Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:56 • Sest 24:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:07 • Síðdegis: 21:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:20 í Reykjavík

Hvers konar veira er kórónaveiran og hvað er vitað um hana?

Landlæknisembættið

Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV.

Kórónaveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum (meðal annars fuglum og spendýrum). Kórónaveirur eru þekkt orsök kvefs en þær geta einnig valdið alvarlegri lungnabólgu og jafnvel dauða (eins og MERS-sýkingin í Mið-Austurlöndum frá árinu 2012 og SARS-sýkingin frá Kína á árunum 2002-2003). SARS og MERS voru minna smitandi en inflúensa, en ollu faröldrum á ákveðnum svæðum og á sjúkrahúsum. Dánartíðni SARS- og MERS-sýkinganna var einnig mun hærri en fyrir inflúensu.

Kóraónaveiran 2019-nCoV kom fyrst upp í Wuhan, höfuðborg Hubei-héraðs í Kína.

Sennilega er veiran 2019-nCoV upprunnin í dýrum en hefur nú öðlast hæfileika til að sýkja menn. Uppruni veirunnar virðist einkum vera í Wuhan-borg í Kína og aðallega tengt ákveðnum matarmarkaði í borginni. Staðfest er að veiran getur smitast manna á milli en óljóst er hversu smitandi hún er. Ekki er vitað hversu hátt hlutfall smitaðra fær alvarlega sýkingu eða hvaða dýr er upphaflegur hýsill veirunnar. Veikin hefur borist til annarra héraða Kína og út fyrir Kína með fólki með tengsl við Wuhan. Flest tilfelli utan Kína hafa komið upp í Asíu en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) hafa hvatt sóttvarnayfirvöld um heim allan að gera ráðstafanir til að geta brugðist fljótt við þegar og ef veikin berst til fleiri landa.

Reynslan af SARS og MERS sýnir að viðeigandi smitvarnir eins og handþvottur og að bera pappír/klút fyrir vit við hnerra og hósta sem og einangrun sjúklinga er árangursríkt við að hefta útbreiðslu. Hættan á frekari útflutningi frá Kína er enn til staðar en sennilega hafa aðgerðir kínverskra stjórnvalda við að takmarka ferðalög innanlands og lokun flugvallarins í Wuhan veruleg áhrif á þá hættu. Tilhlýðilegar sóttvarnaráðstafanir þegar tilfelli koma upp í Evrópu munu væntanlega takmarka frekari útbreiðslu innan Evrópu.

Rafeindasmásjármynd af kórónaveiruafbrigðinu 2019-nCoV. Kórónaveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum.

Engin sérstök meðferð er til við kórónaveirusýkingum og ekki er til bóluefni gegn þessari veiki. Til að forðast smit vegna kórónuveiru, svipað og inflúensu, er mikilvægt að beita almennu hreinlæti, svo sem handþvotti og/eða handsprittun ef ekki er aðgengi að vatni og sápu. Ferðalangar á svæðum þar sem þessi veiki hefur komið upp ættu að forðast umgengni við lifandi og dauð dýr, sérstaklega dýramarkaði, og veika einstaklinga. Handhreinsun eftir snertingu við yfirborð sem margir koma við, svo sem á flugvöllum, getur einnig dregið úr smithættu.

Þegar þetta er skrifað, í lok janúar 2020, hefur veiran ekki borist til Íslands en sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að hún muni berast hingað og því mikilvægt að grípa til ráðstafana til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi ef svo fer. Á vef Embættis landlæknis eru birtar fréttir af útbreiðslu veirunnar og ráðleggingar til bæði almennings og heilbrigðisstarfsfólks.

Myndir:

Þetta svar svar er fengið af vef Embættis landlæknis og birt með góðfúslegu leyfi.

Spurningu Kristófers er svarað að hluta.

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

30.1.2020

Spyrjandi

Arnar Elvarsson, Kristófer Þ.

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvers konar veira er kórónaveiran og hvað er vitað um hana?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2020. Sótt 28. febrúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=78555.

Landlæknisembættið. (2020, 30. janúar). Hvers konar veira er kórónaveiran og hvað er vitað um hana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78555

Landlæknisembættið. „Hvers konar veira er kórónaveiran og hvað er vitað um hana?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2020. Vefsíða. 28. feb. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78555>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar veira er kórónaveiran og hvað er vitað um hana?
Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV.

Kórónaveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum (meðal annars fuglum og spendýrum). Kórónaveirur eru þekkt orsök kvefs en þær geta einnig valdið alvarlegri lungnabólgu og jafnvel dauða (eins og MERS-sýkingin í Mið-Austurlöndum frá árinu 2012 og SARS-sýkingin frá Kína á árunum 2002-2003). SARS og MERS voru minna smitandi en inflúensa, en ollu faröldrum á ákveðnum svæðum og á sjúkrahúsum. Dánartíðni SARS- og MERS-sýkinganna var einnig mun hærri en fyrir inflúensu.

Kóraónaveiran 2019-nCoV kom fyrst upp í Wuhan, höfuðborg Hubei-héraðs í Kína.

Sennilega er veiran 2019-nCoV upprunnin í dýrum en hefur nú öðlast hæfileika til að sýkja menn. Uppruni veirunnar virðist einkum vera í Wuhan-borg í Kína og aðallega tengt ákveðnum matarmarkaði í borginni. Staðfest er að veiran getur smitast manna á milli en óljóst er hversu smitandi hún er. Ekki er vitað hversu hátt hlutfall smitaðra fær alvarlega sýkingu eða hvaða dýr er upphaflegur hýsill veirunnar. Veikin hefur borist til annarra héraða Kína og út fyrir Kína með fólki með tengsl við Wuhan. Flest tilfelli utan Kína hafa komið upp í Asíu en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) hafa hvatt sóttvarnayfirvöld um heim allan að gera ráðstafanir til að geta brugðist fljótt við þegar og ef veikin berst til fleiri landa.

Reynslan af SARS og MERS sýnir að viðeigandi smitvarnir eins og handþvottur og að bera pappír/klút fyrir vit við hnerra og hósta sem og einangrun sjúklinga er árangursríkt við að hefta útbreiðslu. Hættan á frekari útflutningi frá Kína er enn til staðar en sennilega hafa aðgerðir kínverskra stjórnvalda við að takmarka ferðalög innanlands og lokun flugvallarins í Wuhan veruleg áhrif á þá hættu. Tilhlýðilegar sóttvarnaráðstafanir þegar tilfelli koma upp í Evrópu munu væntanlega takmarka frekari útbreiðslu innan Evrópu.

Rafeindasmásjármynd af kórónaveiruafbrigðinu 2019-nCoV. Kórónaveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum.

Engin sérstök meðferð er til við kórónaveirusýkingum og ekki er til bóluefni gegn þessari veiki. Til að forðast smit vegna kórónuveiru, svipað og inflúensu, er mikilvægt að beita almennu hreinlæti, svo sem handþvotti og/eða handsprittun ef ekki er aðgengi að vatni og sápu. Ferðalangar á svæðum þar sem þessi veiki hefur komið upp ættu að forðast umgengni við lifandi og dauð dýr, sérstaklega dýramarkaði, og veika einstaklinga. Handhreinsun eftir snertingu við yfirborð sem margir koma við, svo sem á flugvöllum, getur einnig dregið úr smithættu.

Þegar þetta er skrifað, í lok janúar 2020, hefur veiran ekki borist til Íslands en sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að hún muni berast hingað og því mikilvægt að grípa til ráðstafana til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi ef svo fer. Á vef Embættis landlæknis eru birtar fréttir af útbreiðslu veirunnar og ráðleggingar til bæði almennings og heilbrigðisstarfsfólks.

Myndir:

Þetta svar svar er fengið af vef Embættis landlæknis og birt með góðfúslegu leyfi.

Spurningu Kristófers er svarað að hluta....