Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Apar eins og við þekkjum þá í dag urðu til með þróun sem staðið hefur yfir í mjög langan tíma.

Talið er að fyrstu prímatarnir hafi komið fram á sjónarsviðið á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög litlir og hegðuðu sér líkt og nagdýr.

Hugsanlega litu fyrstu aparnir einhvern veginn svona út.

Fornlíffræðingar hafa greint einn meginmun á þeim og hefðbundnum nagdýrum. Hann er sá að þeir höfðu framfótapar sem þeir notuðu til að þess að klifra og grípa utan um hluti en slíkt hafa nagdýr ekki, alla vega ekki eins vel þróað og frumstæðir prímatar. Þessi hæfileiki átti síðan eftir að þróast betur og ná “fullkomnun” hjá mannöpum svo sem mönnum (Homo sapiens), simpönsum (Pan troglodytes) og bonobo-öpum (Pan paniscus) sem eru náskyldir simpönsum. Með tímanum komu svo fram sannir prímatar sem við þekkjum í dag.

Þessi aðlögun að trjálífinu hefur tekið milljónir ára og breytingarnar í þá átt verið hægar. Kosturinn við fullkomna aðlögun að lífi í trjám var augljós, vörn gegn rándýrum og gnægtaborð matar í háum trjám regnskóganna (þar sem prímatar eru taldir hafa komið fram).

Nánar er fjallað um þetta efni í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa? Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör um apa, til dæmis:

Mynd: Ardastra Gardens, Zoo & Convervation Center. Sótt 17. nóvember 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.11.2008

Síðast uppfært

20.6.2018

Spyrjandi

Hervar Hlíðdal Þorvaldsson

Tilvísun

JMH. „Hvernig urðu apar til?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2008, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50142.

JMH. (2008, 17. nóvember). Hvernig urðu apar til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50142

JMH. „Hvernig urðu apar til?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2008. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50142>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu apar til?
Apar eins og við þekkjum þá í dag urðu til með þróun sem staðið hefur yfir í mjög langan tíma.

Talið er að fyrstu prímatarnir hafi komið fram á sjónarsviðið á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög litlir og hegðuðu sér líkt og nagdýr.

Hugsanlega litu fyrstu aparnir einhvern veginn svona út.

Fornlíffræðingar hafa greint einn meginmun á þeim og hefðbundnum nagdýrum. Hann er sá að þeir höfðu framfótapar sem þeir notuðu til að þess að klifra og grípa utan um hluti en slíkt hafa nagdýr ekki, alla vega ekki eins vel þróað og frumstæðir prímatar. Þessi hæfileiki átti síðan eftir að þróast betur og ná “fullkomnun” hjá mannöpum svo sem mönnum (Homo sapiens), simpönsum (Pan troglodytes) og bonobo-öpum (Pan paniscus) sem eru náskyldir simpönsum. Með tímanum komu svo fram sannir prímatar sem við þekkjum í dag.

Þessi aðlögun að trjálífinu hefur tekið milljónir ára og breytingarnar í þá átt verið hægar. Kosturinn við fullkomna aðlögun að lífi í trjám var augljós, vörn gegn rándýrum og gnægtaborð matar í háum trjám regnskóganna (þar sem prímatar eru taldir hafa komið fram).

Nánar er fjallað um þetta efni í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa? Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör um apa, til dæmis:

Mynd: Ardastra Gardens, Zoo & Convervation Center. Sótt 17. nóvember 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....