- Í bráðri hættu (e. Critically endangered, CR). Tegund telst vera í bráðri hættu þegar eindregnar líkur eru á að hún verði útdauð í náttúrunni í náinni framtíð, samkvæmt tilteknum forsendum.
- Í hættu (e. Endangered, ER). Tegund telst vera í hættu, en þó ekki í bráðri hættu, þegar mjög miklar líkur eru á að hún verði útdauð í náttúrunni í fyrirsjáanlegri framtíð, samkvæmt tilteknum forsendum.
- Í nokkurri hættu (e. Vulnarable, VU). Tegund telst vera í nokkurri hættu, en þó hvorki í bráðri hættu né í hættu samanber hér að framan, ef miklar líkur eru á að hún verði útdauð í náttúrunni í framtíðinni, samkvæmt tilteknum forsendum.

Dvergbuffali af tegundinni Bubalus mindorensis (e. tamaraw eða Mindoro dwarf buffalo) sem lifir á eyjunni Mindoro á Filippseyjumer dæmi um spendýrategund í mikilli útrýmingarhættu. Samkvæmt IUCN er áætlað að tegundin telji aðeins um 430 dýr.
Flokkur | Heildarf. tegunda | Í bráðri hættu | Í hættu | Í nokkurri hættu |
Fiskar | 28.132 | 862 (3%) | 1.456 (5%) | 1.677 (6%) |
Froskdýr | 8.009 | 798 (10%) | 1.266 (16%) | 809 (10%) |
Fuglar | 11.195 | 223 (2%) | 395 (4%) | 693 (6%) |
Skriðdýr | 10.311 | 430 (4%) | 789 (8%) | 626 (6%) |
Spendýr | 5.991 | 241 (4%) | 546 (9%) | 567 (9%) |

Eyðing búsvæða, til dæmis vegna skógarhöggs, er ein ástæða þess að mörgum dýrategundum hefur hnignað. Mynd frá Amason.
- IUCN. 2024. The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2024-2. https://www.iucnredlist.org/search. (Sótt 24.3.2025).
- IUCN. (e.d.). Summary Statistics. https://www.iucnredlist.org/resources/summary-statistics. (Sótt 24.3.2025).
- IUCN. 2024. IUCN Red List version 2024-2: Table 1a. file:///C:/Users/35486/Downloads/2024-2_RL_Table_1a.pdf (Sótt 24.3.2025).
- Náttúrfræðistofnun Íslands. (e.d.). Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsambandsins. https://www.ni.is/is/midlun/utgafa/valistar/haettuflokkar.
- Náttúrfræðistofnun Íslands. (e.d.). Válistar. https://www.ni.is/is/midlun/utgafa/valistar
- Yfirlitsmynd: Brad Polzin. (2009, 16. maí). Endangered animals. Flickr. Birt undir CC BY-NC-ND 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/bradpolzin/3534768027
- LaDez. (2012, 24. september). Bubalus mindorensis by Gregg Yan 01.jpg. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Bubalus_mindorensis_by_Gregg_Yan_01.jpg
- Amazônia Real. (2020, 10. ágúst). Desmatamento e Queimdas 2020. Flickr. Birt undir CC BY-NC-SA 2.0 leyfi. https://flickr.com/photos/amazoniareal/50224352431/in/photostream/