Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust?

MBS

Til eru rúmlega 200 tegundir núlifandi apa eða apakatta (e. monkey). Til þess hóps teljast allir prímatar sem hafa rófu fyrir utan lemúra (e. lemurs), vofuapa (e. tarsier) og refapa (e. loris). Um 103 tegundir teljast til svokallaðra gamla heims apa, það er apa sem finnast frá Afríku til Asíu. Nýja heims apar eru hins vegar apar sem finnast einkum í Mið- og Suður-Ameríku og telja þeir um 94 tegundir.

Rófulausir prímatar skiptast í tvær ættir, mannapa (Hominidae) og gibbona (Hylobatidae). Þeir greinast einkum frá öðrum öpum á því að þeir eru eins og áður sagði rófulausir, hafa botnlanga og eru jafnframt með töluvert flóknari heilastarfsemi. Til mannapa teljast simpansar, órangútanar, górillur, bónóbóar og menn. Þessi hópur apa telur töluvert færri tegundir en apakettir, en fyrir utan manninn eru aðeins þekktar um 18 tegundir rófulausra prímata.

Erfitt reyndist að finna nákvæmar stofnstærðar tölur fyrir einstaka tegundir apa. Ljóst er þó að mikill ágangur hefur verið á heimkynni þeirra og búsvæði sem hefur leitt til þess að fjölmargar tegundir apa teljast vera hætt staddar. Að minnsta kosti 14 tegundir apakatta teljast vera í mikilli hættu (e. critically endangered) samkvæmt válista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (International Union for Conservation of Nature).

Að sama skapi teljast allar tegundir rófulausra prímata vera í hættu nema maðurinn (Homo sapiens sapiens). Fjórar tegundir teljast svo jafnframt vera í mikilli hættu (e. critically endangered) og má þar kannski helst nefna láglendis górilluna (Gorilla gorilla) sem á síðustu 60 árum hefur fækkað um ríflega 80%. Mögulegt brotthvarf þessara tegunda hefur mikla þýðingu fyrir lífræðilega fjölbreytni jarðarinnar og ætti jafnframt að hafa aukna þýðingu fyrir manninn sökum náins skyldleika okkar við þessar tegundir. Aukinn skilningur á vitsmunum og hegðun hjá þessum tegundum getur verið okkur afar mikilvægur og vekur jafnframt upp siðferðislegar spurningar um hvernig við getum umgengist þessar tegundir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Sara Líf Magnúsdóttir

Tilvísun

MBS. „Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7282.

MBS. (2008, 1. apríl). Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7282

MBS. „Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7282>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust?
Til eru rúmlega 200 tegundir núlifandi apa eða apakatta (e. monkey). Til þess hóps teljast allir prímatar sem hafa rófu fyrir utan lemúra (e. lemurs), vofuapa (e. tarsier) og refapa (e. loris). Um 103 tegundir teljast til svokallaðra gamla heims apa, það er apa sem finnast frá Afríku til Asíu. Nýja heims apar eru hins vegar apar sem finnast einkum í Mið- og Suður-Ameríku og telja þeir um 94 tegundir.

Rófulausir prímatar skiptast í tvær ættir, mannapa (Hominidae) og gibbona (Hylobatidae). Þeir greinast einkum frá öðrum öpum á því að þeir eru eins og áður sagði rófulausir, hafa botnlanga og eru jafnframt með töluvert flóknari heilastarfsemi. Til mannapa teljast simpansar, órangútanar, górillur, bónóbóar og menn. Þessi hópur apa telur töluvert færri tegundir en apakettir, en fyrir utan manninn eru aðeins þekktar um 18 tegundir rófulausra prímata.

Erfitt reyndist að finna nákvæmar stofnstærðar tölur fyrir einstaka tegundir apa. Ljóst er þó að mikill ágangur hefur verið á heimkynni þeirra og búsvæði sem hefur leitt til þess að fjölmargar tegundir apa teljast vera hætt staddar. Að minnsta kosti 14 tegundir apakatta teljast vera í mikilli hættu (e. critically endangered) samkvæmt válista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (International Union for Conservation of Nature).

Að sama skapi teljast allar tegundir rófulausra prímata vera í hættu nema maðurinn (Homo sapiens sapiens). Fjórar tegundir teljast svo jafnframt vera í mikilli hættu (e. critically endangered) og má þar kannski helst nefna láglendis górilluna (Gorilla gorilla) sem á síðustu 60 árum hefur fækkað um ríflega 80%. Mögulegt brotthvarf þessara tegunda hefur mikla þýðingu fyrir lífræðilega fjölbreytni jarðarinnar og ætti jafnframt að hafa aukna þýðingu fyrir manninn sökum náins skyldleika okkar við þessar tegundir. Aukinn skilningur á vitsmunum og hegðun hjá þessum tegundum getur verið okkur afar mikilvægur og vekur jafnframt upp siðferðislegar spurningar um hvernig við getum umgengist þessar tegundir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....