Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum?

Jón Már Halldórsson

"Pish for thee, Iceland Dog! thou prick-eared cur of Iceland!"

("Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!")

(úr leikritinu Hinrik V. eftir William Shakespeare)

Íslenski fjárhundurinn nýtur mikillar sérstöðu í heimi hundaræktenda enda hefur þetta afbrigði verið einangrað frá öðrum afbrigðum hunda í rúm 1.100 ár. Eins og fram kemur hér á undan minnist hið mikla leikritaskáld Breta, William Shakespeare, á íslenska fjárhundinn í hinu klassíska verki sínu um Bretakonunginn Hinrik fimmta. Shakespeare þekkti sæmilega til íslenska fjárhundsins vegna þess að á 15. öld var hann mjög í tísku meðal breskra hefðarkvenna.

Íslenski fjárhundurinn er ekki dýrategund heldur eitt afbrigði tegundarinnar hundur, en latneska heitið á henni er Canis familiaris.

Hin síðari ár hefur áhugafólk um íslenska hundinn haft vaxandi áhyggjur af því að þessi einkennishundur okkar Íslendinga sé að deyja út. Hér á landi eru nú aðeins nokkur hundruð hreinræktaðra einstaklinga. Sem betur fer eru til hópar í Evrópu sem hafa ræktað hann samviskusamlega og er þar mikilvægur genabanki.

Íslenski fjárhundurinn er ekki dýrategund heldur eitt afbrigði tegundarinnar hundur, en latneska heitið á henni er Canis familiaris. Eitt einkenni tegundar er það að einstaklingar af einni tegund geta ekki átt frjó afkvæmi með einstaklingum af annarri tegund. Íslenski hundurinn getur einmitt átt slík afkvæmi með hundum af öðrum afbrigðum eins og nefnt var hér á undan, og þess vegna er hann ekki tegund heldur afbrigði. Hið sama á til dæmis við um íslenska hestinn.

Sjá einnig eftirfarandi svör um hunda:

Mynd:

Texti Shakespeares:

Shakespeare, William, [1623] 1982. Leikrit I: Hinrik V. Íslensk þýðing eftir Helga Hálfdanarson. Reykjavík: Almenna Bókafélagið.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.2.2001

Síðast uppfært

16.7.2018

Spyrjandi

Hjörtur Einarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2001, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1359.

Jón Már Halldórsson. (2001, 27. febrúar). Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1359

Jón Már Halldórsson. „Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2001. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1359>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum?
"Pish for thee, Iceland Dog! thou prick-eared cur of Iceland!"

("Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!")

(úr leikritinu Hinrik V. eftir William Shakespeare)

Íslenski fjárhundurinn nýtur mikillar sérstöðu í heimi hundaræktenda enda hefur þetta afbrigði verið einangrað frá öðrum afbrigðum hunda í rúm 1.100 ár. Eins og fram kemur hér á undan minnist hið mikla leikritaskáld Breta, William Shakespeare, á íslenska fjárhundinn í hinu klassíska verki sínu um Bretakonunginn Hinrik fimmta. Shakespeare þekkti sæmilega til íslenska fjárhundsins vegna þess að á 15. öld var hann mjög í tísku meðal breskra hefðarkvenna.

Íslenski fjárhundurinn er ekki dýrategund heldur eitt afbrigði tegundarinnar hundur, en latneska heitið á henni er Canis familiaris.

Hin síðari ár hefur áhugafólk um íslenska hundinn haft vaxandi áhyggjur af því að þessi einkennishundur okkar Íslendinga sé að deyja út. Hér á landi eru nú aðeins nokkur hundruð hreinræktaðra einstaklinga. Sem betur fer eru til hópar í Evrópu sem hafa ræktað hann samviskusamlega og er þar mikilvægur genabanki.

Íslenski fjárhundurinn er ekki dýrategund heldur eitt afbrigði tegundarinnar hundur, en latneska heitið á henni er Canis familiaris. Eitt einkenni tegundar er það að einstaklingar af einni tegund geta ekki átt frjó afkvæmi með einstaklingum af annarri tegund. Íslenski hundurinn getur einmitt átt slík afkvæmi með hundum af öðrum afbrigðum eins og nefnt var hér á undan, og þess vegna er hann ekki tegund heldur afbrigði. Hið sama á til dæmis við um íslenska hestinn.

Sjá einnig eftirfarandi svör um hunda:

Mynd:

Texti Shakespeares:

Shakespeare, William, [1623] 1982. Leikrit I: Hinrik V. Íslensk þýðing eftir Helga Hálfdanarson. Reykjavík: Almenna Bókafélagið....