Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um simpansa?

Jón Már Halldórsson

Simpansar (Pan troglodytes) eru ein af fjórum tegundum svokallaðra stórapa (Pongidea). Simpansar lifa í regnskógum og savanna-skóglendi Afríku allt frá Gambíu austur til Viktoríuvatns og norðvesturhéraða Tansaníu. Þeir eru ein tegund en hún greinist í þrjár deilitegundir, sem eru: Pan troglodytes troglodytes (e. common chimpanzee), Pan troglodytes verus (e. masked chimpanzee) og Pan troglodytes schweinfurthii (e. long haired chimpanzee).

Mjög mikill munur er á stærð simpansa bæði með tilliti til kynja og deilitegunda. Fullorðinn simpansi er 1 til 1,7 metrar á hæð og vegur 35 til 60 kg. Karldýrin eru nokkuð stærri og vöðvameiri en kvendýrin. Brún og svört hár þekja mestan hluta líkama þeirra en andlit, lófar og afturendi eru hárlaus. Ungu dýrin eru bleik á hörund en fullorðin dýr svört.

Simpansar eyða mestum tíma sínum í trjám enda eru þeir einstaklega fimir. Líkamsbygging þeirra hentar vel til trjálífs enda eru handleggir simpansa afar sterkir og langir. Simpansar geta vel gengið uppréttir en gera það afar sjaldan og þegar þeir eru á ferðalögum á jörðu niðri nota þeir oftast alla fjóra fæturna. Helsta fæða simpansa eru ávextir, ber, lauf og fræ, en ef tækifæri gefst éta þeir skordýr, og þá aðallega termíta. Stundum gerast þeir þó kjötætur og ráðast á unga bavíana eða skógarsvín. Eins og þessi upptalning ber með sér líkist fæðuval simpansa mjög fæðuvali okkar mannana enda eru simpansar þau dýr sem eru skyldust okkur því að við eigum sameiginlegan forföður sem var uppi fyrir rúmlega 10 milljónum árum.

Simpansar eru sæmilega vel gefnir og geta notað ýmsa hluti úr umhverfinu sem verkfæri. Þekkt er til dæmis að simpansar nota prik eða lurka til þess að ná termítum út úr termítahraukum.

Simpansar lifa í hópum sem eru misstórir. Hóparnir eða samfélögin geta verið allt frá 18 og upp í 80 dýr. Hóparnir geta þó skipst í nokkra óstöðuga undirhópa. Samskiptin milli ólíkra hópa eru yfirleitt ekki á vinsamlegum nótum og oft kemur til átaka milli þeirra. Þá nota simpansarnir ýmis barefli svipuð þeim sem fræðimenn telja að maðurinn hafi beitt fyrir milljónum ára við svipaðar kringumstæður.

Kvendýrin fæða langoftast eitt afkvæmi í einu líkt og maðurinn. Fæðingin getur átt sér stað á hvaða tíma árs sem er en meðgangan er kringum 230 dagar. Nýfæddur simpansi er oftast kringum 1,8 kg að þyngd og er algjörlega hjálparvana. Tengsl móður og unga eru afar sterk fyrstu árin. Þegar unginn er orðinn 5 ára fer móðirin að verða honum afhuga og fer hún þá yfirleitt að eyða tíma sínum meira með öðrum fullorðnum dýrum. Þegar lendar kvendýrsins verða bleikar og þrútnar er komið að því að hún geti eignast fleiri afkvæmi. Kvendýr verða kynþroska 13 til 15 ára en simpansar geta náð 50 ára aldri.

Óhætt er að fullyrða að simpansar eru sú dýrategund sem mestar atferlisrannsóknir hafa verið gerðar á, að manninum undanskildum. Rannsóknir hafa sýnt að simpansar eru búnir mun meiri lærdómsgáfu en nokkur önnur dýrategund og er að öllum líkindum næstgreindasta dýrategundin á eftir manninum. Simpönsum hefur verið kennt táknmál og þeir geta sýnt ótal svipbrigði sem lýsir tilfinningaástandi þeirra.

Flest af því sem vitað er um samfélög simpansa er komið úr rannsóknum bresku vísindakonunnar dr. Jane Goddall. Hún stundaði rannsóknir á vistfræði þessara nánustu ættingja okkar í áratugi í Gombe þjóðgarðinum í Tansaníu. Ein af merkari uppgötvunum hennar varð þegar hún sá hóp simpansa króa rauðan colobus-apa af og rífa hann í sig. Áður en dr. Godall sá þetta höfðu fræðimenn talið að simpansar ætu aðeins afurðir úr jurtaríkinu.

Skógarhögg og veiðiþjófar hafa höggvið stór skörð í raðir simpansa svo þeim hefur fækkað frá því að vera um tvær milljónir fyrir hundrað árum í um 150 þúsund árið 2000. Þá hefur pólitískur órói í mörgum Mið-Afríkuríkjum gert allt verndunarstarf erfitt og beinlínis hættulegt fyrir þá hópa sem hafa starfað á þessum vettvangi.

Myndirnar af útbreiðslusvæði simpansa í Afríku og simpansanum með ungann á bakinu eru fengnar á vefsetrinu brainmuseum.org

Myndin af unga simpansanum af deilitegundinni Pan troglodytes troglodytes er frá vefsetrinu primates.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.5.2002

Spyrjandi

Þóra Guðfinnsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um simpansa?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2002, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2358.

Jón Már Halldórsson. (2002, 6. maí). Hvað getið þið sagt mér um simpansa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2358

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um simpansa?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2002. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2358>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um simpansa?
Simpansar (Pan troglodytes) eru ein af fjórum tegundum svokallaðra stórapa (Pongidea). Simpansar lifa í regnskógum og savanna-skóglendi Afríku allt frá Gambíu austur til Viktoríuvatns og norðvesturhéraða Tansaníu. Þeir eru ein tegund en hún greinist í þrjár deilitegundir, sem eru: Pan troglodytes troglodytes (e. common chimpanzee), Pan troglodytes verus (e. masked chimpanzee) og Pan troglodytes schweinfurthii (e. long haired chimpanzee).

Mjög mikill munur er á stærð simpansa bæði með tilliti til kynja og deilitegunda. Fullorðinn simpansi er 1 til 1,7 metrar á hæð og vegur 35 til 60 kg. Karldýrin eru nokkuð stærri og vöðvameiri en kvendýrin. Brún og svört hár þekja mestan hluta líkama þeirra en andlit, lófar og afturendi eru hárlaus. Ungu dýrin eru bleik á hörund en fullorðin dýr svört.

Simpansar eyða mestum tíma sínum í trjám enda eru þeir einstaklega fimir. Líkamsbygging þeirra hentar vel til trjálífs enda eru handleggir simpansa afar sterkir og langir. Simpansar geta vel gengið uppréttir en gera það afar sjaldan og þegar þeir eru á ferðalögum á jörðu niðri nota þeir oftast alla fjóra fæturna. Helsta fæða simpansa eru ávextir, ber, lauf og fræ, en ef tækifæri gefst éta þeir skordýr, og þá aðallega termíta. Stundum gerast þeir þó kjötætur og ráðast á unga bavíana eða skógarsvín. Eins og þessi upptalning ber með sér líkist fæðuval simpansa mjög fæðuvali okkar mannana enda eru simpansar þau dýr sem eru skyldust okkur því að við eigum sameiginlegan forföður sem var uppi fyrir rúmlega 10 milljónum árum.

Simpansar eru sæmilega vel gefnir og geta notað ýmsa hluti úr umhverfinu sem verkfæri. Þekkt er til dæmis að simpansar nota prik eða lurka til þess að ná termítum út úr termítahraukum.

Simpansar lifa í hópum sem eru misstórir. Hóparnir eða samfélögin geta verið allt frá 18 og upp í 80 dýr. Hóparnir geta þó skipst í nokkra óstöðuga undirhópa. Samskiptin milli ólíkra hópa eru yfirleitt ekki á vinsamlegum nótum og oft kemur til átaka milli þeirra. Þá nota simpansarnir ýmis barefli svipuð þeim sem fræðimenn telja að maðurinn hafi beitt fyrir milljónum ára við svipaðar kringumstæður.

Kvendýrin fæða langoftast eitt afkvæmi í einu líkt og maðurinn. Fæðingin getur átt sér stað á hvaða tíma árs sem er en meðgangan er kringum 230 dagar. Nýfæddur simpansi er oftast kringum 1,8 kg að þyngd og er algjörlega hjálparvana. Tengsl móður og unga eru afar sterk fyrstu árin. Þegar unginn er orðinn 5 ára fer móðirin að verða honum afhuga og fer hún þá yfirleitt að eyða tíma sínum meira með öðrum fullorðnum dýrum. Þegar lendar kvendýrsins verða bleikar og þrútnar er komið að því að hún geti eignast fleiri afkvæmi. Kvendýr verða kynþroska 13 til 15 ára en simpansar geta náð 50 ára aldri.

Óhætt er að fullyrða að simpansar eru sú dýrategund sem mestar atferlisrannsóknir hafa verið gerðar á, að manninum undanskildum. Rannsóknir hafa sýnt að simpansar eru búnir mun meiri lærdómsgáfu en nokkur önnur dýrategund og er að öllum líkindum næstgreindasta dýrategundin á eftir manninum. Simpönsum hefur verið kennt táknmál og þeir geta sýnt ótal svipbrigði sem lýsir tilfinningaástandi þeirra.

Flest af því sem vitað er um samfélög simpansa er komið úr rannsóknum bresku vísindakonunnar dr. Jane Goddall. Hún stundaði rannsóknir á vistfræði þessara nánustu ættingja okkar í áratugi í Gombe þjóðgarðinum í Tansaníu. Ein af merkari uppgötvunum hennar varð þegar hún sá hóp simpansa króa rauðan colobus-apa af og rífa hann í sig. Áður en dr. Godall sá þetta höfðu fræðimenn talið að simpansar ætu aðeins afurðir úr jurtaríkinu.

Skógarhögg og veiðiþjófar hafa höggvið stór skörð í raðir simpansa svo þeim hefur fækkað frá því að vera um tvær milljónir fyrir hundrað árum í um 150 þúsund árið 2000. Þá hefur pólitískur órói í mörgum Mið-Afríkuríkjum gert allt verndunarstarf erfitt og beinlínis hættulegt fyrir þá hópa sem hafa starfað á þessum vettvangi.

Myndirnar af útbreiðslusvæði simpansa í Afríku og simpansanum með ungann á bakinu eru fengnar á vefsetrinu brainmuseum.org

Myndin af unga simpansanum af deilitegundinni Pan troglodytes troglodytes er frá vefsetrinu primates.com...