Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?

Hildur Gyða Grétarsdóttir

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með svokölluðum peptíðtengjum og mynda þannig keðjur, hvert prótín samanstendur af einni eða fleiri slíkum keðjum. Prótín falla saman og mynda einstakt þrívítt form en ólíkir eiginleikar prótína og sérhæfing þeirra ræðst af því hvaða amínósýrur koma við sögu og hvernig þær raðast saman. Upplýsingarnar um það hvernig amínósýrurnar skulu raðast eru geymdar í erfðaefni (DNA) lífvera. Oft þarf þó að breyta prótínum svo þau verði starfhæf eftir myndun þeirra.

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr amínósýrum.

Lífverur fá byggingarefni prótína úr fæðunni. Prótín í fæðu brotna niður í amínósýrur í meltingarveginum og gagnast þannnig lífverum ýmist sem byggingarefni til myndunar nýrra prótína eða sem orka. Prótín eru eitt helsta byggingarefni líkamans, en hár, neglur og vöðvar eru mestmegnis gerð úr prótínum. Auk þess er frumuhimnan gerð úr fitu og prótínum. Prótín taka einnig þátt í nánast öllum lífefnafræðilegum ferlum innan frumna.

Ensím eru dæmi um prótín sem eru mjög mikilvæg fyrir efnaskipti lífvera en þau gegna því hlutverki að hvata efnahvörf. Án ensíma myndu fæst efnahvörf í lífverum verða nógu hröð til að viðhalda lífi. Ensím hafa yfirleitt mjög sértæka virkni og taka eingöngu þátt í einu eða fáum efnahvörfum. Því eru til ótal mismunandi gerðir ensíma.

Prótín gegna líka hlutverki boðefna innan líkamans. Sum prótín eru hormón og senda boð frá frumu til frumna í fjarlægum vefjum. Önnur prótín eru viðtakar í frumuhimnum sem bindast við boðefnasameindir sem geta sett boðefnaferli af stað innan viðtaka frumunnar. Önnur himnubundin prótín eru flutningsprótín sem flytja sameindir sem ekki komast í gegnum frumuhimnuna með flæði inn og út úr frumunni. Einnig gegna þau hlutverki burðarefnis í blóði, til dæmis með því að flytja súrefni í blóðinu frá lungum til vefja og bera koltvíildi (koldíoxíð) frá vefjum aftur til lungna.

Lífverur fá byggingarefni prótína úr fæðunni.

Prótín geta líka verið mótefni en mótefni er þáttur í vörnum ónæmiskerfisins. Mótefni eru sérhæfð prótín sem myndast í líkamanum þegar í hann berst mótefnisvaki, til dæmis baktería eða veira. Mótefni bindast mótefnisvakanum og merkja hann þannig að ónæmiskerfi líkamans þekki vakann og geti eytt honum.

Af þessu má sjá að prótín gegna margvíslegum öðrum hlutverkum en að byggja upp vöðva.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

10.1.2018

Spyrjandi

Ásbjörn Ibsson

Tilvísun

Hildur Gyða Grétarsdóttir. „Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2018, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29015.

Hildur Gyða Grétarsdóttir. (2018, 10. janúar). Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29015

Hildur Gyða Grétarsdóttir. „Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2018. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29015>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?
Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með svokölluðum peptíðtengjum og mynda þannig keðjur, hvert prótín samanstendur af einni eða fleiri slíkum keðjum. Prótín falla saman og mynda einstakt þrívítt form en ólíkir eiginleikar prótína og sérhæfing þeirra ræðst af því hvaða amínósýrur koma við sögu og hvernig þær raðast saman. Upplýsingarnar um það hvernig amínósýrurnar skulu raðast eru geymdar í erfðaefni (DNA) lífvera. Oft þarf þó að breyta prótínum svo þau verði starfhæf eftir myndun þeirra.

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr amínósýrum.

Lífverur fá byggingarefni prótína úr fæðunni. Prótín í fæðu brotna niður í amínósýrur í meltingarveginum og gagnast þannnig lífverum ýmist sem byggingarefni til myndunar nýrra prótína eða sem orka. Prótín eru eitt helsta byggingarefni líkamans, en hár, neglur og vöðvar eru mestmegnis gerð úr prótínum. Auk þess er frumuhimnan gerð úr fitu og prótínum. Prótín taka einnig þátt í nánast öllum lífefnafræðilegum ferlum innan frumna.

Ensím eru dæmi um prótín sem eru mjög mikilvæg fyrir efnaskipti lífvera en þau gegna því hlutverki að hvata efnahvörf. Án ensíma myndu fæst efnahvörf í lífverum verða nógu hröð til að viðhalda lífi. Ensím hafa yfirleitt mjög sértæka virkni og taka eingöngu þátt í einu eða fáum efnahvörfum. Því eru til ótal mismunandi gerðir ensíma.

Prótín gegna líka hlutverki boðefna innan líkamans. Sum prótín eru hormón og senda boð frá frumu til frumna í fjarlægum vefjum. Önnur prótín eru viðtakar í frumuhimnum sem bindast við boðefnasameindir sem geta sett boðefnaferli af stað innan viðtaka frumunnar. Önnur himnubundin prótín eru flutningsprótín sem flytja sameindir sem ekki komast í gegnum frumuhimnuna með flæði inn og út úr frumunni. Einnig gegna þau hlutverki burðarefnis í blóði, til dæmis með því að flytja súrefni í blóðinu frá lungum til vefja og bera koltvíildi (koldíoxíð) frá vefjum aftur til lungna.

Lífverur fá byggingarefni prótína úr fæðunni.

Prótín geta líka verið mótefni en mótefni er þáttur í vörnum ónæmiskerfisins. Mótefni eru sérhæfð prótín sem myndast í líkamanum þegar í hann berst mótefnisvaki, til dæmis baktería eða veira. Mótefni bindast mótefnisvakanum og merkja hann þannig að ónæmiskerfi líkamans þekki vakann og geti eytt honum.

Af þessu má sjá að prótín gegna margvíslegum öðrum hlutverkum en að byggja upp vöðva.

Heimildir og myndir:

...