Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?

Haraldur Briem

Sjúkdómar leggjast misjafnlega á jarðarbúa eftir því hvar menn búa og hvernig efnahag þeirra er háttað.

Alþjóðlega heilsustofnunin hefur gert lista yfir sjúkdóma eftir því hve há dánartíðni þeirra er. Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þar næst koma bráðar lungnabólgur, alnæmi, viðvarandi lungnasjúkdómar, niðurgangspestir og berklar.

Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Hér má sjá hjartaslagæði sem er við það að stíflast.

Þessi flokkun gefur þó ekki raunsanna mynd af sjúkdómsbyrðinni vegna þess að hjarta- og æðasjúkdómar leggjast fyrst og fremst á eldra fólk. Því hefur Alþjóðaheilsustofnunin stuðst við annan kvarða til að mæla sjúkdómsbyrðina. Kvarðinn miðast við stöðluð lífár án fötlunar (DALYs - Disability Adjusted Life Years). Hann tekur annars vegar tillit til tapaðra æviára vegna ótímabærs dauða og hins vegar til tapaðra ára heilbrigðs lífs vegna fötlunar. Þegar miðað er við stöðluð lífár fötlunar eru bráðar lungnabólgur efstar á blaði. Þar næst koma sjúkdómar tengdir fæðingum og nýburum, niðurgangspestir, alnæmi, þunglyndi, hjarta- og æðasjúkdómar og malaría.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin er hér sýnd eins og Haukur Hallsson setti hana fram en Auður Þorleifsdóttir spurði auk þess á svipaðan hátt:

Hver er hættulegasti sjúkdómurinn í heiminum fyrir utan HIV-veiruna?

Höfundur

Haraldur Briem

læknir, dr.med.

Útgáfudagur

20.3.2000

Síðast uppfært

8.6.2018

Spyrjandi

Haukur Hallsson og Auður Þorleifsdóttir

Tilvísun

Haraldur Briem. „Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2000, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=261.

Haraldur Briem. (2000, 20. mars). Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=261

Haraldur Briem. „Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2000. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=261>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?
Sjúkdómar leggjast misjafnlega á jarðarbúa eftir því hvar menn búa og hvernig efnahag þeirra er háttað.

Alþjóðlega heilsustofnunin hefur gert lista yfir sjúkdóma eftir því hve há dánartíðni þeirra er. Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þar næst koma bráðar lungnabólgur, alnæmi, viðvarandi lungnasjúkdómar, niðurgangspestir og berklar.

Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Hér má sjá hjartaslagæði sem er við það að stíflast.

Þessi flokkun gefur þó ekki raunsanna mynd af sjúkdómsbyrðinni vegna þess að hjarta- og æðasjúkdómar leggjast fyrst og fremst á eldra fólk. Því hefur Alþjóðaheilsustofnunin stuðst við annan kvarða til að mæla sjúkdómsbyrðina. Kvarðinn miðast við stöðluð lífár án fötlunar (DALYs - Disability Adjusted Life Years). Hann tekur annars vegar tillit til tapaðra æviára vegna ótímabærs dauða og hins vegar til tapaðra ára heilbrigðs lífs vegna fötlunar. Þegar miðað er við stöðluð lífár fötlunar eru bráðar lungnabólgur efstar á blaði. Þar næst koma sjúkdómar tengdir fæðingum og nýburum, niðurgangspestir, alnæmi, þunglyndi, hjarta- og æðasjúkdómar og malaría.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin er hér sýnd eins og Haukur Hallsson setti hana fram en Auður Þorleifsdóttir spurði auk þess á svipaðan hátt:

Hver er hættulegasti sjúkdómurinn í heiminum fyrir utan HIV-veiruna?
...