Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur sennilega aðeins smitað íbúa í örlitlum hluta Afríku en dreifðist seinna um heim allan.

Rétt er að greina milli tvenns konar sjúkdómsfaraldra. Annars vegar eru landlægir (e. endemic) sjúkdómar. Þeir eru að staðaldri til í viðkomandi landi, flestir smitast af þeim á unga aldri og ósjaldan hafa íbúarnir í rás kynslóðanna myndað ákveðið ónæmi fyrir slíkum sjúkdómum. Hins vegar eru farsóttir (e. epidemics). Sýklar eru þá upphaflega óþekktir í tilteknu landi en berast þangað skyndilega og úr verður farsótt sem drepur fjölda manns.

Á öldum áður voru íbúar mismunandi heimshluta tiltölulega einangraðir hverjir frá öðrum og hver heimshluti hafði sitt sérstaka „sóttkveikjusamfélag“. Mestu pestarbæli mannkynsins voru þá í tiltölulega hlýjum löndum, stundum þéttbýlum, einkum í Afríku sunnan Sahara en þó mest í Kína og á Indlandi.

Samskipti manna í ýmsum hlutum hinnar víðlendu Evrasíu (Evrópu og Asíu) voru löngum lítil og urðu fyrst veruleg eftir 200-400 f.Kr. Í kjölfarið fóru að berast ýmsir sjúkdómar frá suður- og austurhlutum Evrasíu til vesturkjálkans í Evrópu. Þar fóru farsóttir af austrænum uppruna að hrjá íbúana, einkum eftir 200 e.Kr. Fólk hrundi niður í mislingafaröldrum og fleiri sóttum. En smám saman urðu þessir sjúkdómar landlægir þar, einkum eftir að Evrópa varð þéttbýlli og auðveldara varð fyrir sýkla að ná í hýsla sína meðal manna.

Segja má að mestöll Evrasía hafi verið orðin samfellt sóttkveikjusamfélag við lok miðalda (um 1500); þó voru Vestur-Evrópubúar áfram veikari fyrir sjúkdómum frá suður- og austurhlutum álfunnar en íbúarnir þar. Afríka sunnan Sahara hélt hins vegar áfram að vera hálfgerð drápsgildra fyrir Evrópumenn lengi vel og er það að vissu leyti enn þá.

Hlutar Evrasíu urðu seint eða aldrei partar af þessu sóttkveikjusamfélagi og ber þar fyrst að nefna íbúa Austur-Síberíu. Að nokkru leyti átti þetta við Íslendinga einnig eins og vikið verður að síðar.

Ameríka var byggð í nokkrum fólksfjöldabylgjum að því er best er vitað, mest fyrir 10.000-20.000 árum. Sumir komu þó síðar eins og Na-dene-Indíánar í norðvestanverðri Norður-Ameríku og Ínúítar nyrst í álfunni, fyrir um 4.000-8.000 árum. Frumbyggjar Ameríku komu að því er best er vitað nær eingöngu frá Austur-Asíu og auk þess áður en íbúar Evrasíu höfðu skapað sér eitthvert sameiginlegt sóttkveikjusamfélag. Auk þess voru einmitt íbúar Austur-Asíu aldrei hluti þess eins og fyrr var nefnt.

Því var það að með komu Evrópumanna til Ameríku 1500–1850 (Ameríka var lengi að byggjast), komu ekki til álfunnar aðeins stríðsglaðir menn heldur einnig alls kyns sýklar sem gerðu Evrópumönnum tiltölulega lítinn skaða en strádrápu frumbyggja álfunnar. Meira að segja kvefpestin varð drepsótt meðal Indíána. Þessi skyndilega árás hins evrasíska sóttkveikjusamfélags á Ameríku var meginorsökin fyrir miklu mannfalli Indíána, einkum þar sem byggð var þéttbýl fyrir eins í Mexíkó.




Heimildum ber illa saman um það hve margir íbúar Mexíkó hafi verið um árið 1500; lægsta talan sem nefnd hefur verið er 5 milljónir, sú hæsta um 50 milljónir. Hitt er hins vegar vitað með vissu að fjöldinn var um 3 milljónir einni öld síðar. Indíánar Karíbahafseyja voru að mestu leyti horfnir þaðan á 17. öld, mest vegna sjúkdóma. Skást sluppu þeir Indíánar sem bjuggu strjált og kynntust „dásemdum“ Evrópubúa seint. Í heild má telja að Indíánum hafi fækkað um rúman helming hið minnsta eftir kynnin við Evrópubúa. Þessi fækkun var að vísu ekki eingöngu af völdum sýkla heldur einnig vegna fjöldamorða, hungurs þar sem frumbyggjar voru sviptir landi sínu, og þrælkunar.

Innrás evrópskra sýkla hafði víðar áhrif en í Ameríku. Evrópskir sjúkdómar fækkuðu þannig frumbyggjum Austur-Síberíu, Ástralíu og Kyrrahafseyja.

Íslendingar stóðu að sumu leyti mitt á milli almennra Evrópubúa og frumbyggja Ameríku í sýklamálum þessum. Þegar landið byggðist frá útjöðrum Evrópu á tímabilinu 800–900, hefur hið evrasíska sóttkveikjusamfélag vafalaust verið farið að móta eitthvað landnemana, að minnsta kosti hafa þeir þolað kvefpest að vissu marki!

En frá 11. öld til þeirrar 15. var Ísland mjög einangrað frá Evrópu og nýir sjúkdómar sem þá urðu landlægir víða í álfunni, hafa sennilega verið óþekktir hér á landi. Eftir árið 1400 opnaðist Ísland fyrir erlendu fólki og erlendum sýklum. Margar farsóttir gengu yfir landið á 15. öld. Af ástæðum sem ekki verða raktar hér, virðist mannfjöldinn þó alltaf hafa jafnað sig tiltölulega skjótt eftir áföllin.

Sumir íslenskir sagnfræðingar telja raunar að það hafi tekið þjóðina um 500 ár að innleiða evrópska sóttkveikjusamfélagið, það er að breyta farsóttum í landlæga sjúkdóma á sama hátt og tíðkaðist almennt í Evrópu. Þessari aðlögun hafi fyrst lokið við upphaf 20. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.7.2003

Spyrjandi

Máni Egilsson, f. 1991

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2003, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3557.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2003, 4. júlí). Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3557

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2003. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3557>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?
Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur sennilega aðeins smitað íbúa í örlitlum hluta Afríku en dreifðist seinna um heim allan.

Rétt er að greina milli tvenns konar sjúkdómsfaraldra. Annars vegar eru landlægir (e. endemic) sjúkdómar. Þeir eru að staðaldri til í viðkomandi landi, flestir smitast af þeim á unga aldri og ósjaldan hafa íbúarnir í rás kynslóðanna myndað ákveðið ónæmi fyrir slíkum sjúkdómum. Hins vegar eru farsóttir (e. epidemics). Sýklar eru þá upphaflega óþekktir í tilteknu landi en berast þangað skyndilega og úr verður farsótt sem drepur fjölda manns.

Á öldum áður voru íbúar mismunandi heimshluta tiltölulega einangraðir hverjir frá öðrum og hver heimshluti hafði sitt sérstaka „sóttkveikjusamfélag“. Mestu pestarbæli mannkynsins voru þá í tiltölulega hlýjum löndum, stundum þéttbýlum, einkum í Afríku sunnan Sahara en þó mest í Kína og á Indlandi.

Samskipti manna í ýmsum hlutum hinnar víðlendu Evrasíu (Evrópu og Asíu) voru löngum lítil og urðu fyrst veruleg eftir 200-400 f.Kr. Í kjölfarið fóru að berast ýmsir sjúkdómar frá suður- og austurhlutum Evrasíu til vesturkjálkans í Evrópu. Þar fóru farsóttir af austrænum uppruna að hrjá íbúana, einkum eftir 200 e.Kr. Fólk hrundi niður í mislingafaröldrum og fleiri sóttum. En smám saman urðu þessir sjúkdómar landlægir þar, einkum eftir að Evrópa varð þéttbýlli og auðveldara varð fyrir sýkla að ná í hýsla sína meðal manna.

Segja má að mestöll Evrasía hafi verið orðin samfellt sóttkveikjusamfélag við lok miðalda (um 1500); þó voru Vestur-Evrópubúar áfram veikari fyrir sjúkdómum frá suður- og austurhlutum álfunnar en íbúarnir þar. Afríka sunnan Sahara hélt hins vegar áfram að vera hálfgerð drápsgildra fyrir Evrópumenn lengi vel og er það að vissu leyti enn þá.

Hlutar Evrasíu urðu seint eða aldrei partar af þessu sóttkveikjusamfélagi og ber þar fyrst að nefna íbúa Austur-Síberíu. Að nokkru leyti átti þetta við Íslendinga einnig eins og vikið verður að síðar.

Ameríka var byggð í nokkrum fólksfjöldabylgjum að því er best er vitað, mest fyrir 10.000-20.000 árum. Sumir komu þó síðar eins og Na-dene-Indíánar í norðvestanverðri Norður-Ameríku og Ínúítar nyrst í álfunni, fyrir um 4.000-8.000 árum. Frumbyggjar Ameríku komu að því er best er vitað nær eingöngu frá Austur-Asíu og auk þess áður en íbúar Evrasíu höfðu skapað sér eitthvert sameiginlegt sóttkveikjusamfélag. Auk þess voru einmitt íbúar Austur-Asíu aldrei hluti þess eins og fyrr var nefnt.

Því var það að með komu Evrópumanna til Ameríku 1500–1850 (Ameríka var lengi að byggjast), komu ekki til álfunnar aðeins stríðsglaðir menn heldur einnig alls kyns sýklar sem gerðu Evrópumönnum tiltölulega lítinn skaða en strádrápu frumbyggja álfunnar. Meira að segja kvefpestin varð drepsótt meðal Indíána. Þessi skyndilega árás hins evrasíska sóttkveikjusamfélags á Ameríku var meginorsökin fyrir miklu mannfalli Indíána, einkum þar sem byggð var þéttbýl fyrir eins í Mexíkó.




Heimildum ber illa saman um það hve margir íbúar Mexíkó hafi verið um árið 1500; lægsta talan sem nefnd hefur verið er 5 milljónir, sú hæsta um 50 milljónir. Hitt er hins vegar vitað með vissu að fjöldinn var um 3 milljónir einni öld síðar. Indíánar Karíbahafseyja voru að mestu leyti horfnir þaðan á 17. öld, mest vegna sjúkdóma. Skást sluppu þeir Indíánar sem bjuggu strjált og kynntust „dásemdum“ Evrópubúa seint. Í heild má telja að Indíánum hafi fækkað um rúman helming hið minnsta eftir kynnin við Evrópubúa. Þessi fækkun var að vísu ekki eingöngu af völdum sýkla heldur einnig vegna fjöldamorða, hungurs þar sem frumbyggjar voru sviptir landi sínu, og þrælkunar.

Innrás evrópskra sýkla hafði víðar áhrif en í Ameríku. Evrópskir sjúkdómar fækkuðu þannig frumbyggjum Austur-Síberíu, Ástralíu og Kyrrahafseyja.

Íslendingar stóðu að sumu leyti mitt á milli almennra Evrópubúa og frumbyggja Ameríku í sýklamálum þessum. Þegar landið byggðist frá útjöðrum Evrópu á tímabilinu 800–900, hefur hið evrasíska sóttkveikjusamfélag vafalaust verið farið að móta eitthvað landnemana, að minnsta kosti hafa þeir þolað kvefpest að vissu marki!

En frá 11. öld til þeirrar 15. var Ísland mjög einangrað frá Evrópu og nýir sjúkdómar sem þá urðu landlægir víða í álfunni, hafa sennilega verið óþekktir hér á landi. Eftir árið 1400 opnaðist Ísland fyrir erlendu fólki og erlendum sýklum. Margar farsóttir gengu yfir landið á 15. öld. Af ástæðum sem ekki verða raktar hér, virðist mannfjöldinn þó alltaf hafa jafnað sig tiltölulega skjótt eftir áföllin.

Sumir íslenskir sagnfræðingar telja raunar að það hafi tekið þjóðina um 500 ár að innleiða evrópska sóttkveikjusamfélagið, það er að breyta farsóttum í landlæga sjúkdóma á sama hátt og tíðkaðist almennt í Evrópu. Þessari aðlögun hafi fyrst lokið við upphaf 20. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...