Sólin Sólin Rís 03:18 • sest 23:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:31 • Sest 02:38 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:45 • Síðdegis: 24:17 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um náttúru og dýralíf á Filippseyjum?

Jón Már Halldórsson

Filippseyjar samanstanda af 7641 eyjum og eru margar þeirra mjög smáar. Samtals er flatarmál þeirra um 300 þúsund km2 eða tæplega þrisvar sinnum stærð Íslands. Talið er að í upphafi 20. aldar hafi um 70% af eyjunum verið skógi vaxið, en undir lok aldarinnar hafi skóglendi verið um 20%. Mikið hefur því verið gengið á heimkynni hinna ýmsu dýrategunda með tilheyrandi afleiðingum. Lífríki eyjanna er engu að síður afar fjölskrúðugt og teljast eyjarnar vera einn af „heitum reitum“ á þurrlendi jarðar, þegar kemur að fjölbreytni dýra- og gróðurlífs. Tíðni uppgötvana nýrra tegunda er líka töluvert há á Filippseyjum í samanburði við flest önnur lönd heims og þar af leiðandi er fjöldi einlendra tegunda (e. endemic, tegundir sem ekki þekkjast annars staðar) líka mikill. Á hinn bóginn eru líka óvenju margar tegundir taldar í hættu ef miðað við stærð landsins.

Filippseyjaörninn (Pithecophaga jefferyi) er talinn vera sú arnartegund sem hefur mest vænghaf. Hann finnst einungis á Filippseyjum og er í útrýmingarhættu.

Rétt er að taka fram að í stuttu svari á Vísindavefnum er engin leið að gefa tæmandi upplýsingar um dýralíf tiltekins lands eða svæðis heldur einungis hægt að nefna örfá dæmi.

Á Filippseyjum er eitt mesta safn af einlendu fuglalífi jarðar. Heimildum ber ekki saman um fjölda fuglategunda en samkvæmt BirdLife International er heildarfjöldi tegunda rétt tæplega 600, þar af 258 einlendar. Aðeins í Ástralíu og Indónesíu eru fleiri einlendar tegundir. Það væri langt mál að fjalla um fuglalíf eyjanna en þó má minnast á þjóðarfuglinn, sem er hinn sjaldgæfi filippseyjaörn (Pithecophaga jefferyi) sem finnst í regnskógunum eyjanna. Hann hefur gjarnan verið kallaður apaætuörn eða monkey-eating eagle á ensku, því talið var að hann lifði fyrst og fremst á öpum. Nú er vitað að fæða hans er mun fjölbreyttari, allt eftir aðstæðum á hverjum stað, en smá og meðalstór spendýr eru stór þáttur á matseðlinum. Filippseyjaörninn er talinn vera í mikilli útrýmingarhættu þar sem verulega hefur gengið á búsvæði hans, aðallega vegna skógarhöggs og aukins landbúnaðar. Fuglinn er alfriðaður en talið er að heildarstofnstærð hans er sé aðeins á bilinu 180-500 fuglar.

Ferskvatnskrókódíllinn (Crocodylus mindorensis, e. Philippine crocodile) er önnur af tveimur tegundum krókódíla sem finnast á Filippseyjum. Hann er friðaður enda talinn í mikilli útrýmingarhættu.

Eyjarnar eru einnig mikið gósenland skriðdýra en samkvæmt alþjóða náttúruverndarsamtökunum IUCN finnast 348 tegundir skriðdýra á eyjunum og er mikill meirihluti þeirra einlendar. Að minnsta kosti 27 skriðdýrategundir teljast vera í viðkvæmri stöðu eða í útrýmingarhættu en líklega eru þær mun fleiri þar sem ónógar upplýsingar eru um stöðu rúmlega 50 tegunda. Af fágætum skriðdýrategundum má nefna ferskvatnskrókódíllinn (Crocodylus mindorensis, e. Philippine crocodile) sem er einlendur og álitinn sjaldgæfasta tegund krókódíla. Talið er að heildarstofnstærð hans í villtri náttúru eyjanna sé einungis um 100 einstaklingar.

Dæmi um aðrar einlendar og fágætar tegundir skriðdýra eru filippseyska skógarskjaldbakan (Siebenrockiella leytensis, e. Philippine forest turtle) sem þrátt fyrir nafnið er ferskvatnsskjaldbaka sem fyrst var lýst um 1920 en fannst ekki aftur fyrr en 1988, og tvær tegundir eðla sem fyrst var lýst á þessari öld, panay-eðlan (Varanus mabitang, e. Panay monitor) og eðla kennd við Sierra Madre-fjallgarðinn (Varanus bitatawa, e. Northern Sierra Madre forest monitor).

Samkvæmt IUCN eru 115 tegundir froskdýra á Filippseyjum og eru yfir 80% þeirra einlendar. Meðal annars má nefna ættkvíslina Platymantis sem ein og sér telur mögulega allt að 60 tegundir sem flestar finnast hvergi annars staðar. Af þeim 115 froskdýrategundum sem finnast á Filippseyjum hefur hátt í 30 verið lýst á síðustu 25 árum. Þótt tegundum hafi fjölgað mikið síðustu áratugi þegar nýjum tegundum er lýst, þá eru áhyggjur af afkomu margar tegunda. Að minnsta kosti 27 tegundir eru taldar í viðkvæmri stöðu eða í útrýmingarhættu.

Acerodon jubatus (e. giant golden-crowned flying fox) er ein af að minnsta kosti 75 tegundum leðurblaka sem finnast á Filippseyjum.

Á Filipseyjum finnast rúmlega 200 tegundir landspendýra samkvæmt IUCN. Eins og gildir um aðra hópa er meirihluti þeirra einlendur. Nagdýr eru stærsti ættbálkurinn með 95 tegundir og næst á eftir koma leðurblökur með 75 tegundir. Sem dæmi um þá miklu fjölbreytni sem er í spendýrafánunni má nefna Crateromys schadenbergi (e. Giant bushy-tailed cloud rat), loðna trjárottu sem getur orðið rúmlega 70 cm á lengd, nokkrar tegundir af Rhynchomys-rottum, sem eru tiltölulega litlar með mjög langt trýni og lifa aðallega á ormum, filippseyska fluglemúrinn (Cynocephalus volans, e. Philippine flying lemur), sem þó er ekki lemúr heldur tilheyrir feldvængjum (Dermoptera) og flýgur ekki, heldur svífur eða hoppar á milli trjágreina, dádýr af nokkrum tegundum, fimm tegundir villisvína og sex tegundir rándýra.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.5.2023

Spyrjandi

Ingibjörg

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um náttúru og dýralíf á Filippseyjum? “ Vísindavefurinn, 4. maí 2023. Sótt 3. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=84303.

Jón Már Halldórsson. (2023, 4. maí). Hvað getið þið sagt mér um náttúru og dýralíf á Filippseyjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84303

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um náttúru og dýralíf á Filippseyjum? “ Vísindavefurinn. 4. maí. 2023. Vefsíða. 3. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84303>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um náttúru og dýralíf á Filippseyjum?
Filippseyjar samanstanda af 7641 eyjum og eru margar þeirra mjög smáar. Samtals er flatarmál þeirra um 300 þúsund km2 eða tæplega þrisvar sinnum stærð Íslands. Talið er að í upphafi 20. aldar hafi um 70% af eyjunum verið skógi vaxið, en undir lok aldarinnar hafi skóglendi verið um 20%. Mikið hefur því verið gengið á heimkynni hinna ýmsu dýrategunda með tilheyrandi afleiðingum. Lífríki eyjanna er engu að síður afar fjölskrúðugt og teljast eyjarnar vera einn af „heitum reitum“ á þurrlendi jarðar, þegar kemur að fjölbreytni dýra- og gróðurlífs. Tíðni uppgötvana nýrra tegunda er líka töluvert há á Filippseyjum í samanburði við flest önnur lönd heims og þar af leiðandi er fjöldi einlendra tegunda (e. endemic, tegundir sem ekki þekkjast annars staðar) líka mikill. Á hinn bóginn eru líka óvenju margar tegundir taldar í hættu ef miðað við stærð landsins.

Filippseyjaörninn (Pithecophaga jefferyi) er talinn vera sú arnartegund sem hefur mest vænghaf. Hann finnst einungis á Filippseyjum og er í útrýmingarhættu.

Rétt er að taka fram að í stuttu svari á Vísindavefnum er engin leið að gefa tæmandi upplýsingar um dýralíf tiltekins lands eða svæðis heldur einungis hægt að nefna örfá dæmi.

Á Filippseyjum er eitt mesta safn af einlendu fuglalífi jarðar. Heimildum ber ekki saman um fjölda fuglategunda en samkvæmt BirdLife International er heildarfjöldi tegunda rétt tæplega 600, þar af 258 einlendar. Aðeins í Ástralíu og Indónesíu eru fleiri einlendar tegundir. Það væri langt mál að fjalla um fuglalíf eyjanna en þó má minnast á þjóðarfuglinn, sem er hinn sjaldgæfi filippseyjaörn (Pithecophaga jefferyi) sem finnst í regnskógunum eyjanna. Hann hefur gjarnan verið kallaður apaætuörn eða monkey-eating eagle á ensku, því talið var að hann lifði fyrst og fremst á öpum. Nú er vitað að fæða hans er mun fjölbreyttari, allt eftir aðstæðum á hverjum stað, en smá og meðalstór spendýr eru stór þáttur á matseðlinum. Filippseyjaörninn er talinn vera í mikilli útrýmingarhættu þar sem verulega hefur gengið á búsvæði hans, aðallega vegna skógarhöggs og aukins landbúnaðar. Fuglinn er alfriðaður en talið er að heildarstofnstærð hans er sé aðeins á bilinu 180-500 fuglar.

Ferskvatnskrókódíllinn (Crocodylus mindorensis, e. Philippine crocodile) er önnur af tveimur tegundum krókódíla sem finnast á Filippseyjum. Hann er friðaður enda talinn í mikilli útrýmingarhættu.

Eyjarnar eru einnig mikið gósenland skriðdýra en samkvæmt alþjóða náttúruverndarsamtökunum IUCN finnast 348 tegundir skriðdýra á eyjunum og er mikill meirihluti þeirra einlendar. Að minnsta kosti 27 skriðdýrategundir teljast vera í viðkvæmri stöðu eða í útrýmingarhættu en líklega eru þær mun fleiri þar sem ónógar upplýsingar eru um stöðu rúmlega 50 tegunda. Af fágætum skriðdýrategundum má nefna ferskvatnskrókódíllinn (Crocodylus mindorensis, e. Philippine crocodile) sem er einlendur og álitinn sjaldgæfasta tegund krókódíla. Talið er að heildarstofnstærð hans í villtri náttúru eyjanna sé einungis um 100 einstaklingar.

Dæmi um aðrar einlendar og fágætar tegundir skriðdýra eru filippseyska skógarskjaldbakan (Siebenrockiella leytensis, e. Philippine forest turtle) sem þrátt fyrir nafnið er ferskvatnsskjaldbaka sem fyrst var lýst um 1920 en fannst ekki aftur fyrr en 1988, og tvær tegundir eðla sem fyrst var lýst á þessari öld, panay-eðlan (Varanus mabitang, e. Panay monitor) og eðla kennd við Sierra Madre-fjallgarðinn (Varanus bitatawa, e. Northern Sierra Madre forest monitor).

Samkvæmt IUCN eru 115 tegundir froskdýra á Filippseyjum og eru yfir 80% þeirra einlendar. Meðal annars má nefna ættkvíslina Platymantis sem ein og sér telur mögulega allt að 60 tegundir sem flestar finnast hvergi annars staðar. Af þeim 115 froskdýrategundum sem finnast á Filippseyjum hefur hátt í 30 verið lýst á síðustu 25 árum. Þótt tegundum hafi fjölgað mikið síðustu áratugi þegar nýjum tegundum er lýst, þá eru áhyggjur af afkomu margar tegunda. Að minnsta kosti 27 tegundir eru taldar í viðkvæmri stöðu eða í útrýmingarhættu.

Acerodon jubatus (e. giant golden-crowned flying fox) er ein af að minnsta kosti 75 tegundum leðurblaka sem finnast á Filippseyjum.

Á Filipseyjum finnast rúmlega 200 tegundir landspendýra samkvæmt IUCN. Eins og gildir um aðra hópa er meirihluti þeirra einlendur. Nagdýr eru stærsti ættbálkurinn með 95 tegundir og næst á eftir koma leðurblökur með 75 tegundir. Sem dæmi um þá miklu fjölbreytni sem er í spendýrafánunni má nefna Crateromys schadenbergi (e. Giant bushy-tailed cloud rat), loðna trjárottu sem getur orðið rúmlega 70 cm á lengd, nokkrar tegundir af Rhynchomys-rottum, sem eru tiltölulega litlar með mjög langt trýni og lifa aðallega á ormum, filippseyska fluglemúrinn (Cynocephalus volans, e. Philippine flying lemur), sem þó er ekki lemúr heldur tilheyrir feldvængjum (Dermoptera) og flýgur ekki, heldur svífur eða hoppar á milli trjágreina, dádýr af nokkrum tegundum, fimm tegundir villisvína og sex tegundir rándýra.

Heimildir og myndir:...