Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?

Jón Már Halldórsson

Líffræðingar hafa haft þann háttinn að flokka dýrategundir í útrýmingarhættu í þrjá flokka eftir því hversu mikil hætta er á því að þær deyi út í nánustu framtíð.

Flokkarnir eru þessir:

  • Dýr í mikilli útrýmingarhættu (e. critically endangered). Helmingslíkur eru á því að dýr sem lenda í þessum flokki verði horfin úr villtri náttúru eftir 10 ár eða eftir þrjár kynslóðir.
  • Dýr í í útrýmingarhættu (e. endangered). 20% líkur eru á því að dýr sem lenda í þessum flokkir deyji út á næstu tuttugu árum. Sérfræðingar meta það svo að dýr í þessum flokki séu ekki í bráðri útrýmingarhættu en muni að öllum líkindum hverfa ef ekkert er að gert.
  • Dýr í hættu (e. vulnarable). Dýr í þessum flokki eru ekki í bráðri hættu á allra næstu áratugum. Sérfræðingar telja þó að 10% líkur séu á því að dýrin deyji út á næstu 100 árum.

Hér má sjá töflu sem sýnir hversu margar dýrategundir eru í útrýmingarhættu og hversu mikil sú hætta er. Taflan er unnin eftir upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN).



Eins og sjá má er stór hluti spendýra í einhverri útrýmingarhættu eða alls 1096 dýrategundir. Af rúmlega 4600 spendýrategundum sem eru þekktar í heiminum í dag eru rúmlega 23% tegundanna í einhverri útrýmingarhættu. Af rúmlega 9000 fuglategundum eru 1107 tegundir álitnar vera í einhvers konar útrýmingarhættu eða þurfa sérstaka vernd. Þetta eru um 12% fuglategunda í heiminum í dag. Hlutfallið er minna í öðrum flokkum dýra. Ástæðurnar fyrir því geta verið af ýmsum toga en fyrst og fremst kannski það þekkingarleysi sem ríkir á ástandi dýrategunda í þessum flokkum.

Líffræðingar telja að nokkrar meginástæður séu fyrir því að stofnstærð viðkomandi dýrategundar hafi þróast á þennan veg. Í fyrsta lagi megi rekja ástandið til þess að búsvæði viðkomandi dýrategundar hafi verið eyðilagt eða því verið breytt vegna mannlegra athafna til dæmis þegar stór og villt svæði hafa verið rudd til að búa til ræktunarsvæði fyrir landbúnað í frumskógum víða í Asíu og Suður-Ameríku. Þetta hefur stundum leitt til þess að fjöldi dýrategunda hefur tapað búsvæðum sínum. Í kjölfarið hafa mörg þeirra dáið út eða þeim fækkað svo mikið að eftir eru aðeins örfá dýr.

Í öðru lagi hefur dýrategundum fækkað vegna ólöglegra veiða sem kallast veiðiþjófnaður eða stjórnlausar veiðar. Til dæmis hafa nashyrningar í Afríku og tígrísdýr í Asíu orðið illa fyrir barðinu á veiðiþjófum á undanförnum áratugum. Stofnar tígrisdýra í Asíu hafa farið minnkandi undanfarna tvo áratugi vegna mikilla eftirspurnar eftir ýmsum afurðum sem vinna má úr skinnum þeirra til dæmis. Ekki er útséð um hvort tígrisdýrin hafi það af í nánustu framtíð nema ríkisstjórnir í Asíuríkjum komi þeim til verndar.

Þriðja stóra ástæðan sem getur legið til grundvallar þess að dýr séu í útrýmingarhættu er mengun af mannavöldum sem leiðir til dæmis til þess að vatnsból dýranna spillast og skógur tapast.

Litirnir í sneiðmyndunum samsvara þeim punktum sem hverri dýrategund var úthlutað í töflunni hér að ofan.

Heimild

IUCN, Red list of threatened species




Myndir: HB

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.4.2002

Spyrjandi

Loftveig Einarsdóttir,
Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2002, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2266.

Jón Már Halldórsson. (2002, 5. apríl). Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2266

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2002. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2266>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?
Líffræðingar hafa haft þann háttinn að flokka dýrategundir í útrýmingarhættu í þrjá flokka eftir því hversu mikil hætta er á því að þær deyi út í nánustu framtíð.

Flokkarnir eru þessir:

  • Dýr í mikilli útrýmingarhættu (e. critically endangered). Helmingslíkur eru á því að dýr sem lenda í þessum flokki verði horfin úr villtri náttúru eftir 10 ár eða eftir þrjár kynslóðir.
  • Dýr í í útrýmingarhættu (e. endangered). 20% líkur eru á því að dýr sem lenda í þessum flokkir deyji út á næstu tuttugu árum. Sérfræðingar meta það svo að dýr í þessum flokki séu ekki í bráðri útrýmingarhættu en muni að öllum líkindum hverfa ef ekkert er að gert.
  • Dýr í hættu (e. vulnarable). Dýr í þessum flokki eru ekki í bráðri hættu á allra næstu áratugum. Sérfræðingar telja þó að 10% líkur séu á því að dýrin deyji út á næstu 100 árum.

Hér má sjá töflu sem sýnir hversu margar dýrategundir eru í útrýmingarhættu og hversu mikil sú hætta er. Taflan er unnin eftir upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN).



Eins og sjá má er stór hluti spendýra í einhverri útrýmingarhættu eða alls 1096 dýrategundir. Af rúmlega 4600 spendýrategundum sem eru þekktar í heiminum í dag eru rúmlega 23% tegundanna í einhverri útrýmingarhættu. Af rúmlega 9000 fuglategundum eru 1107 tegundir álitnar vera í einhvers konar útrýmingarhættu eða þurfa sérstaka vernd. Þetta eru um 12% fuglategunda í heiminum í dag. Hlutfallið er minna í öðrum flokkum dýra. Ástæðurnar fyrir því geta verið af ýmsum toga en fyrst og fremst kannski það þekkingarleysi sem ríkir á ástandi dýrategunda í þessum flokkum.

Líffræðingar telja að nokkrar meginástæður séu fyrir því að stofnstærð viðkomandi dýrategundar hafi þróast á þennan veg. Í fyrsta lagi megi rekja ástandið til þess að búsvæði viðkomandi dýrategundar hafi verið eyðilagt eða því verið breytt vegna mannlegra athafna til dæmis þegar stór og villt svæði hafa verið rudd til að búa til ræktunarsvæði fyrir landbúnað í frumskógum víða í Asíu og Suður-Ameríku. Þetta hefur stundum leitt til þess að fjöldi dýrategunda hefur tapað búsvæðum sínum. Í kjölfarið hafa mörg þeirra dáið út eða þeim fækkað svo mikið að eftir eru aðeins örfá dýr.

Í öðru lagi hefur dýrategundum fækkað vegna ólöglegra veiða sem kallast veiðiþjófnaður eða stjórnlausar veiðar. Til dæmis hafa nashyrningar í Afríku og tígrísdýr í Asíu orðið illa fyrir barðinu á veiðiþjófum á undanförnum áratugum. Stofnar tígrisdýra í Asíu hafa farið minnkandi undanfarna tvo áratugi vegna mikilla eftirspurnar eftir ýmsum afurðum sem vinna má úr skinnum þeirra til dæmis. Ekki er útséð um hvort tígrisdýrin hafi það af í nánustu framtíð nema ríkisstjórnir í Asíuríkjum komi þeim til verndar.

Þriðja stóra ástæðan sem getur legið til grundvallar þess að dýr séu í útrýmingarhættu er mengun af mannavöldum sem leiðir til dæmis til þess að vatnsból dýranna spillast og skógur tapast.

Litirnir í sneiðmyndunum samsvara þeim punktum sem hverri dýrategund var úthlutað í töflunni hér að ofan.

Heimild

IUCN, Red list of threatened species




Myndir: HB...