Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?

Jón Már Halldórsson

Það sem helst einkennir spendýr og greinir þau frá öðrum dýrum eru tvö atriði:
 • Spendýr hafa svokallaða mjólkurkirtla (e. mammary glands) sem veitir afkvæmum þeirra næringu.
 • Flest spendýr hafa loðinn feld sem veitir þeim skjól. Mörg spendýr hafa raunar tapað hárum sínum eftir því sem liðið hefur á þróunarsöguna. Þetta á ekki síst við um hvali en áar þeirra voru hærðir og nýbornir hvalkálfar hafa hár sem þeir tapa þó fljótt.

Spendýr hafa svokallaða mjólkurkirtla sem veitir afkvæmum þeirra næringu.

Nokkur önnur og minna áberandi einkenni finnast einungis meðal spendýra:
 • Bein í miðeyra. Þrjú lítil bein leiða hljóðbylgur gegnum miðeyrað í spendýrum. Þessi bein nefnast hamar, steðji og ístað, sjá nánar á mynd.

Beinin þrjú í miðeyranu, hamar (malleus), steðji (incus) og ístað (stapes), finnast einungis hjá spendýrum.


 • Neðri kjálkinn tengist beint við hauskúpuna hjá spendýrum en hjá öðrum hryggdýrum tengist hann við ákveðið bein sem nefnist þverbein (e. quadrate bone) og það tengist svo hauskúpunni.
 • Þindin skilur að brjósthol og meltingarhol í spendýrum en ekki í öðrum hryggdýrum.
 • Rauðu blóðkornin eru þroskuð og kjarnalaus í spendýrum en í öðrum hryggdýrum eru þau með kjarna.
Fleiri atriði má finna sem greinir spendýr frá öðrum hópum dýra en þau verða ekki nefnd hér.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.4.2003

Spyrjandi

Lilja Guðmundsdóttir, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2003. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3370.

Jón Már Halldórsson. (2003, 28. apríl). Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3370

Jón Már Halldórsson. „Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2003. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3370>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?
Það sem helst einkennir spendýr og greinir þau frá öðrum dýrum eru tvö atriði:

 • Spendýr hafa svokallaða mjólkurkirtla (e. mammary glands) sem veitir afkvæmum þeirra næringu.
 • Flest spendýr hafa loðinn feld sem veitir þeim skjól. Mörg spendýr hafa raunar tapað hárum sínum eftir því sem liðið hefur á þróunarsöguna. Þetta á ekki síst við um hvali en áar þeirra voru hærðir og nýbornir hvalkálfar hafa hár sem þeir tapa þó fljótt.

Spendýr hafa svokallaða mjólkurkirtla sem veitir afkvæmum þeirra næringu.

Nokkur önnur og minna áberandi einkenni finnast einungis meðal spendýra:
 • Bein í miðeyra. Þrjú lítil bein leiða hljóðbylgur gegnum miðeyrað í spendýrum. Þessi bein nefnast hamar, steðji og ístað, sjá nánar á mynd.

Beinin þrjú í miðeyranu, hamar (malleus), steðji (incus) og ístað (stapes), finnast einungis hjá spendýrum.


 • Neðri kjálkinn tengist beint við hauskúpuna hjá spendýrum en hjá öðrum hryggdýrum tengist hann við ákveðið bein sem nefnist þverbein (e. quadrate bone) og það tengist svo hauskúpunni.
 • Þindin skilur að brjósthol og meltingarhol í spendýrum en ekki í öðrum hryggdýrum.
 • Rauðu blóðkornin eru þroskuð og kjarnalaus í spendýrum en í öðrum hryggdýrum eru þau með kjarna.
Fleiri atriði má finna sem greinir spendýr frá öðrum hópum dýra en þau verða ekki nefnd hér.

Heimildir og myndir:...