Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til apar í Evrópu?

Jón Már Halldórsson

Ef spyrjandi á við villta apa þá er svarið já. Lítill staðbundinn stofn svokallaðra serkjaapa eða gíbraltarapa (Macaca sylvana) lifir á Gíbraltarkletti, syðst á Íberíuskaga.

Serkjaapar eru af ætt makakíapa sem telur um 20 tegundir og lifa þær allar í Asíu að þessari einu tegund undanskilinni. Fyrir utan Gíbraltar finnast serkjaapar í Alsír og Marokkó í Norður-Afríku þar sem þeir lifa í allt að 2.000 metra hæð í sedrus-skógum í hlíðum Atlasfjalla. Nú er talið að heildarstofnstærðin í Norður-Afríku sé um 2.000 dýr. Tegundin telst því vera í talsverðri útrýmingarhættu, sérstaklega þar sem stundað er umfangsmikið skógarhögg í heimkynnum hennar.



Serkjaapar á Gíbraltar eru einu villtu aparnir í Evrópu.

Stofn serkjaapa á Gíbraltar telur aðeins rúmlega 200 dýr. Aparnir lifa í einhvers konar fjölskylduhópum líkt og aðrir makakíapar og eru hóparnir 6 talsins með 25-70 dýrum hver. Serkjaapar eru meðal stærstu tegunda ættkvíslar sinnar, geta orðið allt að 75 cm á lengd og vega allt að 15 kg. Karldýrið er mun stærra en kvendýrið.

Ekki er alveg ljóst hver uppruni serkjaapanna á Gíbraltar er. Sumir vísindamenn telja að aparnir hafi fyrst borist til Íberíuskagans með Márum og hafi verið notaðir sem gæludýr. Aðrir telja hins vegar að aparnir séu síðustu leifar stofns sem var útbreiddur í suðurhluta Evrópu fyrir rúmum 5 milljón árum.

Serkjaaparnir eru nátengdir ímynd Gíbraltar og eitt það helsta sem ferðamenn vilja sjá þar. Aparnir hafa lengi verið undir verndarvæng breska hersins, en Gíbraltar er bresk nýlenda. Til er þjóðsaga þess efnis að þegar síðasti apinn deyr munu breskum yfirráðum yfir Gíbraltarkletti ljúka. Sagt er að Winston Churchill hafi tekið þessa þjóðsögu mjög bókstaflega í seinni heimsstyrjöldinni, enda lét hann þá flytja yfir Gíbraltarsund fleiri apa til að styrkja staðbundna stofninn á klettinum þegar fækkað hafði mikið í honum og tvísýnt var um framtíð gíbraltarapanna.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um apa, til dæmis:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.8.2008

Spyrjandi

Hörður Gabríel Flosason, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til apar í Evrópu?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2008, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48540.

Jón Már Halldórsson. (2008, 25. ágúst). Eru til apar í Evrópu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48540

Jón Már Halldórsson. „Eru til apar í Evrópu?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2008. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48540>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til apar í Evrópu?
Ef spyrjandi á við villta apa þá er svarið já. Lítill staðbundinn stofn svokallaðra serkjaapa eða gíbraltarapa (Macaca sylvana) lifir á Gíbraltarkletti, syðst á Íberíuskaga.

Serkjaapar eru af ætt makakíapa sem telur um 20 tegundir og lifa þær allar í Asíu að þessari einu tegund undanskilinni. Fyrir utan Gíbraltar finnast serkjaapar í Alsír og Marokkó í Norður-Afríku þar sem þeir lifa í allt að 2.000 metra hæð í sedrus-skógum í hlíðum Atlasfjalla. Nú er talið að heildarstofnstærðin í Norður-Afríku sé um 2.000 dýr. Tegundin telst því vera í talsverðri útrýmingarhættu, sérstaklega þar sem stundað er umfangsmikið skógarhögg í heimkynnum hennar.



Serkjaapar á Gíbraltar eru einu villtu aparnir í Evrópu.

Stofn serkjaapa á Gíbraltar telur aðeins rúmlega 200 dýr. Aparnir lifa í einhvers konar fjölskylduhópum líkt og aðrir makakíapar og eru hóparnir 6 talsins með 25-70 dýrum hver. Serkjaapar eru meðal stærstu tegunda ættkvíslar sinnar, geta orðið allt að 75 cm á lengd og vega allt að 15 kg. Karldýrið er mun stærra en kvendýrið.

Ekki er alveg ljóst hver uppruni serkjaapanna á Gíbraltar er. Sumir vísindamenn telja að aparnir hafi fyrst borist til Íberíuskagans með Márum og hafi verið notaðir sem gæludýr. Aðrir telja hins vegar að aparnir séu síðustu leifar stofns sem var útbreiddur í suðurhluta Evrópu fyrir rúmum 5 milljón árum.

Serkjaaparnir eru nátengdir ímynd Gíbraltar og eitt það helsta sem ferðamenn vilja sjá þar. Aparnir hafa lengi verið undir verndarvæng breska hersins, en Gíbraltar er bresk nýlenda. Til er þjóðsaga þess efnis að þegar síðasti apinn deyr munu breskum yfirráðum yfir Gíbraltarkletti ljúka. Sagt er að Winston Churchill hafi tekið þessa þjóðsögu mjög bókstaflega í seinni heimsstyrjöldinni, enda lét hann þá flytja yfir Gíbraltarsund fleiri apa til að styrkja staðbundna stofninn á klettinum þegar fækkað hafði mikið í honum og tvísýnt var um framtíð gíbraltarapanna.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um apa, til dæmis:

Heimildir og mynd:

...