Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða fylkingar er dýrum skipt?

Jón Már Halldórsson

Dýrum (Animalia) er skipt upp í rúmlega þrjátíu fylkingar. Munur er á mismunandi flokkun hinna ýmsu flokkunarfræðinga. Í þessu svari eru þær 33 talsins. Til að átta sig á skiptingu dýra þá eru öll dýr flokkuð í ríki dýra og síðan skipt niður í fylkingar. Margar þeirra innihalda tegundir sem flestir hafa ekki heyrt getið nema þeir sem eru með einhverja menntun í dýrafræði en aðrar fylkingar eru vel þekktar eins og liðdýr. Seildýr er nafn sem margir þekkja eflaust ekki en það er sú fylking sem spendýr tilheyra. Spendýr teljast ekki vera sérstök fylking heldur einungis hópur innan fylkingar en þetta kann að koma sumum á óvart.

Fylkingarnar ásamt stuttri lýsingu og tegundafjölda er þessi:

  1. Acanthocephala (Krókhöfðar): Smáir ormar sem finnast í þörmum dýra, aðallega spendýra af hópi rándýra (Carnivora). Talið er að tegundafjöldinn sé um 100.
  2. Annelida (Liðormar): Ormlaga dýr með vel þróað líkamshol en líkaminn skiptist upp í liði sem eru meira og minna mjög áþekkir í útliti. Meðal liðorma eru dýr sem lifa í ferskvatni, sjó og á þurrlendi. Alls hafa tæplega 9 þúsund tegundum verið lýst.
  3. Glycera sp. er í fylkingu liðorma.

  4. Arthropoda (Liðdýr): Þetta er langtegundaauðugasta fylking dýra. Innan hennar eru meðal annars skordýr (Insecta), áttfætlur (Arachnida) og krabbadýr (Crustacea). Um tegundafjölda er ekki vitað en hann hleypur án efa á milljónum tegunda.
  5. Brachiopoda (Armfætlur): Botnlæg sjávardýr sem minna á samlokur. Velmektartími þeirra var á frumlífsöld og hafa steingervingafræðingar lýst meira en 30 þúsund tegundum en nú hefur aðeins 360 núlifandi tegundum verið lýst.
  6. Chaetognatha (Pílormar): Smáir og straumlínulaga ormar sem finnst í dýrasvifi í sjó og eru þar afræningjar á annað dýrasvif. Innan við 100 tegundir.
  7. Chordata (Seildýr): Best þekkta fylking dýra þar sem hún inniheldur spendýr, það með talið okkur mennina. Önnur seildýr eru hryggdýr, svo sem fiskar, fuglar, froskdýr og skriðdýr. Það sem einkennir seildýr er seil eða holur baklægur taugastrengur sem í hryggdýrum er varinn með beini eða brjóski á fullorðinsstigi. Þrjár aðrar undirfylkingar seildýra tilheyra þó hryggleysingjum.
  8. Hin ýmsu skriðdýr sem teljast til fylkingar seildýra.

  9. Cnidaria (Holdýr): Flest dýr eru samhverf en holdýr eru geislótt samhverf. Þau eru með eitt op þar sem fæða fer inn og út og eru einföld að gerð þó sérhæfing sé í vefjum. Innan þessarar fylkingar eru meðal annars sæfíflar, marglyttur og kórallar. Alls hefur um 11 þúsund tegundum verið lýst.
  10. Ctenophora (Kamphveljur): Hveljur sem lifa í uppsjónum. Alls eru þekktar um 90 tegundir.
  11. Echinodermata (Skrápdýr): Sjávardýr sem eru aðallega botnlæg. Innan þessarar fylkingar eru meðal annars ígulker og krossfiskar. Alls eru þekktar rúmlega 6 þúsund tegundir.
  12. Echiura (Broddormar): Óliðskiptir ormar í sjó sem lifa oftast niðurgrafnir í botninum. Alls eru þekktar rúmlega 140 tegundir.
  13. Broddormar til sölu á markaði í Suður-Kóreu.

  14. Ectoprocta (Mosadýr): Smávaxin vatnadýr sem finnast í sambýli. Alls hefur 5 þúsund tegundum verið lýst.
  15. Entoprocta (Stilkormar): Smávaxin botnlæg sjávardýr sem finnast í sambýli og fest við undirlag, svo sem kletta, þörunga eða við önnur dýr. Um 150 tegundir.
  16. Gastrotricha (Sýlingar): Smásæ vatnadýr. Um 600 tegundir.
  17. Gnathostomulida (Kjálkaormar): Smásæir ormar í sjó. Um 80 tegundir.
  18. Hemichordata (Kragaormar): Dýr með mjúkan líkama sem grafa sér U-laga göng í mjúkum sjávarbotni þar sem þeir halda til. Til þessarar fylkingar teljast 90 tegundir.
  19. Hér má sjá Kragaorm.

  20. Kinorhyncha (Hnykkhöfðar): Ormlaga sjávarlífverur. Um 150 tegundir.
  21. Loricifera (Brynormar): Smávaxin sjávardýr. Helstu einkenni þeirra eru broddar á bol dýrsins sem kallast á fræðimáli lorca. Um 10 tegundir tilheyra þessari fylkingu.
  22. Mesozoa (Miðlungar): Smávaxin ormlaga dýr. 50 tegundir.
  23. Mollusca (Lindýr): Næsttegundaauðugasta fylkingin. Dýr þessarar fylkingar lifa í sjó, fersku vatni eða mjög rakasömu umhverfi. Dýrin eru yfirleitt umlukin með kalkkenndri skel sem þau seyta úr líkamsvef sem kallast möttull. Innan hennar eru samlokur (Bivalvia) og sniglar (Gastropoda). Um 110 þúsund tegundir tilheyra þessari fylkingu.
  24. Nematoda (Þráðormar): Óliðskipt ormlík dýr sem finnast víða í vistkerfi jarðar, meðal annars sem sníkjudýr í dýrum og plöntum. Gríðalegur fjöldi gerir þessa fylkingu að einstaklingaríkustu fylkingu jarðar. Tegundirnar eru um 80 þúsund talsins en mikill fjöldi er enn óuppgötvaður. Dýrafræðingar hafa jafnvel áætlað raunfjölda tegunda vera um milljón.
  25. Nematomorpha (Strengormar): Langir og mjóir ormar sem eru sníkjudýr í skordýrum og krabbadýrum á ungviðisstigi en frjálslifandi í vatni á fullorðinsstigi. Þekktar tegundir eru 240 talsins.
  26. Paragordius tricuspidatus telst til fylkingar strengorma.

  27. Nemertina (Ranaormar): Helstu einkenni þessara dýra er samandreginn rani sem þau nota til að kanna umhverfið og hremma bráð. Þekktar tegundir eru 900 talsins.
  28. Onychophora (Klóberar): Mjúk og liðskipt dýr með fjölmörg fótapör sem finnast aðeins í regnskógum. Þekktar tegundir eru 80 talsins.
  29. Pentastoma (Tunguormar): Sníkjuormar sem hafa fundist í öndunarvegi hryggdýra. Þeir eru þaktir hörðu kítínlagi líkt og skordýr. Alls eru þekktar 80 tegundir í þessari fylkingu.
  30. Phoronida (Kambormar): Ormar sem lifa í sjó og eru þaktir með yfir eitt þúsund öngum. Þeir lifa í rörum sem eru blanda af slími, sem þeir seyta út, og styrkja með sandi og skeljabrotum. Aðeins tíu tegundum hefur verið lýst í þessari fylkingu.
  31. Placozoa (Flögudýr): Aðeins einni tegund hefur verið lýst í þessari fylkingu og er það sennilega einfaldasta dýr sem hefur fundist. Ekki hefur orðið nein vefjasérhæfing hjá því og hvorki finnast líffæri eða aðrar frumur sem gegna sérhæfðu hlutverki.
  32. Platyhelminthes (Flatormar): Flatir eða borðlaga ormar sem eru einföldustu dýr jarðar sem hafa höfuð. Alls hefur 15 þúsund tegundum verið lýst.
  33. Pseudoceros dimidiatus telst til fylkingar flatorma.

  34. Pogonophora (Skeggormar): Mjóslegnir ormar sem lifa í rörum sem þeir gera sjálfir, sjálfum sér til verndar. Þeir hafa ekki þarma en taka næringu í gegnum húð. Alls eru þekktar 100 tegundir í þessari fylkingu.
  35. Porifera (Svampar): Allar tegundir svampa lifa í vatni en um 15% lifa í ferskvatni og hinir í sjó. Svampar hafa enga vefi, líffæri eða samhverfu í líkamsgerð. Um 1000 tegundir tilheyra þessari fylkingu.
  36. Priapulida (Maðkamæður): Smávaxnir ránormar í sjó. Aðeins 10 tegundum hefur verið lýst í þessari fylkingu.
  37. Rotifera (Hjóldýr): Smásæ frumdýr með burstakrans sem þau sveifla með reglubundnum hætti þannig að það sýnist vera hjól á ferð. Finnast í vatni. Alls hefur 2 þúsund tegundum verið lýst í fylkingunni.
  38. Sipuncula (Sæbelgir): Óliðskiptir sjóormar sem finnast niðurgrafnir í botninum eða í rifum í neðansjávarklettum. Rúmlega 300 tegundir.
  39. Tardigrada (Bessadýr): Smásæ dýr sem nota yfirborðsspennu til að halda sér ofan á vatni umhverfis mosagróður og aðra hluti á yfirborði. Bessadýr hafa fjögur pör af stuttum og kubbslegum fótum sem eru vopnaðir hlutfallslega stórum klóm. Rúmlega 400 tegundum hefur verið lýst.
  40. Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.6.2011

Spyrjandi

Margrét Káradóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða fylkingar er dýrum skipt?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2011, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58496.

Jón Már Halldórsson. (2011, 28. júní). Í hvaða fylkingar er dýrum skipt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58496

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða fylkingar er dýrum skipt?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2011. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58496>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða fylkingar er dýrum skipt?
Dýrum (Animalia) er skipt upp í rúmlega þrjátíu fylkingar. Munur er á mismunandi flokkun hinna ýmsu flokkunarfræðinga. Í þessu svari eru þær 33 talsins. Til að átta sig á skiptingu dýra þá eru öll dýr flokkuð í ríki dýra og síðan skipt niður í fylkingar. Margar þeirra innihalda tegundir sem flestir hafa ekki heyrt getið nema þeir sem eru með einhverja menntun í dýrafræði en aðrar fylkingar eru vel þekktar eins og liðdýr. Seildýr er nafn sem margir þekkja eflaust ekki en það er sú fylking sem spendýr tilheyra. Spendýr teljast ekki vera sérstök fylking heldur einungis hópur innan fylkingar en þetta kann að koma sumum á óvart.

Fylkingarnar ásamt stuttri lýsingu og tegundafjölda er þessi:

  1. Acanthocephala (Krókhöfðar): Smáir ormar sem finnast í þörmum dýra, aðallega spendýra af hópi rándýra (Carnivora). Talið er að tegundafjöldinn sé um 100.
  2. Annelida (Liðormar): Ormlaga dýr með vel þróað líkamshol en líkaminn skiptist upp í liði sem eru meira og minna mjög áþekkir í útliti. Meðal liðorma eru dýr sem lifa í ferskvatni, sjó og á þurrlendi. Alls hafa tæplega 9 þúsund tegundum verið lýst.
  3. Glycera sp. er í fylkingu liðorma.

  4. Arthropoda (Liðdýr): Þetta er langtegundaauðugasta fylking dýra. Innan hennar eru meðal annars skordýr (Insecta), áttfætlur (Arachnida) og krabbadýr (Crustacea). Um tegundafjölda er ekki vitað en hann hleypur án efa á milljónum tegunda.
  5. Brachiopoda (Armfætlur): Botnlæg sjávardýr sem minna á samlokur. Velmektartími þeirra var á frumlífsöld og hafa steingervingafræðingar lýst meira en 30 þúsund tegundum en nú hefur aðeins 360 núlifandi tegundum verið lýst.
  6. Chaetognatha (Pílormar): Smáir og straumlínulaga ormar sem finnst í dýrasvifi í sjó og eru þar afræningjar á annað dýrasvif. Innan við 100 tegundir.
  7. Chordata (Seildýr): Best þekkta fylking dýra þar sem hún inniheldur spendýr, það með talið okkur mennina. Önnur seildýr eru hryggdýr, svo sem fiskar, fuglar, froskdýr og skriðdýr. Það sem einkennir seildýr er seil eða holur baklægur taugastrengur sem í hryggdýrum er varinn með beini eða brjóski á fullorðinsstigi. Þrjár aðrar undirfylkingar seildýra tilheyra þó hryggleysingjum.
  8. Hin ýmsu skriðdýr sem teljast til fylkingar seildýra.

  9. Cnidaria (Holdýr): Flest dýr eru samhverf en holdýr eru geislótt samhverf. Þau eru með eitt op þar sem fæða fer inn og út og eru einföld að gerð þó sérhæfing sé í vefjum. Innan þessarar fylkingar eru meðal annars sæfíflar, marglyttur og kórallar. Alls hefur um 11 þúsund tegundum verið lýst.
  10. Ctenophora (Kamphveljur): Hveljur sem lifa í uppsjónum. Alls eru þekktar um 90 tegundir.
  11. Echinodermata (Skrápdýr): Sjávardýr sem eru aðallega botnlæg. Innan þessarar fylkingar eru meðal annars ígulker og krossfiskar. Alls eru þekktar rúmlega 6 þúsund tegundir.
  12. Echiura (Broddormar): Óliðskiptir ormar í sjó sem lifa oftast niðurgrafnir í botninum. Alls eru þekktar rúmlega 140 tegundir.
  13. Broddormar til sölu á markaði í Suður-Kóreu.

  14. Ectoprocta (Mosadýr): Smávaxin vatnadýr sem finnast í sambýli. Alls hefur 5 þúsund tegundum verið lýst.
  15. Entoprocta (Stilkormar): Smávaxin botnlæg sjávardýr sem finnast í sambýli og fest við undirlag, svo sem kletta, þörunga eða við önnur dýr. Um 150 tegundir.
  16. Gastrotricha (Sýlingar): Smásæ vatnadýr. Um 600 tegundir.
  17. Gnathostomulida (Kjálkaormar): Smásæir ormar í sjó. Um 80 tegundir.
  18. Hemichordata (Kragaormar): Dýr með mjúkan líkama sem grafa sér U-laga göng í mjúkum sjávarbotni þar sem þeir halda til. Til þessarar fylkingar teljast 90 tegundir.
  19. Hér má sjá Kragaorm.

  20. Kinorhyncha (Hnykkhöfðar): Ormlaga sjávarlífverur. Um 150 tegundir.
  21. Loricifera (Brynormar): Smávaxin sjávardýr. Helstu einkenni þeirra eru broddar á bol dýrsins sem kallast á fræðimáli lorca. Um 10 tegundir tilheyra þessari fylkingu.
  22. Mesozoa (Miðlungar): Smávaxin ormlaga dýr. 50 tegundir.
  23. Mollusca (Lindýr): Næsttegundaauðugasta fylkingin. Dýr þessarar fylkingar lifa í sjó, fersku vatni eða mjög rakasömu umhverfi. Dýrin eru yfirleitt umlukin með kalkkenndri skel sem þau seyta úr líkamsvef sem kallast möttull. Innan hennar eru samlokur (Bivalvia) og sniglar (Gastropoda). Um 110 þúsund tegundir tilheyra þessari fylkingu.
  24. Nematoda (Þráðormar): Óliðskipt ormlík dýr sem finnast víða í vistkerfi jarðar, meðal annars sem sníkjudýr í dýrum og plöntum. Gríðalegur fjöldi gerir þessa fylkingu að einstaklingaríkustu fylkingu jarðar. Tegundirnar eru um 80 þúsund talsins en mikill fjöldi er enn óuppgötvaður. Dýrafræðingar hafa jafnvel áætlað raunfjölda tegunda vera um milljón.
  25. Nematomorpha (Strengormar): Langir og mjóir ormar sem eru sníkjudýr í skordýrum og krabbadýrum á ungviðisstigi en frjálslifandi í vatni á fullorðinsstigi. Þekktar tegundir eru 240 talsins.
  26. Paragordius tricuspidatus telst til fylkingar strengorma.

  27. Nemertina (Ranaormar): Helstu einkenni þessara dýra er samandreginn rani sem þau nota til að kanna umhverfið og hremma bráð. Þekktar tegundir eru 900 talsins.
  28. Onychophora (Klóberar): Mjúk og liðskipt dýr með fjölmörg fótapör sem finnast aðeins í regnskógum. Þekktar tegundir eru 80 talsins.
  29. Pentastoma (Tunguormar): Sníkjuormar sem hafa fundist í öndunarvegi hryggdýra. Þeir eru þaktir hörðu kítínlagi líkt og skordýr. Alls eru þekktar 80 tegundir í þessari fylkingu.
  30. Phoronida (Kambormar): Ormar sem lifa í sjó og eru þaktir með yfir eitt þúsund öngum. Þeir lifa í rörum sem eru blanda af slími, sem þeir seyta út, og styrkja með sandi og skeljabrotum. Aðeins tíu tegundum hefur verið lýst í þessari fylkingu.
  31. Placozoa (Flögudýr): Aðeins einni tegund hefur verið lýst í þessari fylkingu og er það sennilega einfaldasta dýr sem hefur fundist. Ekki hefur orðið nein vefjasérhæfing hjá því og hvorki finnast líffæri eða aðrar frumur sem gegna sérhæfðu hlutverki.
  32. Platyhelminthes (Flatormar): Flatir eða borðlaga ormar sem eru einföldustu dýr jarðar sem hafa höfuð. Alls hefur 15 þúsund tegundum verið lýst.
  33. Pseudoceros dimidiatus telst til fylkingar flatorma.

  34. Pogonophora (Skeggormar): Mjóslegnir ormar sem lifa í rörum sem þeir gera sjálfir, sjálfum sér til verndar. Þeir hafa ekki þarma en taka næringu í gegnum húð. Alls eru þekktar 100 tegundir í þessari fylkingu.
  35. Porifera (Svampar): Allar tegundir svampa lifa í vatni en um 15% lifa í ferskvatni og hinir í sjó. Svampar hafa enga vefi, líffæri eða samhverfu í líkamsgerð. Um 1000 tegundir tilheyra þessari fylkingu.
  36. Priapulida (Maðkamæður): Smávaxnir ránormar í sjó. Aðeins 10 tegundum hefur verið lýst í þessari fylkingu.
  37. Rotifera (Hjóldýr): Smásæ frumdýr með burstakrans sem þau sveifla með reglubundnum hætti þannig að það sýnist vera hjól á ferð. Finnast í vatni. Alls hefur 2 þúsund tegundum verið lýst í fylkingunni.
  38. Sipuncula (Sæbelgir): Óliðskiptir sjóormar sem finnast niðurgrafnir í botninum eða í rifum í neðansjávarklettum. Rúmlega 300 tegundir.
  39. Tardigrada (Bessadýr): Smásæ dýr sem nota yfirborðsspennu til að halda sér ofan á vatni umhverfis mosagróður og aðra hluti á yfirborði. Bessadýr hafa fjögur pör af stuttum og kubbslegum fótum sem eru vopnaðir hlutfallslega stórum klóm. Rúmlega 400 tegundum hefur verið lýst.
  40. Myndir:...