Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvernig og hvenær varð veirufræði til?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki var talið að bakteríur kæmust þar í gegn.

Tveir vísindamenn komust að þessu með nokkurra ára millibili. Sá fyrri var rússneski örverufræðingurinn Dmitry Ivanovsky (1864-1920) árið 1892 og seinni var hollenski örverufræðingurinn Martinus Beijerinck (1851–1931) árið 1898. Ekki er þó talið að þeir hafi beinlínis gert sér grein fyrir hvað þeir voru að uppgötva.

Svonefndar örsíur úr postulíni gegndu lykilhlutverki í því að greina fyrstu veirurnar. Þær komu til sögunnar árið 1884.

Ivanovsky taldi hugsanlegt að örverur hefðu komist í gegnum sprungur á örsíunum og því væri sýkingarvaldurinn í raun af sama tagi og aðrir sem þá voru þekktir. Beijerinck áttaði sig á því að sjúkdómsvaldurinn var annars eðlis en bakteríur, en taldi að hann væri á vökvaformi og því ólíkur ögnum. Hann notaði orðin „contagium vivum fluidum“ um sýkinguna en það merkir beinlíns 'sýking lifandi vökva'.

Beijerinck var fyrstur til að nota latneska orðið virus um sýkingarvaldinn. Í klassískri latínu merkti það meðal annars 'slímugur vessi, slím' en einnig 'eitur', sér í lagi 'eitur snáka'.[1] Orðið valdi Beijerinck líklega vegna þess að hann taldi að vökvi olli sýkingunni.

Hollenski örverufræðingurinn Martinus Beijerinck notaði fyrstur manna orðið virus um sýkil tóbaksjurtarinnar.

Eiginlegt upphaf veirufræðinnar er því stundum rakið til tveggja þýskra gerlafræðinga, Friedrich Loeffler (1852-1915) og Robert Koch (1843-1910). Þeir hófu rannsóknir á gin- og klaufaveiki árið 1892 og komust að þeirri niðurstöðu árið 1898 að sýkillinn sem olli veikinni væri í raun ögn sem væri það örsmá að hún færi í gegnum örsíur sem stöðvaði bakteríur. Þar með var lagður grundvöllur að nýrri fræðigrein sem seinna hlaut nafnið veirufræði (e. virology).

Á þessum fyrstu árum veirufræðinnar og fram til ársins 1928 uppgötvuðust 30 veirur. Af þeim valda 20 sjúkdómum í dýrum en níu í mönnum. Fyrsta veiran sem veldur sjúkdómi í mönnum fannst árið 1901. Hún nefnist gulusóttarveira (e. yellow fever virus) og veldur gulusótt.

Tilvísun:
  1. ^ Snemma á 18. öld eða 1728 hafði orðið virus verið notað um orsakavald kynsjúkdóms, en það var löngu áður menn áttuðu sig á tilvist veira.

Heimildir:

Myndir:

Spurningu Evu er hér svarað að hluta.

Höfundur þakkar Stefáni Ragnari Jónssyni líffræðingi og Ernu Magnúsdóttur, dósent í lífeinda- og líffærafræði við HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.3.2020

Spyrjandi

Eva Sigurbjörg

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig og hvenær varð veirufræði til?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=14790.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 5. mars). Hvernig og hvenær varð veirufræði til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=14790

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig og hvenær varð veirufræði til?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=14790>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig og hvenær varð veirufræði til?
Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki var talið að bakteríur kæmust þar í gegn.

Tveir vísindamenn komust að þessu með nokkurra ára millibili. Sá fyrri var rússneski örverufræðingurinn Dmitry Ivanovsky (1864-1920) árið 1892 og seinni var hollenski örverufræðingurinn Martinus Beijerinck (1851–1931) árið 1898. Ekki er þó talið að þeir hafi beinlínis gert sér grein fyrir hvað þeir voru að uppgötva.

Svonefndar örsíur úr postulíni gegndu lykilhlutverki í því að greina fyrstu veirurnar. Þær komu til sögunnar árið 1884.

Ivanovsky taldi hugsanlegt að örverur hefðu komist í gegnum sprungur á örsíunum og því væri sýkingarvaldurinn í raun af sama tagi og aðrir sem þá voru þekktir. Beijerinck áttaði sig á því að sjúkdómsvaldurinn var annars eðlis en bakteríur, en taldi að hann væri á vökvaformi og því ólíkur ögnum. Hann notaði orðin „contagium vivum fluidum“ um sýkinguna en það merkir beinlíns 'sýking lifandi vökva'.

Beijerinck var fyrstur til að nota latneska orðið virus um sýkingarvaldinn. Í klassískri latínu merkti það meðal annars 'slímugur vessi, slím' en einnig 'eitur', sér í lagi 'eitur snáka'.[1] Orðið valdi Beijerinck líklega vegna þess að hann taldi að vökvi olli sýkingunni.

Hollenski örverufræðingurinn Martinus Beijerinck notaði fyrstur manna orðið virus um sýkil tóbaksjurtarinnar.

Eiginlegt upphaf veirufræðinnar er því stundum rakið til tveggja þýskra gerlafræðinga, Friedrich Loeffler (1852-1915) og Robert Koch (1843-1910). Þeir hófu rannsóknir á gin- og klaufaveiki árið 1892 og komust að þeirri niðurstöðu árið 1898 að sýkillinn sem olli veikinni væri í raun ögn sem væri það örsmá að hún færi í gegnum örsíur sem stöðvaði bakteríur. Þar með var lagður grundvöllur að nýrri fræðigrein sem seinna hlaut nafnið veirufræði (e. virology).

Á þessum fyrstu árum veirufræðinnar og fram til ársins 1928 uppgötvuðust 30 veirur. Af þeim valda 20 sjúkdómum í dýrum en níu í mönnum. Fyrsta veiran sem veldur sjúkdómi í mönnum fannst árið 1901. Hún nefnist gulusóttarveira (e. yellow fever virus) og veldur gulusótt.

Tilvísun:
  1. ^ Snemma á 18. öld eða 1728 hafði orðið virus verið notað um orsakavald kynsjúkdóms, en það var löngu áður menn áttuðu sig á tilvist veira.

Heimildir:

Myndir:

Spurningu Evu er hér svarað að hluta.

Höfundur þakkar Stefáni Ragnari Jónssyni líffræðingi og Ernu Magnúsdóttur, dósent í lífeinda- og líffærafræði við HÍ, fyrir yfirlestur....