Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík

Hvert er minnsta dýr Íslands?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við spendýr. Á Íslandi var aðeins eitt landspendýr þegar menn námu hér land fyrir rúmum 1100 árum. Það var tófan (Alopex lagopus). Talið er að strax á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar hafi tvær tegundir nagdýra borist hingað með mönnum frá Noregi og/eða skosku eyjunum. Þetta voru hagamúsin (Apodemus sylvaticus) og húsamúsin (Mus musculus). Brúnrottan (Rattus norvegicus) barst hingað seinna, hugsanlega á 18. öld, þótt heimildir séu ekki nákvæmar og hugsanlega hefur verið um svartrottu (Rattus rattus) að ræða. Þó er vitað með vissu að brúnrottan var komin til Íslands árið 1820. Seint á 18. öld voru hreindýr (Rangifer tarandus) flutt til landsins frá Norður-Noregi og loks var ameríski minkurinn (Mustela vison) fluttur hingað til lands fyrir um það bil 70 árum. Raunar hafa fleiri tegundir villtra dýra verið fluttar til landsins en þær hafa allar dáið út.

Af þessum dýrum er húsamúsin minnst. Fullvaxnar húsamýs eru að jafnaði 12-25 grömm og eru kvendýrin yfirleitt undir 20 grömmum en fullþroskuð karldýr oft yfir 20 grömmum að þyngd. Húsamýs geta orðið kynþroska fárra vikna gamlar, aðeins 10-15 grömm að þyngd. Meðgöngutími húsamúsa er 19-21 dagur. Að meðaltali gýtur músin 6 ungum í einu en breytileiki er þó mikill, eða frá 3 og upp í 13.

Víðast hvar er húsamúsin nátengd mönnum og lifir í og við híbýli manna, sem og í útihúsum og vörugeymslum. Hér á landi er tegundina aðallega að finna í borgum og bæjum en þó lifa þær sums staðar við bóndabæi og jafnvel alllangt frá mannabyggðum sunnanlands, þar sem loftslag er mildast. Húsamýs sem lifa í útihúsum og vöruskemmum geta tímgast allt árið. Hvert kvendýr getur við bestu aðstæður átt afkvæmi 5-6 sinnum á ári.

Hagamúsin er öllu stærri en húsamúsin, eða 25-40 g fullvaxin. Hún er mun minna háð manninum um tilvist sína en húsamúsin, þótt sum haust beri mikið á því að hagamýs leiti í útihús. Þær tímgast aðeins á sumrin og haustin og því er langmest um þær fyrri hluta vetrar sem skýrir hvers vegna menn verða mest varir við þær á þeim árstíma.

Hægt er að lesa meira um húsamýs á Vísindavefnum í svari Lilju Kristinsdóttur við spurningunni Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt?

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

20.3.2000

Spyrjandi

Ragnhildur Agla Þorsteinsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er minnsta dýr Íslands?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2000. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=258.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 20. mars). Hvert er minnsta dýr Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=258

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er minnsta dýr Íslands?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2000. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=258>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er minnsta dýr Íslands?
Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við spendýr. Á Íslandi var aðeins eitt landspendýr þegar menn námu hér land fyrir rúmum 1100 árum. Það var tófan (Alopex lagopus). Talið er að strax á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar hafi tvær tegundir nagdýra borist hingað með mönnum frá Noregi og/eða skosku eyjunum. Þetta voru hagamúsin (Apodemus sylvaticus) og húsamúsin (Mus musculus). Brúnrottan (Rattus norvegicus) barst hingað seinna, hugsanlega á 18. öld, þótt heimildir séu ekki nákvæmar og hugsanlega hefur verið um svartrottu (Rattus rattus) að ræða. Þó er vitað með vissu að brúnrottan var komin til Íslands árið 1820. Seint á 18. öld voru hreindýr (Rangifer tarandus) flutt til landsins frá Norður-Noregi og loks var ameríski minkurinn (Mustela vison) fluttur hingað til lands fyrir um það bil 70 árum. Raunar hafa fleiri tegundir villtra dýra verið fluttar til landsins en þær hafa allar dáið út.

Af þessum dýrum er húsamúsin minnst. Fullvaxnar húsamýs eru að jafnaði 12-25 grömm og eru kvendýrin yfirleitt undir 20 grömmum en fullþroskuð karldýr oft yfir 20 grömmum að þyngd. Húsamýs geta orðið kynþroska fárra vikna gamlar, aðeins 10-15 grömm að þyngd. Meðgöngutími húsamúsa er 19-21 dagur. Að meðaltali gýtur músin 6 ungum í einu en breytileiki er þó mikill, eða frá 3 og upp í 13.

Víðast hvar er húsamúsin nátengd mönnum og lifir í og við híbýli manna, sem og í útihúsum og vörugeymslum. Hér á landi er tegundina aðallega að finna í borgum og bæjum en þó lifa þær sums staðar við bóndabæi og jafnvel alllangt frá mannabyggðum sunnanlands, þar sem loftslag er mildast. Húsamýs sem lifa í útihúsum og vöruskemmum geta tímgast allt árið. Hvert kvendýr getur við bestu aðstæður átt afkvæmi 5-6 sinnum á ári.

Hagamúsin er öllu stærri en húsamúsin, eða 25-40 g fullvaxin. Hún er mun minna háð manninum um tilvist sína en húsamúsin, þótt sum haust beri mikið á því að hagamýs leiti í útihús. Þær tímgast aðeins á sumrin og haustin og því er langmest um þær fyrri hluta vetrar sem skýrir hvers vegna menn verða mest varir við þær á þeim árstíma.

Hægt er að lesa meira um húsamýs á Vísindavefnum í svari Lilju Kristinsdóttur við spurningunni Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt?...