Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig byrjaði alnæmi?

Sigurður B. Þorsteinsson

Enginn veit með vissu hvernig alnæmi byrjaði. Enginn ágreiningur er þó um það að HIV-veirurnar eru afkomendur skyldra retróveira, SIV (simian immunodeficiency virus), sem finnast í mörgum apategundum. Reyndar er nafnið óheppilegt því þessar veirur valda ekki ónæmisbælingu hjá öpum. Skyldust HIV er SIVcpz sem finnst hjá simpönsum. Það er löngu vitað að þegar þessar veirur stökkva á milli dýrategunda breytast eiginleikar þeirra og veira sem gerir einum ekkert mein getur valdið lífshættulegum sjúkdómi hjá annarri dýrategund. Þarna koma við sögu margar stökkbreytingar sem vísindamenn hafa verið að kortleggja og tímasetja.

Hvernig komst veiran frá öpum til manna? Sennilegasta skýringin er sú að veiran hafi borist í menn við veiðar á sýktum öpum eða við át á sýktum vef (kannski heilar) en apaveiðar hafa verið stundaðar í árþúsundir í Afríku, einkum í Mið-Afríku (Kamerún, Gabon, Kongó, Zaire), og þarna hefur upphafið orðið að alnæmisfaraldrinum.

En ef þessar forsendur hafa verið fyrir hendi í árþúsundir, hvers vegna birtist alnæmi allt í einu nú? Aftur er fátt um svör en hugsanlegt er að HIV-1 og HIV-2 hafi lengi verið til en aðeins með breyttum þjóðfélagsaðstæðum á síðustu 50 árum hafi skapast möguleikar á að farsóttin dreifi sér að marki. Kemur þarna við sögu ýmislegt sem tengist nýlenduríkjunum sem innleiddu margt sem stuðlað gat að útbreiðslu smits, með myndun stærri borga, námurekstri og annarri iðnvæðingu. Lauslæti var til dæmis nánast óþekkt í Afríku áður en áhrifa nýlenduherrana tók að gæta. Elsta blóðsýni sem til er og var jákvætt fyrir mótefnum fyrir HIV-1 var tekið í Kinshasa árið 1959.

Kannski meira til gamans læt ég fylgja með tilgátu um útbreiðslu HIV sem nokkuð hefur verið fjallað um að undanförnu, mest í almennri pressu fremur en vísindaritum. Tilgátan er þessi: HIV breiddist út í Afríku með mænusóttarbóluefni. Rökin sem mæla með þessari hugmynd eru þau að veikluð mænusóttarveira var notuð til bólusetningar (best þekkt er bóluefni sem er kennt við Sabin). Bóluefnið var gefið í inntöku og var vel virkt til að koma í veg fyrir mænusótt, en gallinn var bara sá að hér var á ferðinni "lifandi" bóluefni og var þá ekki möguleiki á að aðrar veirur gætu fylgt með, til dæmis úr þeim frumum sem bóluefnisveiran var ræktuð? Í hvaða frumum er þá bóluefnið ræktað? Jú, einmitt í nýrnafrumum úr ÖPUM.

Í kringum 1978-79 kom upp sú hugmynd að við Íslendingar tækjum upp Sabin-bólusetningu í stað Salk-bóluefnisins, eins og flestar nágrannaþjóðirnar höfðu gert. Mér er minnisstætt að á fundi hjá Læknafélagi Íslands hélt Margrét Guðnadóttir þrumandi ræðu gegn þessum hugmyndum og nefndi til ýmis rök máli sínu til stuðnings og sagði meðal annars að um 80 tegundir af veirum hefðu fundist í apanýrnafrumunum og þótt ekki væri vitað að þær yllu sjúkdómum í mönnum væri alls ekki hægt að útiloka þann möguleika. Kannski var Margrét sannspá þar.

Sagan er krydduð af því að hörð samkeppni ríkti við gerð bóluefnisins milli Sabins sem vann svo kapphlaupið og Koprowski sem var pólskættaður Bandaríkjamaður. Koprowski þessi er talinn hafa notað frumur úr simpansanýrum við gerð bóluefnis sem er nefnt CHAT (kannski koma stafirnir frá CHimpanzee ATtenuated). Koprowski hefur staðfastlega neitað að hafa notað þessar frumur, en margir hafa orðið tvísaga þegar leitað var upplýsinga um málið. Það sem gerir síðan málið sennilegra er að einmitt þetta CHAT-bóluefni var notað í stórum stíl við bóluefnisrannsóknir í Mið-Afríku-löndum á árunum 1957-1959. Enn er til eitthvað af CHAT-bóluefninu og þessar vikurnar er verið að rannsaka hvort það inniheldur HIV eða SIVspz, þannig að svarið er líklega á næsta leiti.

Þeim sem áhuga hafa á frekari upplýsingum um uppruna alnæmis er bent á bók eftir Edward Hooper: The River: A journey Back to the Source of HIV and AIDS.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

dósent í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.6.2000

Spyrjandi

Arnar Styr Björnsson, f. 1987

Tilvísun

Sigurður B. Þorsteinsson. „Hvernig byrjaði alnæmi?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2000, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=565.

Sigurður B. Þorsteinsson. (2000, 22. júní). Hvernig byrjaði alnæmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=565

Sigurður B. Þorsteinsson. „Hvernig byrjaði alnæmi?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2000. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=565>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig byrjaði alnæmi?
Enginn veit með vissu hvernig alnæmi byrjaði. Enginn ágreiningur er þó um það að HIV-veirurnar eru afkomendur skyldra retróveira, SIV (simian immunodeficiency virus), sem finnast í mörgum apategundum. Reyndar er nafnið óheppilegt því þessar veirur valda ekki ónæmisbælingu hjá öpum. Skyldust HIV er SIVcpz sem finnst hjá simpönsum. Það er löngu vitað að þegar þessar veirur stökkva á milli dýrategunda breytast eiginleikar þeirra og veira sem gerir einum ekkert mein getur valdið lífshættulegum sjúkdómi hjá annarri dýrategund. Þarna koma við sögu margar stökkbreytingar sem vísindamenn hafa verið að kortleggja og tímasetja.

Hvernig komst veiran frá öpum til manna? Sennilegasta skýringin er sú að veiran hafi borist í menn við veiðar á sýktum öpum eða við át á sýktum vef (kannski heilar) en apaveiðar hafa verið stundaðar í árþúsundir í Afríku, einkum í Mið-Afríku (Kamerún, Gabon, Kongó, Zaire), og þarna hefur upphafið orðið að alnæmisfaraldrinum.

En ef þessar forsendur hafa verið fyrir hendi í árþúsundir, hvers vegna birtist alnæmi allt í einu nú? Aftur er fátt um svör en hugsanlegt er að HIV-1 og HIV-2 hafi lengi verið til en aðeins með breyttum þjóðfélagsaðstæðum á síðustu 50 árum hafi skapast möguleikar á að farsóttin dreifi sér að marki. Kemur þarna við sögu ýmislegt sem tengist nýlenduríkjunum sem innleiddu margt sem stuðlað gat að útbreiðslu smits, með myndun stærri borga, námurekstri og annarri iðnvæðingu. Lauslæti var til dæmis nánast óþekkt í Afríku áður en áhrifa nýlenduherrana tók að gæta. Elsta blóðsýni sem til er og var jákvætt fyrir mótefnum fyrir HIV-1 var tekið í Kinshasa árið 1959.

Kannski meira til gamans læt ég fylgja með tilgátu um útbreiðslu HIV sem nokkuð hefur verið fjallað um að undanförnu, mest í almennri pressu fremur en vísindaritum. Tilgátan er þessi: HIV breiddist út í Afríku með mænusóttarbóluefni. Rökin sem mæla með þessari hugmynd eru þau að veikluð mænusóttarveira var notuð til bólusetningar (best þekkt er bóluefni sem er kennt við Sabin). Bóluefnið var gefið í inntöku og var vel virkt til að koma í veg fyrir mænusótt, en gallinn var bara sá að hér var á ferðinni "lifandi" bóluefni og var þá ekki möguleiki á að aðrar veirur gætu fylgt með, til dæmis úr þeim frumum sem bóluefnisveiran var ræktuð? Í hvaða frumum er þá bóluefnið ræktað? Jú, einmitt í nýrnafrumum úr ÖPUM.

Í kringum 1978-79 kom upp sú hugmynd að við Íslendingar tækjum upp Sabin-bólusetningu í stað Salk-bóluefnisins, eins og flestar nágrannaþjóðirnar höfðu gert. Mér er minnisstætt að á fundi hjá Læknafélagi Íslands hélt Margrét Guðnadóttir þrumandi ræðu gegn þessum hugmyndum og nefndi til ýmis rök máli sínu til stuðnings og sagði meðal annars að um 80 tegundir af veirum hefðu fundist í apanýrnafrumunum og þótt ekki væri vitað að þær yllu sjúkdómum í mönnum væri alls ekki hægt að útiloka þann möguleika. Kannski var Margrét sannspá þar.

Sagan er krydduð af því að hörð samkeppni ríkti við gerð bóluefnisins milli Sabins sem vann svo kapphlaupið og Koprowski sem var pólskættaður Bandaríkjamaður. Koprowski þessi er talinn hafa notað frumur úr simpansanýrum við gerð bóluefnis sem er nefnt CHAT (kannski koma stafirnir frá CHimpanzee ATtenuated). Koprowski hefur staðfastlega neitað að hafa notað þessar frumur, en margir hafa orðið tvísaga þegar leitað var upplýsinga um málið. Það sem gerir síðan málið sennilegra er að einmitt þetta CHAT-bóluefni var notað í stórum stíl við bóluefnisrannsóknir í Mið-Afríku-löndum á árunum 1957-1959. Enn er til eitthvað af CHAT-bóluefninu og þessar vikurnar er verið að rannsaka hvort það inniheldur HIV eða SIVspz, þannig að svarið er líklega á næsta leiti.

Þeim sem áhuga hafa á frekari upplýsingum um uppruna alnæmis er bent á bók eftir Edward Hooper: The River: A journey Back to the Source of HIV and AIDS.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...