Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?

MBS

Á jörðinni er afar fjölbreytt dýralíf og um þessar mundir eru þekktar um 1,5 milljónir dýrategunda. Innan dýraríkisins (Animalia) skiptast tegundirnar í mjög ólíka hópa dýra sem aðskildust tiltölulega snemma í þróunarsögunni. Dýr skiptast fyrst í fylkingar hryggleysingja (Protochordata) og seildýra (Chordata)m en innan þeirrar fylkingar eru hryggdýr (Vertebrata). Um 97% allra dýrategunda tilheyra hryggleysingjum. Nánar má lesa um hryggleysingja í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?

Aðeins eru þekktar 57,739 tegundir af hryggdýrum, sem er mjög lítill hluti af heildarfjölda dýrategunda. Þrátt fyrir þetta eru hryggdýr yfirleitt mun meira áberandi, en öll spendýr, til dæmis maðurinn, eru hryggdýr, einnig allar eðlur, fiskar og fuglar. Þegar við hugsum um dýr hugsum við því yfirleitt fyrst og fremst um hryggdýr þó þau séu aðeins lítill hluti af fánu jarðar.

Á Íslandi telst ekki vera mjög fjölskrúðugt dýralíf og er lífmassinn hér mjög lítill. Ísland liggur á norðurhveli jarðar þar sem er yfirleitt minni fjölbreytni í lífríkinu en það verður svo sífellt fjölbreyttara eftir því sem nær dregur miðbaug. Á sumum hitabeltissvæðum lifa ótal margar tegundir dýra og plantna saman á afar litlum svæðum og lífmassi þessara svæða er því mjög hár. Lesa má nánar um fjölda dýrategunda á Íslandi í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?

Þrátt fyrir að sífellt séu að greinast nýjar tegundir dýra fer fjöldi þekktra dýrategunda ört minnkandi. Við erum nú að upplifa sjöttu útrýmingaröldu jarðsögunnar, en hún hófst fyrir um 100.000 árum samhliða aukinni útbreiðslu mannsins. Hraði útrýmingar fer sífellt vaxandi og er talið að árið 2028 verði um 20% af núverandi lífveru tegundum jarðar útdauðar. Nánar má lesa um þetta í svörum Jóns Más Halldórssonar við spurningunum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Björg Jessica

Tilvísun

MBS. „Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7086.

MBS. (2008, 22. febrúar). Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7086

MBS. „Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7086>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar dýrategundir í heiminum?
Á jörðinni er afar fjölbreytt dýralíf og um þessar mundir eru þekktar um 1,5 milljónir dýrategunda. Innan dýraríkisins (Animalia) skiptast tegundirnar í mjög ólíka hópa dýra sem aðskildust tiltölulega snemma í þróunarsögunni. Dýr skiptast fyrst í fylkingar hryggleysingja (Protochordata) og seildýra (Chordata)m en innan þeirrar fylkingar eru hryggdýr (Vertebrata). Um 97% allra dýrategunda tilheyra hryggleysingjum. Nánar má lesa um hryggleysingja í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?

Aðeins eru þekktar 57,739 tegundir af hryggdýrum, sem er mjög lítill hluti af heildarfjölda dýrategunda. Þrátt fyrir þetta eru hryggdýr yfirleitt mun meira áberandi, en öll spendýr, til dæmis maðurinn, eru hryggdýr, einnig allar eðlur, fiskar og fuglar. Þegar við hugsum um dýr hugsum við því yfirleitt fyrst og fremst um hryggdýr þó þau séu aðeins lítill hluti af fánu jarðar.

Á Íslandi telst ekki vera mjög fjölskrúðugt dýralíf og er lífmassinn hér mjög lítill. Ísland liggur á norðurhveli jarðar þar sem er yfirleitt minni fjölbreytni í lífríkinu en það verður svo sífellt fjölbreyttara eftir því sem nær dregur miðbaug. Á sumum hitabeltissvæðum lifa ótal margar tegundir dýra og plantna saman á afar litlum svæðum og lífmassi þessara svæða er því mjög hár. Lesa má nánar um fjölda dýrategunda á Íslandi í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?

Þrátt fyrir að sífellt séu að greinast nýjar tegundir dýra fer fjöldi þekktra dýrategunda ört minnkandi. Við erum nú að upplifa sjöttu útrýmingaröldu jarðsögunnar, en hún hófst fyrir um 100.000 árum samhliða aukinni útbreiðslu mannsins. Hraði útrýmingar fer sífellt vaxandi og er talið að árið 2028 verði um 20% af núverandi lífveru tegundum jarðar útdauðar. Nánar má lesa um þetta í svörum Jóns Más Halldórssonar við spurningunum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....