Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna?

Guðmundur Eggertsson

Sá munur sem er á erfðaefni manna og apa, til dæmis simpansa, hefur enn ekki verið skilgreindur, en þær athuganir sem hafa verið gerðar benda til þess að flest gen manns og simpansa séu nauðalík. Engum dylst þó að mikill munur er á tegundunum bæði hvað varðar útlitseinkenni og vitsmuni. Það hlýtur því að vera munur sem máli skiptir á erfðaefni þeirra. Hversu mikill hann er kemur væntanlega í ljós þegar búið er að raðgreina og skilgreina erfðaefni beggja tegundanna og bera rækilega saman. Senn verður lokið við raðgreiningu á erfðamengi mannsins og ekki er ólíklegt að fljótlega verði hafist handa við raðgreina erfðamengi nánustu ættingja okkar í dýraríkinu.

Það gæti síðan tekið langan tíma að skilgreina nákvæmlega þá erfðaþætti sem helst skilja að mann og apa. Vel getur verið að munurinn felist að verulegu leyti í ólíkri stjórnun á starfsemi sömu gena, til dæmis gena sem stjórna þroskun taugakerfisins. Hugsanlegt er að smávægilegur munur á stjórnprótínum geti haft áhrif á starfsemi margra gena. Enn fremur verðum við að hafa í huga að starfstengsl gena í frumum og vefjum eru margslungin og verða seint skilgreind til hlítar. Ekki er nóg að þekkja raðir erfðaefnisins til þess að geta áttað sig á þeim. Starfrænar rannsóknir þurfa að koma til.

Það kann því að reynast erfitt að skýra og skilgreina til fulls hvaða erfðaþættir það eru sem skilja að mann og apa. Enn erfiðara yrði að breyta öpum í einhvers konar menn með genaflutningi úr mönnum enda ólíklegt að nokkur maður eða api hefði áhuga á slíkum tilraunum (sjá svar við spurningunni Hvernig eru gen flutt milli lífvera, óháð skyldleika þeirra, samanber erfðabreytt matvæli?.

Sjá einnig svar sama höfundar við Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangútan ekki 97% maður?

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

17.3.2000

Spyrjandi

Sigmar Daði, fæddur 1987

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2000, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=248.

Guðmundur Eggertsson. (2000, 17. mars). Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=248

Guðmundur Eggertsson. „Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2000. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=248>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna?
Sá munur sem er á erfðaefni manna og apa, til dæmis simpansa, hefur enn ekki verið skilgreindur, en þær athuganir sem hafa verið gerðar benda til þess að flest gen manns og simpansa séu nauðalík. Engum dylst þó að mikill munur er á tegundunum bæði hvað varðar útlitseinkenni og vitsmuni. Það hlýtur því að vera munur sem máli skiptir á erfðaefni þeirra. Hversu mikill hann er kemur væntanlega í ljós þegar búið er að raðgreina og skilgreina erfðaefni beggja tegundanna og bera rækilega saman. Senn verður lokið við raðgreiningu á erfðamengi mannsins og ekki er ólíklegt að fljótlega verði hafist handa við raðgreina erfðamengi nánustu ættingja okkar í dýraríkinu.

Það gæti síðan tekið langan tíma að skilgreina nákvæmlega þá erfðaþætti sem helst skilja að mann og apa. Vel getur verið að munurinn felist að verulegu leyti í ólíkri stjórnun á starfsemi sömu gena, til dæmis gena sem stjórna þroskun taugakerfisins. Hugsanlegt er að smávægilegur munur á stjórnprótínum geti haft áhrif á starfsemi margra gena. Enn fremur verðum við að hafa í huga að starfstengsl gena í frumum og vefjum eru margslungin og verða seint skilgreind til hlítar. Ekki er nóg að þekkja raðir erfðaefnisins til þess að geta áttað sig á þeim. Starfrænar rannsóknir þurfa að koma til.

Það kann því að reynast erfitt að skýra og skilgreina til fulls hvaða erfðaþættir það eru sem skilja að mann og apa. Enn erfiðara yrði að breyta öpum í einhvers konar menn með genaflutningi úr mönnum enda ólíklegt að nokkur maður eða api hefði áhuga á slíkum tilraunum (sjá svar við spurningunni Hvernig eru gen flutt milli lífvera, óháð skyldleika þeirra, samanber erfðabreytt matvæli?.

Sjá einnig svar sama höfundar við Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangútan ekki 97% maður?...