Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Af hverju er talað um að menn séu apar?

JGÞ

Það er ekki alveg ljóst við hvað spyrjandi á við. Stundum segjum við að einhver sé algjör api eða algjör asni og þá meinum við það ekki bókstaflega heldur eignum við viðkomandi eiginleika sem við teljum að tilheyri þessum dýrategundum.

Svo gæti verið að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort menn og mannapar, eins og til dæmis simpansar, séu í raun svo líkir að um eina tegund sé að ræða. Við því er til einfalt svar, menn og simpansar eru tvær ólíkar tegundir en samkvæmt skilningi líffræðinnar er tegund hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi.Þú og þessir apar eigið ykkur sameiginlegan forföður, en menn eru ekki komnir af öpum.

Einnig gæti verið að spyrjandi sé að pæla í þróunarkenningu Darwins. Samkvæmt henni eiga menn og apar sér sameiginlega forfeður enda er allt líf á jörðinni komið af einni rót. Mennirnir eru hins vegar ekki komnir af öpum eins og stundum heyrist sagt.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um þróun mannsins, þróunarkenninguna, Darwin og fleira sem minnst er á í þessu svari. Til frekari fróðleiks má til dæmis benda lesendum á svör við eftirfarandi spurningum:

Mynd: ABC News. Sótt 15. 8. 2008.

Höfundur

Útgáfudagur

3.9.2008

Spyrjandi

Jón Gunnar

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju er talað um að menn séu apar?“ Vísindavefurinn, 3. september 2008. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48637.

JGÞ. (2008, 3. september). Af hverju er talað um að menn séu apar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48637

JGÞ. „Af hverju er talað um að menn séu apar?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2008. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48637>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er talað um að menn séu apar?
Það er ekki alveg ljóst við hvað spyrjandi á við. Stundum segjum við að einhver sé algjör api eða algjör asni og þá meinum við það ekki bókstaflega heldur eignum við viðkomandi eiginleika sem við teljum að tilheyri þessum dýrategundum.

Svo gæti verið að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort menn og mannapar, eins og til dæmis simpansar, séu í raun svo líkir að um eina tegund sé að ræða. Við því er til einfalt svar, menn og simpansar eru tvær ólíkar tegundir en samkvæmt skilningi líffræðinnar er tegund hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi.Þú og þessir apar eigið ykkur sameiginlegan forföður, en menn eru ekki komnir af öpum.

Einnig gæti verið að spyrjandi sé að pæla í þróunarkenningu Darwins. Samkvæmt henni eiga menn og apar sér sameiginlega forfeður enda er allt líf á jörðinni komið af einni rót. Mennirnir eru hins vegar ekki komnir af öpum eins og stundum heyrist sagt.

Á Vísindavefnum eru mörg svör sem fjalla um þróun mannsins, þróunarkenninguna, Darwin og fleira sem minnst er á í þessu svari. Til frekari fróðleiks má til dæmis benda lesendum á svör við eftirfarandi spurningum:

Mynd: ABC News. Sótt 15. 8. 2008....