Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?

Guðmundur Eggertsson

Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfðafræði og þróunarsögu að tilfærsla verði á erfðaefni með þeim afleiðingum að litningum fækki eða fjölgi án þess að gen týnist eða þeim fjölgi. Afar ólíklegt er að nein bein tengsl séu á milli fjölda litninga hjá ólíkum hryggdýrategundum og sérstakra eiginleika eins og til dæmis greindar. Enn vitum við reyndar ósköp lítið um stjórnun gena á greind dýra og manna. Það er viðfangsefni sem bíður vísindamanna 21. aldarinnar.

Sjá einnig eftirfarandi svör um hunda:

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

18.3.2000

Spyrjandi

Bára Sigfúsdóttir, fædd 1984

Efnisorð

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2000. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=251.

Guðmundur Eggertsson. (2000, 18. mars). Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=251

Guðmundur Eggertsson. „Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2000. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=251>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?
Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfðafræði og þróunarsögu að tilfærsla verði á erfðaefni með þeim afleiðingum að litningum fækki eða fjölgi án þess að gen týnist eða þeim fjölgi. Afar ólíklegt er að nein bein tengsl séu á milli fjölda litninga hjá ólíkum hryggdýrategundum og sérstakra eiginleika eins og til dæmis greindar. Enn vitum við reyndar ósköp lítið um stjórnun gena á greind dýra og manna. Það er viðfangsefni sem bíður vísindamanna 21. aldarinnar.

Sjá einnig eftirfarandi svör um hunda:...