Sólin Sólin Rís 04:22 • sest 22:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:47 • Sest 03:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:13 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:22 • sest 22:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:47 • Sest 03:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:13 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?

Jón Már Halldórsson

Margar dýrategundir standa mjög höllum fæti og geta í fyrirsjáanlegri framtíð horfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti úr villtri náttúru. Það er hins vegar afar erfitt að ætla að tilgreina hvaða dýr er í mestri hættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Á Vísindavefnum er þegar að finna mörg svör með dæmum um dýrategundir í mjög mikilli útrýmingarhættu og er lesendum bent á að kynna sér þau (sjá til dæmis tengd svör hér fyrir neðan).

Þegar skoða á hvernig tilteknar tegundir lífvera standa er gott og gagnlegt að þekkja til vefsíðu Alþjóðleganáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation of Nature, IUCN) og svonefnds rauðs lista sem sambandið stendur að (IUCN Red List of Threatened Species). Á þeim lista er að finna upplýsingar um stöðu yfir 166.000 tegunda lífvera, þar af yfir 91.000 tegunda dýra. Hér á eftir er því stuttlega sagt frá IUCN-vefnum og síðan tekin örfá dæmi um þær þúsundir dýrategunda sem teljast vera í bráðri hættu.

IUCN eru samtök sem stofnuð voru árið 1964 og innan þeirra vébanda er að finna umfangsmestu upplýsingaveituna um lífverur í útrýmingarhættu, hvort sem það eru dýr, plöntur eða jafnvel sveppir. Rauði listi IUCN, eða válisti, inniheldur mikilvægar vísbendingar um líffræðilega fjölbreytni jarðar og er ein besta heimildin sem við höfum um heilbrigði villtra stofna. Rauði listinn inniheldur upplýsingar um útbreiðslu, stofnstærð, búsvæði og vistfræði, notkun og/eða viðskipti, ógnir og verndaraðgerðir, en allt eru það þættir sem þurfa að liggja til grundvallar þegar mótuð er stefna eða teknar ákvarðanir sem hafa áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika jarðar.

Uglupáfi eða kakapúi (Strigops habroptilus) er ein þeirra tegunda sem teljast í bráðri hættu. Tegundin lifir aðeins á Nýja-Sjálandi. Samkvæmt mati frá 2018 taldi stofninn innan við 150 einstaklinga.

Á lista IUCN eru tegundir flokkaðar í nokkra mismunandi hættuflokka eftir því hversu alvarleg staða þeirra er metin. Talað er um að tegund sé í hættu ef hún lendir í einum af eftirfarandi flokkum „í bráðri hættu“, „í hættu“ eða „í nokkurri hættu“.

Samkvæmt viðmiðum rauða lista IUCN er talið að ein af hverjum fjórum tegundum spendýra sé í hættu og 41% froskdýra eða næstum því ein af hverju tveimur tegundum froskdýra. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að stofnstærð tegundar er afar lítil, sem dæmi má nefna eyðingu búsvæða af einhverjum ástæðum, ofnýtingu, veiðiþjófnað, breytingar í náttúrunni, til dæmis vegna loftslagsbreytinga, og mengun af einhverju tagi.

Allt þetta og fleira til hefur sett margar tegundir í svo viðkvæma stöðu að þær eru í mikilli hættu á að verða aldauðar í villtri náttúru. Sem dæmi um tegund í verulega mikilli útrýmingarhættu er hjartardýr sem á ensku kallast saola (Pseudoryx nghetinhensis) og lifir í skógivöxnu fjalllendi Laos og Víetnam. Nýlegt mat á stærð stofnsins liggur ekki fyrir en talið er að dýrin séu örugglega færri en 750 og mjög líklega töluvert færri.

Önnur tegund stórvaxinna hófdýra sem stendur mjög illa og talin er í bráðri hættu, er antilópan snúðhyrna (Addax nasomaculatus). Snúðhyrna var áður útbreidd á Sahel-svæðinu vestan Nílardalsins en finnst nú aðeins á mjög afmörkuðum svæðum í Máritaníu, Tsjad og Níger. Ofveiði er ein helsta ástæða þess hvernig komið er. Talið er mjög líklegt að stofnstærð tegundarinnar sé innan við 100 dýr í villtri náttúru. Hins vegar eru einhver þúsund snúðhyrnur í haldi manna eða undir verndarvæng þeirra, ýmist í dýragörðum, á lokuðum svæðum þar sem reynt er að fjölga dýrum eða á svæðum í einkaeigu.

Af níu tegundum hreisturdýra eru þrjár taldar í bráðri hættu. Þar á meðal er filippeyska hreisturdýrið (Manis culionensis). Hér má sjá ungviði þess nudda sér upp að móðurinni sem hefur hringað sig saman.

Þriðja tegundin sem hér er nefnd er filippeyski krókódíllinn Crocodylus mindorensis sem lifir á eyjunum Mindanao, Dalupiri og Luzon á Filippseyjum. Verulega hefur gengið á búsvæði hans og telur tegundin nú aðeins rétt um hundrað fullorðna einstaklinga og afar fáa í dýragörðum.

Súmötru-nashyrningurinn (Dicerorhinus sumatrensis) er ein þeirra tegunda sem teljast vera í bráðri hættu en hann finnst nú aðeins á indónesísku eyjunni Súmötru auk nokkurra dýra á eyjunni Borneó. Áður lifði hann víða á meginlandi Asíu svo sem í Kambódíu, Víetnam, Laós, Suður-Kína, Taílandi, Bangladess og Indlandi en hefur verið útrýmt þar. Enn heldur þessi smávaxni nashyrningur til í þéttum skógum á eyjunum sem fara þó óðum minnkandi. Talið er að heildarstofnstærð tegundarinnar sé vel innan við 100 einstaklingar.

Sú tegund sem sennilega skartar þeim vafasama heiðri að vera ein af sjaldgæfustu hryggdýrategundum jarðar er dverghnísan (Phocoena sinus) sem finnst á takmörkuðu svæði í norðanverðum Kaliforníuflóa. Undir lok síðustu aldar var stofninn talinn vera vel yfir 500 dýr en nú telja vísindamenn að innan við 30 dverghnísur séu eftir.

Hér hafa aðeins verið nefnd fimm dæmi um tegundir sem teljast í bráðri hættu samkvæmt rauða lista IUCN en alls eru 4.161 dýrategund sem falla í þennan flokk tegunda í mestri útrýmingarhættu. Því til viðbótar eru fjölmargar undirtegundir í mikilli hættu á að hverfa úr villtri náttúru. Þar má til dæmis nefna amur-hlébarðann (Panthera pardus orientalis) sem finnst í Mansjúríu í Kína og suðausturhluta Rússlandi og krossfljótsgórilluna (Gorilla gorilla diehli) sem er deilitegund sem finnst við Cross-ána á landamærum Kamerún og Nígeríu og er algjörlega aðskilinn öðrum fjallagórillum sem finnast mun austar í álfunni.

Þeim sem hafa áhuga á að sjá hvaða fleiri tegundir eru í þessari alvarlegu stöðu er bent á að fara á vef IUCN, velja ítarleit (advanced) og þar undir velja „CR – Critically Endangered“ undir „Red List Categrory“.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.5.2025

Spyrjandi

Sædís Ylfa Þorvarðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2025, sótt 12. maí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87341.

Jón Már Halldórsson. (2025, 12. maí). Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87341

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2025. Vefsíða. 12. maí. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87341>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?
Margar dýrategundir standa mjög höllum fæti og geta í fyrirsjáanlegri framtíð horfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti úr villtri náttúru. Það er hins vegar afar erfitt að ætla að tilgreina hvaða dýr er í mestri hættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Á Vísindavefnum er þegar að finna mörg svör með dæmum um dýrategundir í mjög mikilli útrýmingarhættu og er lesendum bent á að kynna sér þau (sjá til dæmis tengd svör hér fyrir neðan).

Þegar skoða á hvernig tilteknar tegundir lífvera standa er gott og gagnlegt að þekkja til vefsíðu Alþjóðleganáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation of Nature, IUCN) og svonefnds rauðs lista sem sambandið stendur að (IUCN Red List of Threatened Species). Á þeim lista er að finna upplýsingar um stöðu yfir 166.000 tegunda lífvera, þar af yfir 91.000 tegunda dýra. Hér á eftir er því stuttlega sagt frá IUCN-vefnum og síðan tekin örfá dæmi um þær þúsundir dýrategunda sem teljast vera í bráðri hættu.

IUCN eru samtök sem stofnuð voru árið 1964 og innan þeirra vébanda er að finna umfangsmestu upplýsingaveituna um lífverur í útrýmingarhættu, hvort sem það eru dýr, plöntur eða jafnvel sveppir. Rauði listi IUCN, eða válisti, inniheldur mikilvægar vísbendingar um líffræðilega fjölbreytni jarðar og er ein besta heimildin sem við höfum um heilbrigði villtra stofna. Rauði listinn inniheldur upplýsingar um útbreiðslu, stofnstærð, búsvæði og vistfræði, notkun og/eða viðskipti, ógnir og verndaraðgerðir, en allt eru það þættir sem þurfa að liggja til grundvallar þegar mótuð er stefna eða teknar ákvarðanir sem hafa áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika jarðar.

Uglupáfi eða kakapúi (Strigops habroptilus) er ein þeirra tegunda sem teljast í bráðri hættu. Tegundin lifir aðeins á Nýja-Sjálandi. Samkvæmt mati frá 2018 taldi stofninn innan við 150 einstaklinga.

Á lista IUCN eru tegundir flokkaðar í nokkra mismunandi hættuflokka eftir því hversu alvarleg staða þeirra er metin. Talað er um að tegund sé í hættu ef hún lendir í einum af eftirfarandi flokkum „í bráðri hættu“, „í hættu“ eða „í nokkurri hættu“.

Samkvæmt viðmiðum rauða lista IUCN er talið að ein af hverjum fjórum tegundum spendýra sé í hættu og 41% froskdýra eða næstum því ein af hverju tveimur tegundum froskdýra. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að stofnstærð tegundar er afar lítil, sem dæmi má nefna eyðingu búsvæða af einhverjum ástæðum, ofnýtingu, veiðiþjófnað, breytingar í náttúrunni, til dæmis vegna loftslagsbreytinga, og mengun af einhverju tagi.

Allt þetta og fleira til hefur sett margar tegundir í svo viðkvæma stöðu að þær eru í mikilli hættu á að verða aldauðar í villtri náttúru. Sem dæmi um tegund í verulega mikilli útrýmingarhættu er hjartardýr sem á ensku kallast saola (Pseudoryx nghetinhensis) og lifir í skógivöxnu fjalllendi Laos og Víetnam. Nýlegt mat á stærð stofnsins liggur ekki fyrir en talið er að dýrin séu örugglega færri en 750 og mjög líklega töluvert færri.

Önnur tegund stórvaxinna hófdýra sem stendur mjög illa og talin er í bráðri hættu, er antilópan snúðhyrna (Addax nasomaculatus). Snúðhyrna var áður útbreidd á Sahel-svæðinu vestan Nílardalsins en finnst nú aðeins á mjög afmörkuðum svæðum í Máritaníu, Tsjad og Níger. Ofveiði er ein helsta ástæða þess hvernig komið er. Talið er mjög líklegt að stofnstærð tegundarinnar sé innan við 100 dýr í villtri náttúru. Hins vegar eru einhver þúsund snúðhyrnur í haldi manna eða undir verndarvæng þeirra, ýmist í dýragörðum, á lokuðum svæðum þar sem reynt er að fjölga dýrum eða á svæðum í einkaeigu.

Af níu tegundum hreisturdýra eru þrjár taldar í bráðri hættu. Þar á meðal er filippeyska hreisturdýrið (Manis culionensis). Hér má sjá ungviði þess nudda sér upp að móðurinni sem hefur hringað sig saman.

Þriðja tegundin sem hér er nefnd er filippeyski krókódíllinn Crocodylus mindorensis sem lifir á eyjunum Mindanao, Dalupiri og Luzon á Filippseyjum. Verulega hefur gengið á búsvæði hans og telur tegundin nú aðeins rétt um hundrað fullorðna einstaklinga og afar fáa í dýragörðum.

Súmötru-nashyrningurinn (Dicerorhinus sumatrensis) er ein þeirra tegunda sem teljast vera í bráðri hættu en hann finnst nú aðeins á indónesísku eyjunni Súmötru auk nokkurra dýra á eyjunni Borneó. Áður lifði hann víða á meginlandi Asíu svo sem í Kambódíu, Víetnam, Laós, Suður-Kína, Taílandi, Bangladess og Indlandi en hefur verið útrýmt þar. Enn heldur þessi smávaxni nashyrningur til í þéttum skógum á eyjunum sem fara þó óðum minnkandi. Talið er að heildarstofnstærð tegundarinnar sé vel innan við 100 einstaklingar.

Sú tegund sem sennilega skartar þeim vafasama heiðri að vera ein af sjaldgæfustu hryggdýrategundum jarðar er dverghnísan (Phocoena sinus) sem finnst á takmörkuðu svæði í norðanverðum Kaliforníuflóa. Undir lok síðustu aldar var stofninn talinn vera vel yfir 500 dýr en nú telja vísindamenn að innan við 30 dverghnísur séu eftir.

Hér hafa aðeins verið nefnd fimm dæmi um tegundir sem teljast í bráðri hættu samkvæmt rauða lista IUCN en alls eru 4.161 dýrategund sem falla í þennan flokk tegunda í mestri útrýmingarhættu. Því til viðbótar eru fjölmargar undirtegundir í mikilli hættu á að hverfa úr villtri náttúru. Þar má til dæmis nefna amur-hlébarðann (Panthera pardus orientalis) sem finnst í Mansjúríu í Kína og suðausturhluta Rússlandi og krossfljótsgórilluna (Gorilla gorilla diehli) sem er deilitegund sem finnst við Cross-ána á landamærum Kamerún og Nígeríu og er algjörlega aðskilinn öðrum fjallagórillum sem finnast mun austar í álfunni.

Þeim sem hafa áhuga á að sjá hvaða fleiri tegundir eru í þessari alvarlegu stöðu er bent á að fara á vef IUCN, velja ítarleit (advanced) og þar undir velja „CR – Critically Endangered“ undir „Red List Categrory“.

Heimildir og myndir:...