Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?

Jón Már Halldórsson

Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 km/klst. Því er dýralífið aðallega bundið við ströndina.

Suðurskautslandið er þriðja minnsta heimsálfan, um 14 milljónir ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 10% af þurrlendi jarðar. Allt að 98% þess eru hulin jökli sem er að meðaltali 2 km þykkur. Undir þykkri heimskautaíshellunni eru umtalsverð kolalög sem bera vitni um blómleg vistkerfi Suðurskautslandsins fyrir milljónum ára þegar meginlandið tilheyrði hinu forna Gondwanalandi.

Þó dýralíf á Suðurskautslandinu sjálfu sé mjög fábrotið í sambanburði við önnur meginlönd þá er lífríki hafsvæðisins þar í kring meðal þess ríkulegasta sem þekkist á jörðinni. Á hverju vori verður til geysilegur þörungablómi sem er neðsta þrepið í fæðukeðju hafsins. Suðurhafsljósátan (Euphausia superba), lítið krabbadýr sem er allt að 70 mm á lengd, er meðal þeirra lífvera sem nærast á þessum þörungum. Ljósátan er svo sjálf helsta fæða stórra hvalastofna sem halda til hluta úr ári á hafsvæðinu umhverfis Suðurskautslandið. Meðal þeirra hvalategunda sem finnast á svæðinu eru búrhveli, steypireyður, hnúfubakur, langreyður og háhyrningur auk margra annarra smærri tegunda.



Suðurhafsljósátan (Euphausia superba) er ein af lykiltegundunum í vistkerfi hafsins umhverfis Suðurheimskautið.

Ekkert landspendýr lifir á Suðurskautslandinu en að staðaldri lifa sex tegundir hreifadýra á hafsvæðinu umhverfis það. Þær eru pardusselur eða hlébarðaselur (Hydrurga leptonyx), weddelselur (Leptonychotes weddelli), átuselur (Lobodon carcinophagus) loðselur (Arctocephalus gazella), kóngasæfíll (Mirounga leonina) og ross-selur (Ommatophoca Rossii). Selastofnarnir við Suðurskautslandið eru geysilega stórir og telja sjávarlíffræðingar að jafnvel allt að 60% sela á jörðinni sé að finna á þessu svæði. Flest þessara hreifadýra kæpa ekki á landinu sjálfu heldur á lagnaðarísnum undan ströndinni.



Háhyrningur (Orchinus orca) af suðurhafsdeilitegund (sem er ljósari yfirlitum en norrænir háhyrningar) lítur eftir sel.

Af þeim rúmlega 20 þúsund fiskategundum sem þekktar eru í heiminum hafa aðeins fundist rúmlega 100 tegundir við Suðurskautslandið. Hitastig hafsins þar er óvenju lágt, það sveiflast frá -2 gráðum upp í 0 gráður, og hafa fiskarnir sem þar lifa aðlagast kuldanum með einstökum hætti.

Um 50 tegundir fugla halda að staðaldri til við Suðurskautslandið. Þar af eru sjö tegundir mörgæsa, það eru adeliemörgæs (Pygoscelis adeliae) , hökubandsmörgæs (Pygoscelis antarctica) , keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri), klappamörgæs (Eudyptes chrysolophus), klettamörgæs (Eudyptes chrysocome) og konungsmörgæs (Aptenodytes patagonicus). Þess má geta að keisaramörgæsin er einlend (e. endemic), það er hún lifir aðeins á þessu tiltekna svæði og hvergi annars staðar.

Sem dæmi um fleygar fuglategundir sem verpa á Suðurskautslandinu má nefna fáeinar tegundir albatrosa, svölur og suðurhafsskúminn.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.6.2005

Spyrjandi

Guðný Guðmundsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2005, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5078.

Jón Már Halldórsson. (2005, 24. júní). Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5078

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2005. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5078>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?
Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 km/klst. Því er dýralífið aðallega bundið við ströndina.

Suðurskautslandið er þriðja minnsta heimsálfan, um 14 milljónir ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 10% af þurrlendi jarðar. Allt að 98% þess eru hulin jökli sem er að meðaltali 2 km þykkur. Undir þykkri heimskautaíshellunni eru umtalsverð kolalög sem bera vitni um blómleg vistkerfi Suðurskautslandsins fyrir milljónum ára þegar meginlandið tilheyrði hinu forna Gondwanalandi.

Þó dýralíf á Suðurskautslandinu sjálfu sé mjög fábrotið í sambanburði við önnur meginlönd þá er lífríki hafsvæðisins þar í kring meðal þess ríkulegasta sem þekkist á jörðinni. Á hverju vori verður til geysilegur þörungablómi sem er neðsta þrepið í fæðukeðju hafsins. Suðurhafsljósátan (Euphausia superba), lítið krabbadýr sem er allt að 70 mm á lengd, er meðal þeirra lífvera sem nærast á þessum þörungum. Ljósátan er svo sjálf helsta fæða stórra hvalastofna sem halda til hluta úr ári á hafsvæðinu umhverfis Suðurskautslandið. Meðal þeirra hvalategunda sem finnast á svæðinu eru búrhveli, steypireyður, hnúfubakur, langreyður og háhyrningur auk margra annarra smærri tegunda.



Suðurhafsljósátan (Euphausia superba) er ein af lykiltegundunum í vistkerfi hafsins umhverfis Suðurheimskautið.

Ekkert landspendýr lifir á Suðurskautslandinu en að staðaldri lifa sex tegundir hreifadýra á hafsvæðinu umhverfis það. Þær eru pardusselur eða hlébarðaselur (Hydrurga leptonyx), weddelselur (Leptonychotes weddelli), átuselur (Lobodon carcinophagus) loðselur (Arctocephalus gazella), kóngasæfíll (Mirounga leonina) og ross-selur (Ommatophoca Rossii). Selastofnarnir við Suðurskautslandið eru geysilega stórir og telja sjávarlíffræðingar að jafnvel allt að 60% sela á jörðinni sé að finna á þessu svæði. Flest þessara hreifadýra kæpa ekki á landinu sjálfu heldur á lagnaðarísnum undan ströndinni.



Háhyrningur (Orchinus orca) af suðurhafsdeilitegund (sem er ljósari yfirlitum en norrænir háhyrningar) lítur eftir sel.

Af þeim rúmlega 20 þúsund fiskategundum sem þekktar eru í heiminum hafa aðeins fundist rúmlega 100 tegundir við Suðurskautslandið. Hitastig hafsins þar er óvenju lágt, það sveiflast frá -2 gráðum upp í 0 gráður, og hafa fiskarnir sem þar lifa aðlagast kuldanum með einstökum hætti.

Um 50 tegundir fugla halda að staðaldri til við Suðurskautslandið. Þar af eru sjö tegundir mörgæsa, það eru adeliemörgæs (Pygoscelis adeliae) , hökubandsmörgæs (Pygoscelis antarctica) , keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri), klappamörgæs (Eudyptes chrysolophus), klettamörgæs (Eudyptes chrysocome) og konungsmörgæs (Aptenodytes patagonicus). Þess má geta að keisaramörgæsin er einlend (e. endemic), það er hún lifir aðeins á þessu tiltekna svæði og hvergi annars staðar.

Sem dæmi um fleygar fuglategundir sem verpa á Suðurskautslandinu má nefna fáeinar tegundir albatrosa, svölur og suðurhafsskúminn.

Myndir:...