Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórdís Hulda Tómasdóttir

COVID-19 borði í flokk
Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni.

Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusameindir og ýmsar veirur. Vatn eitt og sér gerir því lítið gagn við að hreinsa þetta tvennt af yfirborði húðar.

Skýringarmynd sem sýnir hvernig sápusameindir hrifsa til sín vatnsfælin efni á borð við fitusameindir og ýmsar veirur af yfirborði húðar.

Sápusameindir hafa bæði vatnssækinn og vatnsfælinn enda. Vatnssækni endinn heldur sig í vatninu og myndar vetnistengi við vatnssameindirnar. Vatnsfælni endinn leitar hins vegar í vatnsfælnar sameindir eins og fitusameindir, veirur og einnig aðra vatnsfælna hluta sápusameinda. Sápusameindirnar hrifsa til sín líkar sameindir og þannig má skola þær af yfirborði húðarinnar.

Sápusameindir hafa einnig áhrif á prótínkápu veira með því að tengjast vatnsfælnum amínósýrum hennar.[1] Þannig nær sápan að eðlissvipta (e. denaturation) prótínið, fletta því í sundur og gera það óstarfhæft. Meira er hægt að lesa um þetta í svari við spurningunni Drepur handspritt kórónaveiruna?

Þegar hendur eru hreinsaðar með vatni og sápu þarf að bleyta alla fleti handar og nudda vel til að fjarlægja sem mest af óhreinindum. Slíkur þvottur tekur að minnsta kosti 20-30 sekúndur. Ágæt þumalputtaregla er að þess háttar handþvottur taki sama tíma og það tekur flesta að syngja lagið „Ég á afmæli í dag“ í tvígang.

Um eiginleika sápu í vatni er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Gerir sápa vatnið „blautara“? en þetta svar byggir meðal annars á því.

Tilvísun:
  1. ^ Bygging prótína er oft þannig að vatnsfælnar amínósýrur snúa innávið en vatnssæknar útávið.

Mynd:
  • Myndina gerði Ágúst Kvaran.

Frekara lesefni:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Ágústi Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ og Herði Filippussyni, prófessor emeritus í lífefnafræði við HÍ, fyrir gagnlegan yfirlestur og athugasemdir við þetta svar.

Spurningu Heiðu er hér svarað að hluta.

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Þórdís Hulda Tómasdóttir

hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Landspítalans

Útgáfudagur

9.3.2020

Spyrjandi

Heiða Ólafsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórdís Hulda Tómasdóttir. „Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2020, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78866.

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórdís Hulda Tómasdóttir. (2020, 9. mars). Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78866

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórdís Hulda Tómasdóttir. „Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2020. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78866>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?
Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni.

Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusameindir og ýmsar veirur. Vatn eitt og sér gerir því lítið gagn við að hreinsa þetta tvennt af yfirborði húðar.

Skýringarmynd sem sýnir hvernig sápusameindir hrifsa til sín vatnsfælin efni á borð við fitusameindir og ýmsar veirur af yfirborði húðar.

Sápusameindir hafa bæði vatnssækinn og vatnsfælinn enda. Vatnssækni endinn heldur sig í vatninu og myndar vetnistengi við vatnssameindirnar. Vatnsfælni endinn leitar hins vegar í vatnsfælnar sameindir eins og fitusameindir, veirur og einnig aðra vatnsfælna hluta sápusameinda. Sápusameindirnar hrifsa til sín líkar sameindir og þannig má skola þær af yfirborði húðarinnar.

Sápusameindir hafa einnig áhrif á prótínkápu veira með því að tengjast vatnsfælnum amínósýrum hennar.[1] Þannig nær sápan að eðlissvipta (e. denaturation) prótínið, fletta því í sundur og gera það óstarfhæft. Meira er hægt að lesa um þetta í svari við spurningunni Drepur handspritt kórónaveiruna?

Þegar hendur eru hreinsaðar með vatni og sápu þarf að bleyta alla fleti handar og nudda vel til að fjarlægja sem mest af óhreinindum. Slíkur þvottur tekur að minnsta kosti 20-30 sekúndur. Ágæt þumalputtaregla er að þess háttar handþvottur taki sama tíma og það tekur flesta að syngja lagið „Ég á afmæli í dag“ í tvígang.

Um eiginleika sápu í vatni er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Gerir sápa vatnið „blautara“? en þetta svar byggir meðal annars á því.

Tilvísun:
  1. ^ Bygging prótína er oft þannig að vatnsfælnar amínósýrur snúa innávið en vatnssæknar útávið.

Mynd:
  • Myndina gerði Ágúst Kvaran.

Frekara lesefni:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Ágústi Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við HÍ og Herði Filippussyni, prófessor emeritus í lífefnafræði við HÍ, fyrir gagnlegan yfirlestur og athugasemdir við þetta svar.

Spurningu Heiðu er hér svarað að hluta....