Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 277 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Eru eineggja tvíburar með nákvæmlega eins erfðaefni?

Eineggja tvíburar eru komnir af einni og sömu okfrumunni og hafa nákvæmlega eins erfðaefni ef undan eru skildar stökkbreytingar sem kunna að hafa orðið í líkamsfrumum þeirra. Þeir eru samt aldrei alveg eins, sem sýnir og sannar að genin ein ráða ekki öllu um þroskun einstaklingsins. Eins mundi fara ef menn yrðu ei...

category-iconLífvísindi: almennt

Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?

Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju stökkbreytist erfðaefni í náttúrunni eftir geislavirkni?

Með geislavirkni er oftast átt við jónandi geislun sem kemur frá geislavirkum efnum. Jónandi geislun getur verið rafsegulgeislun (eins og gammageislun og röntgengeislun) eða agnageislun. Agnageislun veldur yfirleitt meiri usla þar sem hún fer um vegna þess að þar er massi á ferðinni, sem að auki hefur hleðslu. Alf...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eru veirur nýttar til að flytja erfðaefni inn í frumur?

Algengt er að nota víxlveirur (e. retrovirus) af flokki lentiveira til þess að ferja gen í frumur. Það þarf þó að vanda vel til verka til að veiran virki einungis sem genaferja en geti ekki fjölgað sér og sýkt frumur sem henni er ekki ætlað að sýkja. Þetta er gert á þann veg að frumur í rækt eru notaðar sem pökkun...

category-iconLífvísindi: almennt

Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?

Það eru víst um 65 milljónir ára síðan risaeðlurnar urðu útdauðar. Steingerð bein þeirra hafa varðveist en lítið sem ekkert annað. DNA sameindir erfðaefnisins eru óstöðugar og jafnvel í lifandi frumum eru þær stöðugt að verða fyrir smáskemmdum. Þær mundu ekki endast lengi ef frumurnar réðu ekki yfir aðferðum til a...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að einrækta útdauð dýr?

Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?

Vísindamenn telja að það geti verið mögulegt að einrækta útdauð dýr. Vitað er að það eru tilraunir í gangi með slíkt, til dæmis telja japanskir vísindamenn að þeir geti einræktað loðfíl innan nokkurra ár. Hins vegar er einræktun mjög flókin, jafnvel þó ekki sé um útdauðar tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að þeg...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?

Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...

category-iconLæknisfræði

Hafa drepsóttir haft áhrif á erfðaefni og þróun mannsins?

Faraldrar eru ein alvarlegasta áskorun sem lífverur standa frammi fyrir. Í sögu mannkyns eru þekktir nokkrir sérstaklega skæðir heimsfaraldrar, eins og spánska veikin, svartidauði og HIV, sem leiddu til dauða milljóna einstaklinga. Í ljósi þeirrar staðreyndar að breytingar á tíðni gerða[1] yfir kynslóðir leiða til...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er veira?

Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna?

Sá munur sem er á erfðaefni manna og apa, til dæmis simpansa, hefur enn ekki verið skilgreindur, en þær athuganir sem hafa verið gerðar benda til þess að flest gen manns og simpansa séu nauðalík. Engum dylst þó að mikill munur er á tegundunum bæði hvað varðar útlitseinkenni og vitsmuni. Það hlýtur því að vera munu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er splæst gen?

Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar er...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?

Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að eignast eineggja þríbura eða meira?

Já, það hafa fæðst eineggja þríburar og jafnvel eineggja fjórburar og fimmburar, en slíkt er afar sjaldgæft. Þríburar geta ýmist verið eineggja, tvíeggja eða þríeggja. Þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt verða til eineggja tvíburar en ef önnur dótturfruman klofnar svo aftur í tvennt verða til eineggja þríburar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma?

Rannsóknir hafa verið í gangi og tilraunir gerðar með að nota veirur, þar á meðal HIV-veiruna, sem 'genaferjur' -- það er láta þær smita gallaðar frumur með erfðaefni sem bætir þær. Vænta má verulegs læknisfræðilegs árangurs af þessum rannsóknum fyrr eða síðar, en langt er í land að aðferðum sem þessum verði almen...

Fleiri niðurstöður