Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?

Ester Rut Unnsteinsdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn?

Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti almenna reglan verið sú að þau dýr sem setjast að á Íslandi, koma upp afkvæmum og eiga sér heimkynni hér í að minnsta kosti áratug, sé með réttu hægt að kalla íslensk dýr. Þetta er þó ekki svo einfalt því sum dýr lifa lengi og verða seint kynþroska, til dæmis lundi (Fratercula arctica). Önnur dýr eru skammlíf og fjölga sér hratt, til dæmis hagamús (Apodemus sylvaticus). Tíminn sem það tekur fyrir dýrin að öðast íslenskt ríkisfang er því afstæður og ætti frekar að telja í kynslóðum en árum.

Flest íslensku húsdýranna eru á einhvern hátt afkomendur þess bústofns sem menn fluttu með sér hingað til lands á landnámstímum. Þrátt fyrir einhverjar kynbætur teljast húsdýrin okkar íslensk þó þau njóti aðstoðar mannsins um fæðu og skjól. Íslenski fjárhundurinn er á sama hátt íslenskt dýr og kettir hafa verið á Íslandi frá örófi alda. Innfluttir hundar og kettir hafa þó blandast þeim sem fyrir voru svo ekki geta allir hundar og kettir á Íslandi talist íslensk dýr.

Ekki er til einfalt svar við spurningunni hvaða dýr teljast vera íslensk? Til einföldunar gæti almenna reglan verið sú að þau dýr sem setjast að á Íslandi, koma upp afkvæmum og eiga sér heimkynni hér í að minnsta kosti áratug, sé með réttu hægt að kalla íslensk dýr. Myndin er af hagamús (Apodemus sylvaticus).

Landnámsmennirnir fluttu líka óviljandi með sér dýr sem hafa gert Ísland að sínu heimalandi, nefnilega hagamýs og húsamýs (Mus musculus). Rottur (Rattus sp.) komu hingað talsvert síðar með varningi farskipa og hafa brúnrottur (R. norwegicus) fyrir löngu sest hér að og teljast til íslenskra dýra.

Áður en menn námu hér land höfðu refir (Vulpes lagopus) og ýmsir fuglar þegar búið á Íslandi um allnokkuð skeið. Sumir íslenskir fuglar, svo sem rjúpur (Lagopus mutus) og fálkar (Falco rusticolus) eru staðbundnir, en það merkir að þeir búa hér allt árið. Bjargfuglar til dæmis langvía (Uria lomvia) eru á sjónum mest allt árið en verpa og koma upp ungum í björgum og klettadröngum á landi, þar sem þeir dvelja aðeins í örfáar vikur. Farfuglar dvelja á Íslandi yfir sumarið til að verpa og koma upp ungum en fljúga síðan til vetrardvalar í öðrum löndum. Þetta eru samt íslenskir fuglar, til dæmis heiðlóa (Pluvialis apricaria), hrossagaukur (Gallinago gallinago) og kría (Sterna paradisaea). Sumir fuglar koma til Íslands á hverju ári til að næra sig á leið sinni til sumar- eða vetrarstöðva. Þetta eru svokallaðir fargestir en teljast ekki íslensk dýr. Dæmi um fargesti eru rauðbrystingar (Calidris canutus) og margæsir (Branta bernicla).

Fiskar haga sér stundum líkt og farfuglarnir en sumar tegundir ferskvatnsfiska „ganga“ til sjávar og dvelja langtímum í úthafi og halda svo reglulega heim í ána sína til að hrygna, til dæmis lax (Salmo salar). Tvær selategundir, útselur (Halicoerus gryphus) og landselur (Phoca vitulina), teljast til íslenskra dýra þó þeir dvelji langtímum í sjónum því þeir kæpa (eignast afkvæmi) við strendur hér á landi. Hvítabirnir (Ursus maritimus) koma til Íslands öðru hverju en aldrei hafa þeir sest hér að eða eignast afkvæmi hérlendis og teljast því ekki til íslenskra dýra.

Hvítabirnir (Ursus maritimus) koma til Íslands öðru hverju en þeir hafa aldrei sest hér að eða eignast afkvæmi hérlendis og teljast því ekki til íslenskra dýra.

Misjafnt er hvernig íslensk dýr hafa komið til landsins, á eigin vegum eða með hjálp mannsins. Þau dýr sem setjast hér að og eignast afkvæmi geta orðið hluti af íslenska dýraríkinu. Eftir því sem fleiri kynslóðir fæðast og lifa af hérlendis, festa dýrin sig í sessi og verða íslensk með tímanum. Dæmi um dýr sem flutt voru til landsins og hafa orðið íslensk eru hreindýr (Rangifer tarandus) sem voru flutt hingað fyrir meira en 150 árum og minkar (Mustela vison) sem hafa verið hér í meira en 60 ár. Fýll (Fulmarus glacialis), sílamáfur (Larus fuscus), svartþröstur (Turdus merula) og stari (Sturnus vulgaris) eru dæmi um fuglategundir sem komu hingað af sjálfsdáðun, settust hér að og teljast til íslenskra dýra.

Smádýrin okkar, pöddur, kóngulær og ormar, eru íslensk dýr því þau eiga heimkynni á Íslandi og sum hafa verið hér í mörghundruð ár. Önnur hafa borist hingað með varningi og orðið hluti af íslensku fánunni. Litlu dýrin eru í raun miklu fleiri, en auðvitað minna áberandi, en stóru dýrin sem við sjáum reglulega og teljum venjulega til íslenska dýraríkisins.

Ýmsar gagnlegar heimildir:
  • Páll Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg (2004). Íslensk spendýr. Vaka Helgafell, Reykjavík.
  • Snorri Baldursson (2014). Lífríki Íslands, vistfræði lands og sjávar. Forlagið, Reykjavík.
  • Ævar Petersen og Jón Baldur Hlíðberg (1998). Íslenskir fuglar. Vaka Helgafell, Reykjavík.
  • Tímaritið Bliki, gefið út af Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Tímaritið Fuglar, gefið út af Fuglavernd.
  • Tímaritið Náttúrufræðingurinn, gefið út af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi.
  • Heimur smádýranna. Áhugaverð og vel uppfærð umfjöllun um smádýr á Íslandi í umsjón Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun.

Myndir:

Höfundur

Ester Rut Unnsteinsdóttir

spendýravistfræðingur - Náttúrufræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

3.6.2016

Spyrjandi

5. bekkur í Stóru-Vogaskóla

Tilvísun

Ester Rut Unnsteinsdóttir. „Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk? “ Vísindavefurinn, 3. júní 2016. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72266.

Ester Rut Unnsteinsdóttir. (2016, 3. júní). Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72266

Ester Rut Unnsteinsdóttir. „Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk? “ Vísindavefurinn. 3. jún. 2016. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72266>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn?

Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti almenna reglan verið sú að þau dýr sem setjast að á Íslandi, koma upp afkvæmum og eiga sér heimkynni hér í að minnsta kosti áratug, sé með réttu hægt að kalla íslensk dýr. Þetta er þó ekki svo einfalt því sum dýr lifa lengi og verða seint kynþroska, til dæmis lundi (Fratercula arctica). Önnur dýr eru skammlíf og fjölga sér hratt, til dæmis hagamús (Apodemus sylvaticus). Tíminn sem það tekur fyrir dýrin að öðast íslenskt ríkisfang er því afstæður og ætti frekar að telja í kynslóðum en árum.

Flest íslensku húsdýranna eru á einhvern hátt afkomendur þess bústofns sem menn fluttu með sér hingað til lands á landnámstímum. Þrátt fyrir einhverjar kynbætur teljast húsdýrin okkar íslensk þó þau njóti aðstoðar mannsins um fæðu og skjól. Íslenski fjárhundurinn er á sama hátt íslenskt dýr og kettir hafa verið á Íslandi frá örófi alda. Innfluttir hundar og kettir hafa þó blandast þeim sem fyrir voru svo ekki geta allir hundar og kettir á Íslandi talist íslensk dýr.

Ekki er til einfalt svar við spurningunni hvaða dýr teljast vera íslensk? Til einföldunar gæti almenna reglan verið sú að þau dýr sem setjast að á Íslandi, koma upp afkvæmum og eiga sér heimkynni hér í að minnsta kosti áratug, sé með réttu hægt að kalla íslensk dýr. Myndin er af hagamús (Apodemus sylvaticus).

Landnámsmennirnir fluttu líka óviljandi með sér dýr sem hafa gert Ísland að sínu heimalandi, nefnilega hagamýs og húsamýs (Mus musculus). Rottur (Rattus sp.) komu hingað talsvert síðar með varningi farskipa og hafa brúnrottur (R. norwegicus) fyrir löngu sest hér að og teljast til íslenskra dýra.

Áður en menn námu hér land höfðu refir (Vulpes lagopus) og ýmsir fuglar þegar búið á Íslandi um allnokkuð skeið. Sumir íslenskir fuglar, svo sem rjúpur (Lagopus mutus) og fálkar (Falco rusticolus) eru staðbundnir, en það merkir að þeir búa hér allt árið. Bjargfuglar til dæmis langvía (Uria lomvia) eru á sjónum mest allt árið en verpa og koma upp ungum í björgum og klettadröngum á landi, þar sem þeir dvelja aðeins í örfáar vikur. Farfuglar dvelja á Íslandi yfir sumarið til að verpa og koma upp ungum en fljúga síðan til vetrardvalar í öðrum löndum. Þetta eru samt íslenskir fuglar, til dæmis heiðlóa (Pluvialis apricaria), hrossagaukur (Gallinago gallinago) og kría (Sterna paradisaea). Sumir fuglar koma til Íslands á hverju ári til að næra sig á leið sinni til sumar- eða vetrarstöðva. Þetta eru svokallaðir fargestir en teljast ekki íslensk dýr. Dæmi um fargesti eru rauðbrystingar (Calidris canutus) og margæsir (Branta bernicla).

Fiskar haga sér stundum líkt og farfuglarnir en sumar tegundir ferskvatnsfiska „ganga“ til sjávar og dvelja langtímum í úthafi og halda svo reglulega heim í ána sína til að hrygna, til dæmis lax (Salmo salar). Tvær selategundir, útselur (Halicoerus gryphus) og landselur (Phoca vitulina), teljast til íslenskra dýra þó þeir dvelji langtímum í sjónum því þeir kæpa (eignast afkvæmi) við strendur hér á landi. Hvítabirnir (Ursus maritimus) koma til Íslands öðru hverju en aldrei hafa þeir sest hér að eða eignast afkvæmi hérlendis og teljast því ekki til íslenskra dýra.

Hvítabirnir (Ursus maritimus) koma til Íslands öðru hverju en þeir hafa aldrei sest hér að eða eignast afkvæmi hérlendis og teljast því ekki til íslenskra dýra.

Misjafnt er hvernig íslensk dýr hafa komið til landsins, á eigin vegum eða með hjálp mannsins. Þau dýr sem setjast hér að og eignast afkvæmi geta orðið hluti af íslenska dýraríkinu. Eftir því sem fleiri kynslóðir fæðast og lifa af hérlendis, festa dýrin sig í sessi og verða íslensk með tímanum. Dæmi um dýr sem flutt voru til landsins og hafa orðið íslensk eru hreindýr (Rangifer tarandus) sem voru flutt hingað fyrir meira en 150 árum og minkar (Mustela vison) sem hafa verið hér í meira en 60 ár. Fýll (Fulmarus glacialis), sílamáfur (Larus fuscus), svartþröstur (Turdus merula) og stari (Sturnus vulgaris) eru dæmi um fuglategundir sem komu hingað af sjálfsdáðun, settust hér að og teljast til íslenskra dýra.

Smádýrin okkar, pöddur, kóngulær og ormar, eru íslensk dýr því þau eiga heimkynni á Íslandi og sum hafa verið hér í mörghundruð ár. Önnur hafa borist hingað með varningi og orðið hluti af íslensku fánunni. Litlu dýrin eru í raun miklu fleiri, en auðvitað minna áberandi, en stóru dýrin sem við sjáum reglulega og teljum venjulega til íslenska dýraríkisins.

Ýmsar gagnlegar heimildir:
  • Páll Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg (2004). Íslensk spendýr. Vaka Helgafell, Reykjavík.
  • Snorri Baldursson (2014). Lífríki Íslands, vistfræði lands og sjávar. Forlagið, Reykjavík.
  • Ævar Petersen og Jón Baldur Hlíðberg (1998). Íslenskir fuglar. Vaka Helgafell, Reykjavík.
  • Tímaritið Bliki, gefið út af Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Tímaritið Fuglar, gefið út af Fuglavernd.
  • Tímaritið Náttúrufræðingurinn, gefið út af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi.
  • Heimur smádýranna. Áhugaverð og vel uppfærð umfjöllun um smádýr á Íslandi í umsjón Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun.

Myndir:

...