Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?

Jón Már Halldórsson

Vegna þess hversu lág Úralfjöll eru ber dýralíf fjallgarðsins töluvert svipmót af sléttlendinu beggja vegna hans. Barrskógar (e. taiga) vaxa því nokkuð óhindrað yfir mestan hluta fjallanna og einkennist dýralífið töluvert af því. Það er þó langt frá því að telja megi Úralfjöllin til einnar vistar. Þau spanna afar stórt svæði; liggja allt frá túndrusvæðunum við Norður-Íshaf allt suður að steppunum í Kasakstan.

Nyrst á túndrusvæðum Úralfjalla eru hreindýr (Rangifer tarandus) tiltölulega algeng. Einnig lifa þar snjógæsir (Chen caerulescens), læmingjar (Lemmus sibiricus), snæuglur (Bubo scandiacus) og heimskautarefir (Vulpes lagopus). Dýralífið verður svo mun tegundaríkara þegar farið er suður eftir fjallgarðinum að hinum þéttu og fornu barrskógum Rússlands. Skógarbirnir (Ursus arctos), jarfi (Gulo gulo), gaupa (Lynx lynx), elgir (Alces alces), rádýr (Capreolus capreolus) og úlfar (Lupus lupus) eru helstu spendýr þessa hluta fjallgarðsins.Rádýr (Capreolus capreolus) eru algeng dýr í Úralfjöllum. Hér sést karldýr vinstra megin á myndinni og kvendýr hægra megin.

Þegar sunnar dregur verða dýr eins og rádýr (Capreolus capreolus) og rauðrefur (Vulpes vulpes) algengari ásamt fjölmörgum smærri spendýrum, svo sem síberíuíkornanum (Tamias sibiricus). Einnig eru þar fjölmargar fuglategundir svo sem gaukur og orri (Tetrao tetrix) sem er algengur fugl á skógarbotninum. Orrar eru sérstaklega algengir á friðuðum eða afskekktum svæðum þar sem veiðiálag er ekki mikið. Úraluglan (Strix uralensis) er einn helsti ránfugl skóganna og veiðir einkum smærri nagdýr svo sem skógarmýs og íkorna.

Angurværan söng næturgalans (Luscinia megarhynchos) má heyra í þéttum laufskógunum þegar sunnar dregur og laufglói (Oriolus oriolus), sem meðal annars hefur flækst hingað til lands, sést skjótast á milli trjágreina. Þar má einnig sjá greifingja (Meles meles) á skógarbotninum.

Á friðuðum svæðum Úralfjalla er þéttleiki dýra einstakur á heimsvísu. Fjölmargir stærri meðlimir spendýrafánunnar sem finnast í barrskógunum teygja útbreiðslu sína suður í laufskógana eins og skógarbirnir og úlfar. Þéttleiki úlfa á svæðinu er með því mesta sem þekkist í heiminum. Talið er að 20-30 þúsund einstaklingar finnist á svæðinu og ber það vott um hversu mikið sé þar að finna af bráð, svo sem elgum.

Dýralífið verður nokkuð frábrugðnara þegar komið er á steppurnar syðst í fjallgarðinum, sérstaklega þegar farið er suður fyrir landamæri Kasakstan. Þar verða tegundir innan ættbálks nagdýra (Rodentia) algengari, svo sem stökkmýs (Dipodidae) og jarðíkornar (Spermophilus sp.). Snákar verða einnig mun algengari á þessum svæðum og má þar nefna evrasísku nöðruna (Vipera berus) og grassnákinn (Natrix natrix).Steppurnar í Kasakstan.

Fjölmargar gjöfular ár renna úr Úralfjöllum til sjávar. Lax og silungur veiðast í einhverjum þeirra en sá verðmætasti fyrir íbúa Úralfjallgarðsins er tegund sem á rússnesku nefnist nelma, en það er hvítfiskur sem minnir nokkuð á ufsa.

Eftir því sem sunnar dregur eftir Úralfjallgarðinum verður dýralíf mun fábrotnara og þéttleiki dýra minnkar til muna. Þetta á þó ekki við um nagdýrin sem blómstra á landbúnaðarsvæðunum sem liggja syðst við fjallgarðinn. Mikil iðnaðaruppbygging varð í sunnaverðum Úralfjöllum á tímum Sovétríkjanna og stórar iðnaðarborgir risu með tilheyrandi mengun og búsvæðaraski fyrir dýralíf svæðisins.

Í Úralfjöllum eru sex þjóðgarðar og níu zapovetnik eða friðuð náttúrusvæði. Meðal þjóðgarða má nefna Pripyshmenskie bory sem hefur að geyma eitt stærsta votlendi Rússlands, en þar verpa fjölmargar fágætar fuglategundir.

Heimildir og frekara lesefni:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.8.2008

Spyrjandi

Guðmundur Gunnlaugsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2008. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48150.

Jón Már Halldórsson. (2008, 13. ágúst). Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48150

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2008. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48150>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?
Vegna þess hversu lág Úralfjöll eru ber dýralíf fjallgarðsins töluvert svipmót af sléttlendinu beggja vegna hans. Barrskógar (e. taiga) vaxa því nokkuð óhindrað yfir mestan hluta fjallanna og einkennist dýralífið töluvert af því. Það er þó langt frá því að telja megi Úralfjöllin til einnar vistar. Þau spanna afar stórt svæði; liggja allt frá túndrusvæðunum við Norður-Íshaf allt suður að steppunum í Kasakstan.

Nyrst á túndrusvæðum Úralfjalla eru hreindýr (Rangifer tarandus) tiltölulega algeng. Einnig lifa þar snjógæsir (Chen caerulescens), læmingjar (Lemmus sibiricus), snæuglur (Bubo scandiacus) og heimskautarefir (Vulpes lagopus). Dýralífið verður svo mun tegundaríkara þegar farið er suður eftir fjallgarðinum að hinum þéttu og fornu barrskógum Rússlands. Skógarbirnir (Ursus arctos), jarfi (Gulo gulo), gaupa (Lynx lynx), elgir (Alces alces), rádýr (Capreolus capreolus) og úlfar (Lupus lupus) eru helstu spendýr þessa hluta fjallgarðsins.Rádýr (Capreolus capreolus) eru algeng dýr í Úralfjöllum. Hér sést karldýr vinstra megin á myndinni og kvendýr hægra megin.

Þegar sunnar dregur verða dýr eins og rádýr (Capreolus capreolus) og rauðrefur (Vulpes vulpes) algengari ásamt fjölmörgum smærri spendýrum, svo sem síberíuíkornanum (Tamias sibiricus). Einnig eru þar fjölmargar fuglategundir svo sem gaukur og orri (Tetrao tetrix) sem er algengur fugl á skógarbotninum. Orrar eru sérstaklega algengir á friðuðum eða afskekktum svæðum þar sem veiðiálag er ekki mikið. Úraluglan (Strix uralensis) er einn helsti ránfugl skóganna og veiðir einkum smærri nagdýr svo sem skógarmýs og íkorna.

Angurværan söng næturgalans (Luscinia megarhynchos) má heyra í þéttum laufskógunum þegar sunnar dregur og laufglói (Oriolus oriolus), sem meðal annars hefur flækst hingað til lands, sést skjótast á milli trjágreina. Þar má einnig sjá greifingja (Meles meles) á skógarbotninum.

Á friðuðum svæðum Úralfjalla er þéttleiki dýra einstakur á heimsvísu. Fjölmargir stærri meðlimir spendýrafánunnar sem finnast í barrskógunum teygja útbreiðslu sína suður í laufskógana eins og skógarbirnir og úlfar. Þéttleiki úlfa á svæðinu er með því mesta sem þekkist í heiminum. Talið er að 20-30 þúsund einstaklingar finnist á svæðinu og ber það vott um hversu mikið sé þar að finna af bráð, svo sem elgum.

Dýralífið verður nokkuð frábrugðnara þegar komið er á steppurnar syðst í fjallgarðinum, sérstaklega þegar farið er suður fyrir landamæri Kasakstan. Þar verða tegundir innan ættbálks nagdýra (Rodentia) algengari, svo sem stökkmýs (Dipodidae) og jarðíkornar (Spermophilus sp.). Snákar verða einnig mun algengari á þessum svæðum og má þar nefna evrasísku nöðruna (Vipera berus) og grassnákinn (Natrix natrix).Steppurnar í Kasakstan.

Fjölmargar gjöfular ár renna úr Úralfjöllum til sjávar. Lax og silungur veiðast í einhverjum þeirra en sá verðmætasti fyrir íbúa Úralfjallgarðsins er tegund sem á rússnesku nefnist nelma, en það er hvítfiskur sem minnir nokkuð á ufsa.

Eftir því sem sunnar dregur eftir Úralfjallgarðinum verður dýralíf mun fábrotnara og þéttleiki dýra minnkar til muna. Þetta á þó ekki við um nagdýrin sem blómstra á landbúnaðarsvæðunum sem liggja syðst við fjallgarðinn. Mikil iðnaðaruppbygging varð í sunnaverðum Úralfjöllum á tímum Sovétríkjanna og stórar iðnaðarborgir risu með tilheyrandi mengun og búsvæðaraski fyrir dýralíf svæðisins.

Í Úralfjöllum eru sex þjóðgarðar og níu zapovetnik eða friðuð náttúrusvæði. Meðal þjóðgarða má nefna Pripyshmenskie bory sem hefur að geyma eitt stærsta votlendi Rússlands, en þar verpa fjölmargar fágætar fuglategundir.

Heimildir og frekara lesefni:...