Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?

Jón Már Halldórsson

Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar.

Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum má nefna elg, rádýr, rauðhjört, ýmsar tegundir nagdýra svo sem rauðíkorna, mýs, læmingja og bifur, kanínur og héra svo nokkur dæmi séu nefnd.



Elgurinn er stærsta villta spendýrið í Svíþjóð.

Tvær tegundir spendýra hafa dáið út, það er svartrotta (Rattus rattus) og hreindýr (Rangifer tarandus), en hreindýr lifa þó áfram í Svíþjóð í haldi manna. Nokkrum tegundum spendýra hefur verið útrýmt í Svíþjóð, en þær seinna fluttar inn frá nágrannaríkjum og náð sér þannig á strik á nýjan leik. Þar má nefna evrasíska villisvínið (Sus scrofa) sem dó út í Svíþjóð á 18. öld. Nokkur dýr hafa sloppið úr skemmtigörðum og hefur nú myndast nokkuð traustur stofn 5-8 þúsund einstaklinga í suður- og austurhluta landsins. Dádýr (Cervus duma) var flutt inn á miðöldum og finnst nú um alla Suður-Svíþjóð. Bifri (Castor fiber) var útrýmt fyrir nokkrum öldum en fluttur inn aftur 1922 og hefur vegnað svo vel í norðurhluta Svíþjóðar að dýrið er víða álitið meindýr.

Þrjár tegundir spendýra eru taldar í mikilli útrýmingarhættu í landinu. Tvær þessara tegunda eru leðurblökur; bechsteiniiblaka (Myotis bechsteinii) sem telur aðeins á bilinu 10-100 einstaklinga og tjarnarblaka (Myotis dusycneme) en hún á aðeins eitt þekkt varpsvæði í landinu og er talið að aðeins 60 einstaklingar haldi þar til. Þriðja tegundin í mikilli útrýmingarhættu er úlfurinn (Canis lupus). Talið er að stofn hans sé innan við 100 dýr og hafa rannsóknir sýnt að erfðabreytileikinn er orðinn hættulega lítill og innræktun mikið vandamál. Svo virðist sem úlfar í Svíþjóð blandist ekki stærri stofnum úlfa í Finnlandi og Rússlandi.

Tæplega 260 tegundir fugla verpa að staðaldri í Svíþjóð. Þegar tegundalisti er skoðaður sést að tegundir sem bundnar eru við mýrlendi og skóglendi eru áberandi margar enda stór hluti landsins skógi vaxinn og mikið um votlendi. Alls finnast 45 tegundir innan ætta andfugla (Anatidae) og vaðfugla (Scolopacidae).

Fjölmargar fuglategundir sem verpa hér á landi finnast einnig í Svíþjóð. Meðal annars álft (Cygnus cygnus), haförn (Haliaeetus albicilla), valur (Falco rusticulus), grágæs (Anser anser), fjölmargar tegundir anda, sílamáfur (Larus fuscus), stormmáfur (Larus canus), kría (Sternea paradisea) og hrafn (Corvus corax) svo aðeins nokkrar tegundir séu nefndar.



Örn á flugi.

Alls hafa fundist sjö tegundir skriðdýra í Svíþjóð, þar af þrjár tegundir snáka. Algengasta skriðdýr Svíþjóðar er eðla sem kallast stálormur (Anguis fragilis). Þetta er fótalaus eðla eða svokölluð ormeðla og algjörlega meinlaus. Langalgengasta snákategundin í Svíþjóð er hins vegar naðra (Vipera berus). Hún mun vera hættulegust þeirra snáka sem þar lifa enda á hún til að bíta. Menn eru þó ekki í bráðri hættu því bitið og eitrið sem því fylgir mun vera svipað og geitungastunga. Naðran leggst í híði líkt og aðrar snákategundir í landinu. Dvalinn hjá nöðrunni er þó breytilegur, nyrst í landinu getur hann varað í allt að 9 mánuði en syðst, eins og á Skáni, er hann nokkrum mánuðum skemmri. Grassnákur (Natrix natrix) er meinlaust skriðdýr sem heldur til nærri vötnum. Hvorug þessara tegunda nær metra á lengd. Þriðja snákategundin er heslisnákur (Coronella austriaca).

Þrátt fyrir kalda veðráttu hluta árs eru 13 tegundir froskdýra í Svíþjóð. Allar tegundir froska eru friðaðar samkvæmt lögum og má hvorki flytja þær úr né valda þeim skaða á nokkurn hátt. Froskum hefur fækkað í sænskri náttúru vegna skerðingar á búsvæðum, það er votlendi. Meðal fágætustu froska í sænskri náttúru er pollafroskurinn (Pelophylax lessonae) en Svíþjóð og Noregur eru nyrstu mörk útbreiðslu hans í Evrópu. Hann er algengari sunnar í álfunni svo sem í Þýskalandi og Póllandi. Önnur tegund, ætifroskurinn (Pelophylax kl. esculentus), er á nyrstu mörkum útbreiðslu sinnar í Skandinavíu. Algengasti froskurinn í landinu er sennilega mýrarfroskurinn sem finnst nánast um allt land nema í nyrstu héruðunum.

Í Svíþjóð er mikill fjöldi stórra vatna. Stærsta vatn landsins er Vänern sem er meira en fimm þúsund ferkílómetrar að stærð. Tvö önnur vötn, Vättern og Mälaren, eru meira en þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Fjölmargar fisktegundir finnast í þessum vötnum og öðrum um gjörvallt landið, svo sem hvítfiskur, áll, lax og silungur auk tuga annarra tegunda.

Þessi ríkulega náttúra Svíþjóðar er gjöfult forðabúr fyrir sænsku þjóðina. Meðal annars hefur árlegur afli af hvítfisk (Coregonus albula) úr Vänern verið meira en 160 tonn síðastliðin ár, árlega veiðast meira en 20 tonn af ál og yfir 100 tonn af öðrum fiskum. Árlegur afli alls ferskvatnsfisks er því umtalsverður í Svíþjóð.

Kunnasta veiðidýr Svíþjóðar er þó sjálfsagt elgurinn. Heildarstofnstærð hans innan landamæranna er sennilega um 300 þúsund dýr en árlega eru skotin í kringum 100 þúsund dýr. Aðrir grasbítar skóganna svo sem rauðhjörtur og rádýr eru einnig veidd í tugþúsunda tali auk þess sem fjallahérinn og evrópski hérinn eru vinsælir til veiða.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.5.2009

Spyrjandi

Þórður Hrafn Heiðdal, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2009, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52053.

Jón Már Halldórsson. (2009, 14. maí). Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52053

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2009. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52053>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?
Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar.

Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum má nefna elg, rádýr, rauðhjört, ýmsar tegundir nagdýra svo sem rauðíkorna, mýs, læmingja og bifur, kanínur og héra svo nokkur dæmi séu nefnd.



Elgurinn er stærsta villta spendýrið í Svíþjóð.

Tvær tegundir spendýra hafa dáið út, það er svartrotta (Rattus rattus) og hreindýr (Rangifer tarandus), en hreindýr lifa þó áfram í Svíþjóð í haldi manna. Nokkrum tegundum spendýra hefur verið útrýmt í Svíþjóð, en þær seinna fluttar inn frá nágrannaríkjum og náð sér þannig á strik á nýjan leik. Þar má nefna evrasíska villisvínið (Sus scrofa) sem dó út í Svíþjóð á 18. öld. Nokkur dýr hafa sloppið úr skemmtigörðum og hefur nú myndast nokkuð traustur stofn 5-8 þúsund einstaklinga í suður- og austurhluta landsins. Dádýr (Cervus duma) var flutt inn á miðöldum og finnst nú um alla Suður-Svíþjóð. Bifri (Castor fiber) var útrýmt fyrir nokkrum öldum en fluttur inn aftur 1922 og hefur vegnað svo vel í norðurhluta Svíþjóðar að dýrið er víða álitið meindýr.

Þrjár tegundir spendýra eru taldar í mikilli útrýmingarhættu í landinu. Tvær þessara tegunda eru leðurblökur; bechsteiniiblaka (Myotis bechsteinii) sem telur aðeins á bilinu 10-100 einstaklinga og tjarnarblaka (Myotis dusycneme) en hún á aðeins eitt þekkt varpsvæði í landinu og er talið að aðeins 60 einstaklingar haldi þar til. Þriðja tegundin í mikilli útrýmingarhættu er úlfurinn (Canis lupus). Talið er að stofn hans sé innan við 100 dýr og hafa rannsóknir sýnt að erfðabreytileikinn er orðinn hættulega lítill og innræktun mikið vandamál. Svo virðist sem úlfar í Svíþjóð blandist ekki stærri stofnum úlfa í Finnlandi og Rússlandi.

Tæplega 260 tegundir fugla verpa að staðaldri í Svíþjóð. Þegar tegundalisti er skoðaður sést að tegundir sem bundnar eru við mýrlendi og skóglendi eru áberandi margar enda stór hluti landsins skógi vaxinn og mikið um votlendi. Alls finnast 45 tegundir innan ætta andfugla (Anatidae) og vaðfugla (Scolopacidae).

Fjölmargar fuglategundir sem verpa hér á landi finnast einnig í Svíþjóð. Meðal annars álft (Cygnus cygnus), haförn (Haliaeetus albicilla), valur (Falco rusticulus), grágæs (Anser anser), fjölmargar tegundir anda, sílamáfur (Larus fuscus), stormmáfur (Larus canus), kría (Sternea paradisea) og hrafn (Corvus corax) svo aðeins nokkrar tegundir séu nefndar.



Örn á flugi.

Alls hafa fundist sjö tegundir skriðdýra í Svíþjóð, þar af þrjár tegundir snáka. Algengasta skriðdýr Svíþjóðar er eðla sem kallast stálormur (Anguis fragilis). Þetta er fótalaus eðla eða svokölluð ormeðla og algjörlega meinlaus. Langalgengasta snákategundin í Svíþjóð er hins vegar naðra (Vipera berus). Hún mun vera hættulegust þeirra snáka sem þar lifa enda á hún til að bíta. Menn eru þó ekki í bráðri hættu því bitið og eitrið sem því fylgir mun vera svipað og geitungastunga. Naðran leggst í híði líkt og aðrar snákategundir í landinu. Dvalinn hjá nöðrunni er þó breytilegur, nyrst í landinu getur hann varað í allt að 9 mánuði en syðst, eins og á Skáni, er hann nokkrum mánuðum skemmri. Grassnákur (Natrix natrix) er meinlaust skriðdýr sem heldur til nærri vötnum. Hvorug þessara tegunda nær metra á lengd. Þriðja snákategundin er heslisnákur (Coronella austriaca).

Þrátt fyrir kalda veðráttu hluta árs eru 13 tegundir froskdýra í Svíþjóð. Allar tegundir froska eru friðaðar samkvæmt lögum og má hvorki flytja þær úr né valda þeim skaða á nokkurn hátt. Froskum hefur fækkað í sænskri náttúru vegna skerðingar á búsvæðum, það er votlendi. Meðal fágætustu froska í sænskri náttúru er pollafroskurinn (Pelophylax lessonae) en Svíþjóð og Noregur eru nyrstu mörk útbreiðslu hans í Evrópu. Hann er algengari sunnar í álfunni svo sem í Þýskalandi og Póllandi. Önnur tegund, ætifroskurinn (Pelophylax kl. esculentus), er á nyrstu mörkum útbreiðslu sinnar í Skandinavíu. Algengasti froskurinn í landinu er sennilega mýrarfroskurinn sem finnst nánast um allt land nema í nyrstu héruðunum.

Í Svíþjóð er mikill fjöldi stórra vatna. Stærsta vatn landsins er Vänern sem er meira en fimm þúsund ferkílómetrar að stærð. Tvö önnur vötn, Vättern og Mälaren, eru meira en þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Fjölmargar fisktegundir finnast í þessum vötnum og öðrum um gjörvallt landið, svo sem hvítfiskur, áll, lax og silungur auk tuga annarra tegunda.

Þessi ríkulega náttúra Svíþjóðar er gjöfult forðabúr fyrir sænsku þjóðina. Meðal annars hefur árlegur afli af hvítfisk (Coregonus albula) úr Vänern verið meira en 160 tonn síðastliðin ár, árlega veiðast meira en 20 tonn af ál og yfir 100 tonn af öðrum fiskum. Árlegur afli alls ferskvatnsfisks er því umtalsverður í Svíþjóð.

Kunnasta veiðidýr Svíþjóðar er þó sjálfsagt elgurinn. Heildarstofnstærð hans innan landamæranna er sennilega um 300 þúsund dýr en árlega eru skotin í kringum 100 þúsund dýr. Aðrir grasbítar skóganna svo sem rauðhjörtur og rádýr eru einnig veidd í tugþúsunda tali auk þess sem fjallahérinn og evrópski hérinn eru vinsælir til veiða.

Heimildir og myndir: