Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru líkurnar á að barn fæðist HIV-smitað ef móðirin er smituð?

Magnús Gottfreðsson

Fyrir daga lyfjameðferðar gegn HIV var hætta á smiti frá móður til barns nálægt 25%. Líkur á smiti fara eftir nokkrum þáttum, þar á meðal veirumagni HIV í blóði móðurinnar, fjölda hjálparfruma í blóði hennar og næmi veirunnar fyrir þeim lyfjum sem notuð eru. Aðrir þættir kunna einnig að hafa áhrif, svo sem aðrar sýkingar á meðgöngu og erfðaþættir móður og barns.



Með bættri meðferð og lyfjum hafa líkur á smiti frá móður til barns farið úr nálægt 25% niður í 0,6-1,6%.

Lyfjameðferð til móður á meðgöngu eða meðferð sem hefst rétt fyrir fæðingu og er einnig gefin barninu eftir fæðingu hefur dregið verulega úr smithættu. Nýlegar rannsóknir benda til að ef beitt er virkri fjöllyfjameðferð er hætta á smiti frá móður til barns nálægt 0,6-1,6%. Þættir sem geta haft áhrif á þessar líkur, auk þess sem að ofan er talið eru meðferðarheldni móður (e. compliance) og tímasetning lyfjagjafar. Aðgengi að greiningu, lyfjameðferð og annarri heilbrigðisþjónustu er því lykilatriði í því að draga úr smiti frá móður til barns.

Til viðbótar þessu er vert að minna á að ef belgir eru sprungnir lengi áður en barnið kemur í heiminn eykur það líkur á smiti frá móður til barns. Víða er því mælt með keisaraskurði HIV-jákvæðra mæðra til að draga úr smiti til barna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru miklar líkur að manneskja sem er smitað af HIV eða eyðni eignist barn sem er líka smitað af HIV eða eyðni?

Höfundur

Magnús Gottfreðsson

prófessor í læknisfræði við HÍ, sérfræðingur í smitsjúkdómum

Útgáfudagur

12.1.2010

Spyrjandi

Snædís Inga Rúnarsdóttir

Tilvísun

Magnús Gottfreðsson. „Hverjar eru líkurnar á að barn fæðist HIV-smitað ef móðirin er smituð?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2010, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54855.

Magnús Gottfreðsson. (2010, 12. janúar). Hverjar eru líkurnar á að barn fæðist HIV-smitað ef móðirin er smituð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54855

Magnús Gottfreðsson. „Hverjar eru líkurnar á að barn fæðist HIV-smitað ef móðirin er smituð?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2010. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54855>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru líkurnar á að barn fæðist HIV-smitað ef móðirin er smituð?
Fyrir daga lyfjameðferðar gegn HIV var hætta á smiti frá móður til barns nálægt 25%. Líkur á smiti fara eftir nokkrum þáttum, þar á meðal veirumagni HIV í blóði móðurinnar, fjölda hjálparfruma í blóði hennar og næmi veirunnar fyrir þeim lyfjum sem notuð eru. Aðrir þættir kunna einnig að hafa áhrif, svo sem aðrar sýkingar á meðgöngu og erfðaþættir móður og barns.



Með bættri meðferð og lyfjum hafa líkur á smiti frá móður til barns farið úr nálægt 25% niður í 0,6-1,6%.

Lyfjameðferð til móður á meðgöngu eða meðferð sem hefst rétt fyrir fæðingu og er einnig gefin barninu eftir fæðingu hefur dregið verulega úr smithættu. Nýlegar rannsóknir benda til að ef beitt er virkri fjöllyfjameðferð er hætta á smiti frá móður til barns nálægt 0,6-1,6%. Þættir sem geta haft áhrif á þessar líkur, auk þess sem að ofan er talið eru meðferðarheldni móður (e. compliance) og tímasetning lyfjagjafar. Aðgengi að greiningu, lyfjameðferð og annarri heilbrigðisþjónustu er því lykilatriði í því að draga úr smiti frá móður til barns.

Til viðbótar þessu er vert að minna á að ef belgir eru sprungnir lengi áður en barnið kemur í heiminn eykur það líkur á smiti frá móður til barns. Víða er því mælt með keisaraskurði HIV-jákvæðra mæðra til að draga úr smiti til barna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru miklar líkur að manneskja sem er smitað af HIV eða eyðni eignist barn sem er líka smitað af HIV eða eyðni?

...