Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?

Jón Már Halldórsson

Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna.


Armfætlur komu fram fyrir um 570 milljónum ára og voru meðal algengustu sjávarhryggleysingja jarðar á miðlífsöld eða allt þar til miklar hamfarir sem urðu fyrir um 250 milljón árum leiddu til þess að allt að 90% allra ættkvísla á jörðinni urðu aldauða (sjá svar við spurningunni Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?).

Í dag eru þekktar um 300 tegundir armfætla í 80 ættkvíslum. Þær lifa aðallega á kaldsjávarsvæðum jarðar í Norður-Íshafi og í höfunum við Suðurheimsskautslandið þar sem þær eru meðal algengustu sjávarhryggleysingja. Nokkrar tegundir finnast einnig á tempruðum svæðum jarðar auk þess sem þær lifa á miklu dýpi í úthöfunum.

Armfætlur eru þaktar tveimur skeljum líkt og samlokurnar en þær eru misstórar. Önnur þekur neðri hluta dýrsins og hin efri hlutann og því eru dýrin samhverf það er að segja önnur hliðin er spegilmynd hinnar, líkt og á við um hryggdýr.

Flestar armfætlur eru smáar að vexti, eða undir 2,5 cm á lengd og margar tegundir eru agnasmáar eða allt niður í 1 mm að lengd. Nokkrar tegundir sem nú eru útdauðar voru þó sannkallaðir risar miðað við þær sem nú lifa, eða allt að 40 cm á lengd. Skeljarnar eru oftast hvítar eða gulleitar að lit en það er þó ekki algilt þar sem einhverjar tegundir hafa rauðleitar skeljar og skeljar tegunda af ættkvíslinni Lingula eru brúnar með dökkgrænum skellum.


Ekki er mikið vitað um æxlun armfætla en þó hefur hún eitthvað verið skoðuð hjá þremur ættkvíslum. Sæðisfrumur og egg eru losuð í möttulhol dýranna í gegnum trektlaga líffæri sem nefnist á fræðimáli nephridia. Frjóvgun á sér stað utan við skeljarnar en meðal nokkurra tegunda verður frjóvgun inni í kvendýrinu, í einhvers konar klakpoka sem er útvöxtur úr möttulholi. Úr eggjunum koma sundlirfur sem synda um í nokkra daga áður en þær setjast á botninn þar sem þær þroskast í fullorðin dýr með nokkrum millistigum.

Heimildir og myndir:
  • Ruppert, Edward E. og Robert D. Barnes. 1994. Invertebrate zoology, 6. útgáfa, Saunders College Publishing, Philadelphia.
  • Britannica
  • BIODIDAC
  • Ryan Photographic

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.2.2005

Spyrjandi

Þorsteinn Gunnar Jónsson, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2005, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4753.

Jón Már Halldórsson. (2005, 14. febrúar). Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4753

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2005. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4753>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?
Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna.


Armfætlur komu fram fyrir um 570 milljónum ára og voru meðal algengustu sjávarhryggleysingja jarðar á miðlífsöld eða allt þar til miklar hamfarir sem urðu fyrir um 250 milljón árum leiddu til þess að allt að 90% allra ættkvísla á jörðinni urðu aldauða (sjá svar við spurningunni Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?).

Í dag eru þekktar um 300 tegundir armfætla í 80 ættkvíslum. Þær lifa aðallega á kaldsjávarsvæðum jarðar í Norður-Íshafi og í höfunum við Suðurheimsskautslandið þar sem þær eru meðal algengustu sjávarhryggleysingja. Nokkrar tegundir finnast einnig á tempruðum svæðum jarðar auk þess sem þær lifa á miklu dýpi í úthöfunum.

Armfætlur eru þaktar tveimur skeljum líkt og samlokurnar en þær eru misstórar. Önnur þekur neðri hluta dýrsins og hin efri hlutann og því eru dýrin samhverf það er að segja önnur hliðin er spegilmynd hinnar, líkt og á við um hryggdýr.

Flestar armfætlur eru smáar að vexti, eða undir 2,5 cm á lengd og margar tegundir eru agnasmáar eða allt niður í 1 mm að lengd. Nokkrar tegundir sem nú eru útdauðar voru þó sannkallaðir risar miðað við þær sem nú lifa, eða allt að 40 cm á lengd. Skeljarnar eru oftast hvítar eða gulleitar að lit en það er þó ekki algilt þar sem einhverjar tegundir hafa rauðleitar skeljar og skeljar tegunda af ættkvíslinni Lingula eru brúnar með dökkgrænum skellum.


Ekki er mikið vitað um æxlun armfætla en þó hefur hún eitthvað verið skoðuð hjá þremur ættkvíslum. Sæðisfrumur og egg eru losuð í möttulhol dýranna í gegnum trektlaga líffæri sem nefnist á fræðimáli nephridia. Frjóvgun á sér stað utan við skeljarnar en meðal nokkurra tegunda verður frjóvgun inni í kvendýrinu, í einhvers konar klakpoka sem er útvöxtur úr möttulholi. Úr eggjunum koma sundlirfur sem synda um í nokkra daga áður en þær setjast á botninn þar sem þær þroskast í fullorðin dýr með nokkrum millistigum.

Heimildir og myndir:
  • Ruppert, Edward E. og Robert D. Barnes. 1994. Invertebrate zoology, 6. útgáfa, Saunders College Publishing, Philadelphia.
  • Britannica
  • BIODIDAC
  • Ryan Photographic
...