Hjarnahvítukyrkingur (e. leukodystrophy) er flokkur sjaldgæfra arfgengra taugasjúkdóma sem einkennast af hrörnun hvíta efnis heilans vegna ófullkomins vaxtar eða þroska mýlisslíðursins (e. myelin sheath) umhverfis taugunga (e. neurons). Margir sjúkdómar teljast til hjarnahvítukyrkinga og einkenni og framgangur þe...
Spurningin getur gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga á orðfræðilegum, læknisfræðilegum eða jafnvel heimspekilegum grunni. Hún getur einnig verið hvöt til þess að rifja upp ýmis af þeim mörgu orðum, sem til eru í íslensku og hafa verið notuð um veikindi og sjúkdóma, svo sem: kröm, kvilli, mein, meinsemd, pes...
Crohns-sjúkdómur hrjáir bæði kynin og gerir oftast fyrst vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Tveir langvinnir bólgusjúkdómar í þörmum, Crohns-sjúkdómur og sáraristilbólga (ulcerative colitis), eru um margt líkir en sáraristilbólga byrjar oft ekki fyrr en eftir miðjan aldur.
Crohns-sjúkdómur virðist fylgja v...
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er Meniere sjúkómur og er hægt að lækna hann?
Meniere-sjúkdómur eða völundarsvimi eins og hann er nefndur á íslensku, er sjúkdómur í innra eyra sem orsakast af breytingum á vökvamagni. Sjúkdómurinn einkennist af skyndilegum svima og ógleði, uppköstum, verri heyrn og suði fy...
Jón Snædal hefur unnið mestan sinn starfsaldur á öldrunarlækningadeild Landspítalans en meginviðfangsefni hans hafa verið Alzheimers-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun. Hann hefur samhliða starfi sínu stundað vísindarannsóknir í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknarstörf hans hófust á t...
Sjúkdómur Legg-Calvé-Perthes ber nafn þeirra sem lýstu honum fyrst. Um er að ræða drep í efsta hluta lærleggsins (caput femoris), það er í þeim hluta sem liggur í mjaðmaskálinni. Drepið orsakast af því að þessi hluti lærleggsins fær ekki nægilegt súrefni vegna minnkaðs blóðflæðis og deyr þá beinvefurinn.
Þessi ...
Paget-sjúkdómur (e. Paget's disease) eða aflagandi beinbólga, er staðbundinn sjúkdómur í beinum sem kemur oftast fram eftir fertugt. Hann stafar af galla í umsetningu (e. turnover) í beini, það er jafnvægi milli beinmyndunar og -eyðingar raskast, en jafnvægi þar á milli er nauðsynlegt til að halda kalkmagni í blóð...
Aftansteinstrefjun (retrolental fibroplasia) er algengasti fylgikvilli innöndunar á súrefni í háum styrkleika. Aftansteinstrefjun kallast augnsjúkdómur sem einkum sést meðal fyrirbura sem þurfa á aukinni súrefnisgjöf að halda fyrstu daga eða vikur eftir fæðingu. Aukinn súrefnisstyrkur í blóði stöðvar vöxt æða í sj...
Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan.
Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...
Lou Gehrigs-sjúkdómur er annað nafn yfir blandaða hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS) sem er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (e. motor neuron disease, MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar en önnur form MND eru ágeng hreyfitaugahrörnun (e. primary later...
Þegar nýr heimsfaraldur skellur á er forgangsatriði að átta sig á hvaða einstaklingsbundnu þættir hafa áhrif á alvarleika sjúkdómsins. Sá einstaklingsbundni þáttur sem virðist skipta mestu máli í COVID-19 er aldur: með hækkandi aldri eykst hættan á alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Hins vegar ber að undirstrik...
Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu.
Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæ...
Upprunalegu spurningarnar tvær voru þessar: 1) Ágúst: Maður hefur heyrt mikið frá fólki að COVID-19 sé ekkert hættulegri heldur en inflúensan og það eigi bara að láta faraldurinn ganga yfir. Eru til einhver samanburður á milli, sem er hægt að vísa í, takk fyrir? 2) Sigríður: Hversu margir látast úr árvissri flensu...
Platon fjallar hvergi í löngu máli um heilbrigði sem slíkt. Það er aðallega nefnt í tengslum við eitthvað annað. Þannig segir Hippías til að mynda í samræðunni Hippíasi meiri (291D-E) að best af öllu sé að vera auðugur, heilbrigður og njóta virðingar Grikkja, ná hárri elli, hafa heiðrað minningu foreldra sinna og ...
Sigríður G. Suman er dósent við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Fræðasvið hennar er ólífræn efnafræði. Sigríður hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við efnahvatanir, málmdrifin lyf og virkjun smásameinda og umbreytingu þeirra í gagnleg efni.
Efnahvatanir eru efnahvörf sem eru nýtt til þess að búa ti...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!