Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Eru dúfur, hænur og rjúpur af sömu ætt?

JMH

Til upprifjunar þá eru lífverur flokkaðar í fylkingu, svo flokk, þá ættbálk, ætt, ættkvísl og loks tegund.

Dúfur, hænur og rjúpur eru allar sitt af hverri ættinni. Dúfur eru af ættinni columbidae sem mætti kalla dúfnaætt. Hænur (Gallus gallus domesticus) eru af ætt fasana (Phasianidae) og rjúpur (Lagopus muta) eru af orraætt (Tetraonidae).

Þessi myndarlegu rjúpur tilheyra ekki sömu ætt og hænur eða dúfur.

Hins vegar eru hænur og rjúpur af sama ættbálki, hænsnaættbálki (Galliformes) ásamt um 250 öðrum fuglategundum. Dúfur tilheyra aftur á móti ættbálki sem heitir Columbiformes.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.10.2009

Spyrjandi

Sigurður F.

Efnisorð

Tilvísun

JMH. „Eru dúfur, hænur og rjúpur af sömu ætt?“ Vísindavefurinn, 26. október 2009. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=52488.

JMH. (2009, 26. október). Eru dúfur, hænur og rjúpur af sömu ætt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52488

JMH. „Eru dúfur, hænur og rjúpur af sömu ætt?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2009. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52488>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru dúfur, hænur og rjúpur af sömu ætt?
Til upprifjunar þá eru lífverur flokkaðar í fylkingu, svo flokk, þá ættbálk, ætt, ættkvísl og loks tegund.

Dúfur, hænur og rjúpur eru allar sitt af hverri ættinni. Dúfur eru af ættinni columbidae sem mætti kalla dúfnaætt. Hænur (Gallus gallus domesticus) eru af ætt fasana (Phasianidae) og rjúpur (Lagopus muta) eru af orraætt (Tetraonidae).

Þessi myndarlegu rjúpur tilheyra ekki sömu ætt og hænur eða dúfur.

Hins vegar eru hænur og rjúpur af sama ættbálki, hænsnaættbálki (Galliformes) ásamt um 250 öðrum fuglategundum. Dúfur tilheyra aftur á móti ættbálki sem heitir Columbiformes.

Mynd: ...