Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa apar kímnigáfu?

Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að ganga.

Í hvert sinn sem Flint reyndi að ná í endann á greininni kippti Figan í hana. Þetta hélt áfram þar til sá litli öskraði af reiði. Fifi, systir þeirra, gerði það sama við mig. Hún sat á grein uppi í tré og veifaði grein fyrir ofan mig en þegar ég reyndi að grípa í greinina, kippti hún henni í burtu.

Jane Goodall réttir simpansa trjágrein. © the Jane Goodall Institute.

Skýrasta dæmið um kímnigáfu apa kemur frá górillunni Kókó sem kann táknmál. Ung kona var að kanna getu hennar í að nefna liti á meðan verið var útbúa matinn hennar. Kókó gaf réttu merkin fyrir marga liti en gaf merki fyrir „rautt“ þegar henni var sýndur hvítur klútur. Hún endurtók þetta svar þar til að unga konan varð pirruð og kom því til skila með táknum að ef Kókó svaraði ekki rétt mundi hún ekki fá eplasafa með kvöldmatnum. Kókó tók þá örsmátt rautt kusk af hvíta klútnum og táknaði „rautt, rautt, rautt“ á meðan hún másaði og skrækti eins og górillur gera þegar þær hlæja.

Górillan Kókó (f. 1971) ásamt bandaríska leikaranum Robin Williams (1951-2014).

Myndir:

Upprunaleg spurning Elínar var
Hafa dýr húmor?

Bryndís Marteinsdóttir þýddi upprunalegt svar Jane Goodall.

Útgáfudagur

14.6.2016

Spyrjandi

Elín Ingimundardóttir, ritstjórn

Höfundur

Jane Goodall

atferlisfræðingur, fremdardýrafræðingur og friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna

Tilvísun

Jane Goodall. „Hafa apar kímnigáfu?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2016. Sótt 24. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=72327.

Jane Goodall. (2016, 14. júní). Hafa apar kímnigáfu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72327

Jane Goodall. „Hafa apar kímnigáfu?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2016. Vefsíða. 24. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72327>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Karl G. Kristinsson

1953

Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka af flokki A og erfðafræði þeirra.