Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvaða dýr búa í Kongó?

Jón Már Halldórsson

Þegar lýðveldið Kongó (áður Zaire) er nefnt dettur sennilega flestum í hug dimmir regnskógar í svörtustu Afríku. Þetta er ekki fjarri lagi þar sem stærstur hluti þessa stóra lands (rúmlega 2,3 miljónir km2) er þakinn ógreiðfærum regnskógi.

Þessir miklu og ógreiðfæru regnskógar hafa þó ekki alltaf verið til staðar, en þeir eru taldir tiltölulega ungir ef miðað er við rannsóknir á aldri Amasón-skóganna í Suður-Ameríku og asískra regnskóga. Fyrir rúmlega 2.500 árum var graslendi ríkjandi á þessum slóðum og þöktu regnskógarnir því mun minna svæði en í dag. Sveiflur í hita og raka undanfarin 5 milljón ár hafa valdið því að regnskógarnir hafa stækkað og minnkað á víxl. Þessar breytingar hafa vissulega haft geysileg áhrif á dýralíf landsins. Antilópur eins skógarhafur (Boocercus euryceros, e. bongo), ókapi (Okapia johnstoni) og sítahafur (Tragelaphus spekii) hafa aðlagast felugjörnu lífi í skjóli frumskógarins.

Fleiri dýr hafa sökum aðlögunar að lífi í skógum breyst mjög í útliti og má þar nefna skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Talsverður munur er á skógarfílnum og frænda hans gresjufílnum eða Afríkufílnum (Loxodonta africana), skógarfíllinn er mun minni en gresjufíllinn og skögultennur hans snúa niður á við en ekki beint fram. Þessar breytingar endurspegla aðlögun skógarfílsins að lífi í þéttum gróðri Kongó. Atferli skógarfílsins hefur einnig lagast að því umhverfi sem hann býr í og sem dæmi má nefna að þeir halda sig í mun smærri hópum en frændur þeirra á gresjunum.Skógarfíll ( Loxodonta cyclotis)

Önnur áberandi vistgerð í Lýðveldinu-Kongó eru hin stóru fljót sem renna um skógana og áhrifasvæði þeirra. Dýralífið þar er ríkulegt af stórum ferskvatnsdýrum eins og krókódílum, flóðhestum og ýmsum vatnafuglum, auk froskdýra og ferskvatnsfiska.

Því miður hefur ófriður okkar mannanna haft gríðarleg áhrif á lífríki landsins, en borgarastyrjöld hefur varað í landinu í fjölda ára og er þetta ein blóðugasta styrjöldin frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Öll umhverfisvernd á mjög undir högg að sækja við slíkar aðstæður. Veiðiþjófnaður er mikill og sem dæmi má nefna að þeir sem vinna við umhverfisvernd eru í mikilli hættu vegna glæpahópa sem fjármagna stríðsrekstur með því að veiða friðuð dýr. Yfir 100 þjóðgarðsverðir hafa verið myrtir síðan 1996 á verndarsvæðum víða í landinu. Þetta er þó ekki eina hættan sem steðjar að dýralífi Kongó því önnur og ekki síðri ógn við villt dýralíf eru veiðar íbúa landsins á skógardýrum. Þetta helst í hendur við mikla fátækt íbúa og þann gríðarlega fólksfjölda sem þar býr, en íbúum landsins hefur fjölgað úr 15 milljónum árið 1961 í um 60 milljónir í dag.

Fjöldi þjóðgarða er vítt og breytt um landið og eru 5 þeirra á lista UNESCO yfir heimsminjar í hættu. Kunnastur þeirra er Virunga-þjóðgarðurinn sem stofnaður var árið 1938 og var fyrsti þjóðgarður sem settur var á stofn í álfunni. Hann liggur við landamæri Rúanda og er um 8.000 km2. Í Virunga er einn af síðustu stöðum þar sem fjallagórillur (Gorilla beringei beringei) lifa. Virunga-þjóðgarðurinn nær yfir afar fjölbreytt svæði og spannar allt frá gresju og þéttum skógi upp í fjallendi í 5.000 metra hæð á toppi Rwenzori-tinds. Þjóðgarðurinn er einnig heimkynni flóðhesta og þar eru vetrarstöðvar fugla sem verpa í Síberíu. Um ein milljón flóttamanna sem flúðu þjóðarmorðin í Rúanda á síðasta áratug leituðu skjóls í þjóðgarðinum og hefur dýralífið látið mjög á sjá vegna óstjórnarinnar sem af þessum flóttamannastraumi hlaust. Nú um þessar mundir stjórna stríðsherrar garðinum þannig að ekki er von á góðu og þessi staður sem ætti að teljast til heimsminja stendur vart undir nafni lengur.Fjallagórillur (Gorilla beringei beringei) í Virunga þjóðgarðinum

Garamba-þjóðgarðurinn er næstelsti þjóðgarður landsins, stofnaður 1980. Ríkjandi gróðurfar hans er gresjur og finnast þar fílar, gíraffar, flóðhestar og 30 einstaklingar af hinum sjaldgæfa hvíta nashyrning (Ceratotherium simum).

Kahuzi-Biega-þjóðgarðurinn er nefndur eftir tveimur kulnuðum eldfjöllum sem eru innan marka hans. Þjóðgarðurinn var stofnaður til verndar fjallagórilla (Gorilla beringei beringei) sem lifa í hlíðum fjallanna í um 2.000 til 2.500 metra hæð, en talið er að þar lifi um 250 af um þeim 750 fjallagórillum sem til eru. Dýralíf þjóðgarðsins, sem settur var á laggirnar árið 1980, er annars afar fjölbreytt. Flóttamenn frá nærliggjandi svæðum, veiðiþjófnaður og skæruliðar sem leynast í skóglendinu hafa hins vegar valdið óbætanlegu tjóni á svæðinu.

Salonga-þjóðgarðurinn var stofnaður til að vernda einstætt regnskógarlífríki landsins. Þjóðgarðurinn er afskekktur og einkar ógreiðfær og aðeins aðgengilegur eftir Zaire-fljótinu. Dvergsimpansar(Pan paniscus) og skógarfílar, auk afríska trjónukrókódílsins (Osteolaemus tetraspis) og margra annarra sjaldgæfra tegunda, eiga þar griðastað.

Rannsóknir á dýralífi þessa víðfeðma lands bera þess glöggt vitni hversu illa það hefur orðið úti í langvarandi borgarastyrjöldinni. Fyrir stríð var heildarstofnstærð gresjufíla í landinu um 70 þúsund einstaklingar, en er nú innan við 14 þúsund einstaklingar. Fjöldi flóðhesta hefur einnig hrunið niður úr 20 þúsund dýrum til innan við eitt þúsund.

Fjöldi þeirra dýrategunda sem finnast í Kongó er algjörlega óþekktur því stór svæði í ógreiðfærum skógunum eru ókönnuð. Spendýrafánan er nokkuð svipuð og hjá nágrannaríkjunum. Áberandi tegundir í fánu landsins eru meðal annars simpansar (Pan troglodytes), buffalóar (Syncerus caffer), skógarfílar, villisvín og hlébarðar (Panthera pardus), auk ótal tegunda skógarfugla og smærri spendýra. Stórir snákar af tegundum pýtona, blástursnaðra og trjákóbra finnast í skóglendinu ásamt hundruðum annarra tegunda skrið- og froskdýra. Óteljandi hryggleysingja er einnig að finna í tegundaríkum vistkerfum votlenda og regnskóga landsins.Dvergsimpansi eða bonóbó-api (Pan paniscus)

Dvergsimpansar (Pan paniscus), sem eru náskyldir eiginlegum simpönsum (Pan troglodytes), eru sennilega þekktasta einlenda tegundin í Kongó. Tvær deilitegundir ljóna finnast einnig í landinu, en þekktast þeirra er hið svokallaða kongóljón (Panthera leo hollisteri).

Þrátt fyrir að verulega hafi verið gengið á lífríki Kongó, er það enn eitt það tegundaauðugasta og ríkulegasta í heiminum. Framtíð lífríkisins á hins vegar eftir að ráðast mjög af því hvernig þróun stjórnmála verður í landinu á allra næstu árum og hvernig framtíðarleiðtogar landsins eiga eftir að meta mikilvægi hins auðuga dýralífs. Það er þó næsta víst að á næstu áratugum eigi eftir að ganga verulega á lífríki landsins og eru ógnir þess í framtíðinni margar.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.1.2006

Spyrjandi

Ingibjörg Helgadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr búa í Kongó?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2006. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5547.

Jón Már Halldórsson. (2006, 9. janúar). Hvaða dýr búa í Kongó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5547

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr búa í Kongó?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2006. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5547>.

Chicago | APA | MLA

Tengd svör

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr búa í Kongó?
Þegar lýðveldið Kongó (áður Zaire) er nefnt dettur sennilega flestum í hug dimmir regnskógar í svörtustu Afríku. Þetta er ekki fjarri lagi þar sem stærstur hluti þessa stóra lands (rúmlega 2,3 miljónir km2) er þakinn ógreiðfærum regnskógi.

Þessir miklu og ógreiðfæru regnskógar hafa þó ekki alltaf verið til staðar, en þeir eru taldir tiltölulega ungir ef miðað er við rannsóknir á aldri Amasón-skóganna í Suður-Ameríku og asískra regnskóga. Fyrir rúmlega 2.500 árum var graslendi ríkjandi á þessum slóðum og þöktu regnskógarnir því mun minna svæði en í dag. Sveiflur í hita og raka undanfarin 5 milljón ár hafa valdið því að regnskógarnir hafa stækkað og minnkað á víxl. Þessar breytingar hafa vissulega haft geysileg áhrif á dýralíf landsins. Antilópur eins skógarhafur (Boocercus euryceros, e. bongo), ókapi (Okapia johnstoni) og sítahafur (Tragelaphus spekii) hafa aðlagast felugjörnu lífi í skjóli frumskógarins.

Fleiri dýr hafa sökum aðlögunar að lífi í skógum breyst mjög í útliti og má þar nefna skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Talsverður munur er á skógarfílnum og frænda hans gresjufílnum eða Afríkufílnum (Loxodonta africana), skógarfíllinn er mun minni en gresjufíllinn og skögultennur hans snúa niður á við en ekki beint fram. Þessar breytingar endurspegla aðlögun skógarfílsins að lífi í þéttum gróðri Kongó. Atferli skógarfílsins hefur einnig lagast að því umhverfi sem hann býr í og sem dæmi má nefna að þeir halda sig í mun smærri hópum en frændur þeirra á gresjunum.Skógarfíll ( Loxodonta cyclotis)

Önnur áberandi vistgerð í Lýðveldinu-Kongó eru hin stóru fljót sem renna um skógana og áhrifasvæði þeirra. Dýralífið þar er ríkulegt af stórum ferskvatnsdýrum eins og krókódílum, flóðhestum og ýmsum vatnafuglum, auk froskdýra og ferskvatnsfiska.

Því miður hefur ófriður okkar mannanna haft gríðarleg áhrif á lífríki landsins, en borgarastyrjöld hefur varað í landinu í fjölda ára og er þetta ein blóðugasta styrjöldin frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Öll umhverfisvernd á mjög undir högg að sækja við slíkar aðstæður. Veiðiþjófnaður er mikill og sem dæmi má nefna að þeir sem vinna við umhverfisvernd eru í mikilli hættu vegna glæpahópa sem fjármagna stríðsrekstur með því að veiða friðuð dýr. Yfir 100 þjóðgarðsverðir hafa verið myrtir síðan 1996 á verndarsvæðum víða í landinu. Þetta er þó ekki eina hættan sem steðjar að dýralífi Kongó því önnur og ekki síðri ógn við villt dýralíf eru veiðar íbúa landsins á skógardýrum. Þetta helst í hendur við mikla fátækt íbúa og þann gríðarlega fólksfjölda sem þar býr, en íbúum landsins hefur fjölgað úr 15 milljónum árið 1961 í um 60 milljónir í dag.

Fjöldi þjóðgarða er vítt og breytt um landið og eru 5 þeirra á lista UNESCO yfir heimsminjar í hættu. Kunnastur þeirra er Virunga-þjóðgarðurinn sem stofnaður var árið 1938 og var fyrsti þjóðgarður sem settur var á stofn í álfunni. Hann liggur við landamæri Rúanda og er um 8.000 km2. Í Virunga er einn af síðustu stöðum þar sem fjallagórillur (Gorilla beringei beringei) lifa. Virunga-þjóðgarðurinn nær yfir afar fjölbreytt svæði og spannar allt frá gresju og þéttum skógi upp í fjallendi í 5.000 metra hæð á toppi Rwenzori-tinds. Þjóðgarðurinn er einnig heimkynni flóðhesta og þar eru vetrarstöðvar fugla sem verpa í Síberíu. Um ein milljón flóttamanna sem flúðu þjóðarmorðin í Rúanda á síðasta áratug leituðu skjóls í þjóðgarðinum og hefur dýralífið látið mjög á sjá vegna óstjórnarinnar sem af þessum flóttamannastraumi hlaust. Nú um þessar mundir stjórna stríðsherrar garðinum þannig að ekki er von á góðu og þessi staður sem ætti að teljast til heimsminja stendur vart undir nafni lengur.Fjallagórillur (Gorilla beringei beringei) í Virunga þjóðgarðinum

Garamba-þjóðgarðurinn er næstelsti þjóðgarður landsins, stofnaður 1980. Ríkjandi gróðurfar hans er gresjur og finnast þar fílar, gíraffar, flóðhestar og 30 einstaklingar af hinum sjaldgæfa hvíta nashyrning (Ceratotherium simum).

Kahuzi-Biega-þjóðgarðurinn er nefndur eftir tveimur kulnuðum eldfjöllum sem eru innan marka hans. Þjóðgarðurinn var stofnaður til verndar fjallagórilla (Gorilla beringei beringei) sem lifa í hlíðum fjallanna í um 2.000 til 2.500 metra hæð, en talið er að þar lifi um 250 af um þeim 750 fjallagórillum sem til eru. Dýralíf þjóðgarðsins, sem settur var á laggirnar árið 1980, er annars afar fjölbreytt. Flóttamenn frá nærliggjandi svæðum, veiðiþjófnaður og skæruliðar sem leynast í skóglendinu hafa hins vegar valdið óbætanlegu tjóni á svæðinu.

Salonga-þjóðgarðurinn var stofnaður til að vernda einstætt regnskógarlífríki landsins. Þjóðgarðurinn er afskekktur og einkar ógreiðfær og aðeins aðgengilegur eftir Zaire-fljótinu. Dvergsimpansar(Pan paniscus) og skógarfílar, auk afríska trjónukrókódílsins (Osteolaemus tetraspis) og margra annarra sjaldgæfra tegunda, eiga þar griðastað.

Rannsóknir á dýralífi þessa víðfeðma lands bera þess glöggt vitni hversu illa það hefur orðið úti í langvarandi borgarastyrjöldinni. Fyrir stríð var heildarstofnstærð gresjufíla í landinu um 70 þúsund einstaklingar, en er nú innan við 14 þúsund einstaklingar. Fjöldi flóðhesta hefur einnig hrunið niður úr 20 þúsund dýrum til innan við eitt þúsund.

Fjöldi þeirra dýrategunda sem finnast í Kongó er algjörlega óþekktur því stór svæði í ógreiðfærum skógunum eru ókönnuð. Spendýrafánan er nokkuð svipuð og hjá nágrannaríkjunum. Áberandi tegundir í fánu landsins eru meðal annars simpansar (Pan troglodytes), buffalóar (Syncerus caffer), skógarfílar, villisvín og hlébarðar (Panthera pardus), auk ótal tegunda skógarfugla og smærri spendýra. Stórir snákar af tegundum pýtona, blástursnaðra og trjákóbra finnast í skóglendinu ásamt hundruðum annarra tegunda skrið- og froskdýra. Óteljandi hryggleysingja er einnig að finna í tegundaríkum vistkerfum votlenda og regnskóga landsins.Dvergsimpansi eða bonóbó-api (Pan paniscus)

Dvergsimpansar (Pan paniscus), sem eru náskyldir eiginlegum simpönsum (Pan troglodytes), eru sennilega þekktasta einlenda tegundin í Kongó. Tvær deilitegundir ljóna finnast einnig í landinu, en þekktast þeirra er hið svokallaða kongóljón (Panthera leo hollisteri).

Þrátt fyrir að verulega hafi verið gengið á lífríki Kongó, er það enn eitt það tegundaauðugasta og ríkulegasta í heiminum. Framtíð lífríkisins á hins vegar eftir að ráðast mjög af því hvernig þróun stjórnmála verður í landinu á allra næstu árum og hvernig framtíðarleiðtogar landsins eiga eftir að meta mikilvægi hins auðuga dýralífs. Það er þó næsta víst að á næstu áratugum eigi eftir að ganga verulega á lífríki landsins og eru ógnir þess í framtíðinni margar.

Myndir:

...