sem þær hafa áhrif á eða einangruðust fyrst úr samanber rhinoveirur sem valda kvefi en rhino er nef á grísku. Þá hafa veirur verið nefndar eftir þeim stöðum þar sem þær einangruðust fyrst eins og Zikaveiran sem fyrst einangraðist úr apa í Zika-frumskóginum í Úganda og Coxsackieveira sem veldur hand-, fót- og munnsjúkdómi í börnum en hún var fyrst einangruð úr sýnum frá smábænum Coxsackie í New York-fylki í Bandaríkjunum.

Epstein-Barr veiran sem veldur einkirningasótt er nefnd eftir vísindamönnunum sem uppgötvuðu hana, Michael Anthony Epstein og Yvonne Barr. Kórónaveirur eru svo nefndar vegna þess að yfirborðsprótín veirunnar minna á kórónu eða sólkórónu (ysta hjúp sólar) og aðrar veirur eru nefndar eftir því hvernig fólk taldi upphaflega að fólk smitaðist af sjúkdómnum sem þær valda samanber dengue sem þýðir illur andi og flensa eða influenza var talin vera vegna áhrifa frá slæmu lofti.

Sumar veirur eru nefndar eftir því hvernig fólk taldi upphaflega að fólk smitaðist af sjúkdómnum sem þær valda. Flensa eða influenza var talin vera vegna áhrifa frá slæmu lofti, samanber enska orðið 'influence'. Myndin sýnir litaða veiruögn flensuveiru.

Þegar komið var fram á sjöunda áratug tuttugustu aldar höfðu orðið miklar framfarir í greiningartækni og fjöldi nýrra veira uppgötvaðist með rafeindasmásjárskoðun. Veiruagnirnar voru af mismunandi stærð, lögun og samsetningu og því ljóst að þörf var á skipulagðri flokkunarfræði. Hópur undir forystu franska örverufræðingsins og Nóbelsverðlaunahafans André Lwoff (1902-1994) lagði fram árið 1962 heildstætt kerfi til flokkunar á veirum.[4] Kerfið byggði á Linneíska-flokkunarkerfi lífvera í flokka, ættbálka, ættir, ættkvíslir og tegundir. Mikilvægur þáttur í kerfi Lwoff og félaga var að veirur voru flokkaðar eftir eiginleikum en ekki eftir því hvaða frumugerðir þær sýktu, og gerð kjarnsýra í erfðaefni þeirra var meginviðmið í flokkuninni. Stuðst er við fjögur meginatriði í flokkun veira.

 1. Gerð kjarnsýra í erfðamengi
 2. Samhverfa (symmetry) prótínkápu
 3. Hvort lípíðhjúpur er til staðar
 4. Stærð veiruagnar og prótínhylkis

Fleiri atriðum hefur verið bætt við svo sem hvers konar sjúkdómi veirurnar valda og hvaða dýr eða vefir sýkjast. Með tilkomu raðgreininga hefur erfðatækni öðlast stærra hlutverk og í dag eru nýjar veirur flokkaðar eftir erfðafræðilegum skyldleika.

Alþjóðleg nefnd um flokkunarfræði veira (e. International Committee on the Taxonomy of Viruses (ICTV)[5]) heldur í dag utan um flokkun veira og viðheldur þróun flokkunarkerfisins. Meginverkefni er viðhalda samræmi í nafngiftum nýrra veira en unnið er útfrá ákveðnum viðmiðum[6] og hefur meðal annars verið tekið fyrir það að veirur séu nefndar eftir fólki.

Tilvísanir:
 1. ^ Vísindavefurinn: Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?. (Sótt 7.02.2020).
 2. ^ Vísindavefurinn: Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?. (Sótt 7.02.2020).
 3. ^ Vísindavefurinn: Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?. (Sótt 7.02.2020).
 4. ^ Lwoff, A., Horne, R., & Tournier, P. (1962). A system of viruses. Cold Spring Harb Symp Quant Biol., 27, 51-55.
 5. ^ International Committee on Taxonomy of Viruses (ICTV). (Sótt 7.02.2020).
 6. ^ International Committee on Taxonomy of Viruses (ICTV). (Sótt 7.02.2020).

Myndir:

...