Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?

Jón Már Halldórsson

Dýralíf á Nýja-Sjálandi á sér mjög sérstaka og merkilega sögu því fyrir landnám manna á eyjunum fyrir tæpum 700 árum fundust þar engin landspendýr. Vissulega voru þó sjávarspendýr viðloðandi eyjarnar í þúsundir ára, svo sem selir (Phocidae) og sæljón (Otariidae). Auk þess tilheyra þrjár tegundir leðurblaka (Chiroptera) upprunalegri spendýrafánu Nýja-Sjálands en þær eyða miklum tíma á jörðinni ólíkt leðurblökum á svæðum þar sem nóg er af rándýrum.

Þetta þýðir að í þeim vistum sem annars staðar voru fráteknar fyrir spendýr höfðu önnur dýr, til dæmis fuglar og skordýr, komið sér fyrir. Þróunarfræðileg afleiðing þessara aðstæðna var sú að óvenjumargar fuglategundir töpuðu flughæfileikum sínum en þar má nefna kívífuglinn (Apteryx spp.), móafuglinn (Dinornithidae) og kakapúann (Strigops habroptila).

Kívífugl af tegundinni Apteryx australis.

Menn komu fyrst til Nýja-Sjálands á árunum 1250-1300 og tóku þá með sér pólýnesíurottu (Rattus exulans) og hunda (Canis lupus familiaris). Evrópumenn komu nokkrum öldum síðar og tóku með sér ýmis húsdýr, svo sem geitfé, nautgripi, sauðfé og svín, auk hunda og katta. Með þessum fyrstu evrópsku landnemum komu einnig rottur (Rattus sp.) og mýs (Mus sp.). Upprunalega lífríkið hefur orðið fyrir miklum skaða vegna áðurnefndra dýra en fjöldi tegunda hefur horfið úr fánu eyjanna. Á 19. öld bættust svo dádýr (Cervidae sp.) og pokarottur (Trichosurus vulpecula) við spendýrafánu landsins. Gróðurfar á eyjunum hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna þessara tveggja tegunda en þær voru fluttar inn til að auðga skinnaiðnað í landinu.

Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa nú spyrnt við fótum vegna hnignunar á upprunalegri fánu landsins og farið í viðamiklar útrýmingarherferðir á rottum og pokarottum á mörgum smærri eyjum Nýja-Sjálands. Til dæmis var alls 30 tonnum af pokarottum fargað á eyjunni Kapiti. Á öðrum stöðum voru rándýraheldar girðingar settar upp, þannig að hvorki nagdýr, kettir né pokarottur kæmust í gegnum þær. Fjölmargir þjóðgarðar eru varðir með slíkum girðingum svo sem Karori wildlife-friðlandið við höfuðborgina Wellington.

Fuglalíf: Það þarf engan að undra að hinn ófleygi kívífugl er þjóðardýr Nýja-Sjálands en meira má lesa um hann í svari undirritaðs við spurningunni: Getur þú sagt mér allt um kívífuglinn og sýnt mér mynd af honum?

Keafuglinn (Nestor notabilis).

Vegna einangrunar eyjanna er óvenjuhátt hlutfall fuglategunda Nýja-Sjálands einlendar (landlægar, e. endemic) eða hvorki meira né minna en 87% tegunda! Það merkir á máli líffræðinnar að þær lifa aðeins þar í landi en finnast ekki annars staðar. Búseta manna leiddi til gríðarlegrar hnignunar á fuglalífi Nýja-Sjálands en alls hafa 33% fuglategunda dáið út eða 43 talsins. Af um 200 fuglategundum sem finnast á eyjunum í dag eru 153 tegundir í útrýmingarhættu, þó mismikilli.

Takahē-fuglinn (Porphyrio hochstetteri).

Meðal þekktari fuglategunda Nýja-Sjálands er keafuglinn (Nestor notabilis) sem er af ætt páfagauka. Hann er eini páfagaukurinn í heiminum sem lifir á bersvæði og í kjarrlendi ofan skógarmarka, í allt að 2000 metra hæð. Keafuglinn lifir á Suðurey Nýja-Sjálands. Önnur einlend tegund er túífuglinn (Prosthemadera novaeseelandiae) sem er nokkuð stór spörfugl af ætt hunangsæta (Meliphagidae). Kjörlendi túífuglsins eru í laufskógum á láglendi. Hinn ófleygi Takahē-fugl (Porphyrio hochstetteri) var talinn útdauður eftir að fjórir fuglar voru drepnir 1898 en hann fannst svo aftur árið 1948. Hann finnst nú í Murchison-fjöllum og telur stofninn rúmlega tvö hundruð fugla. Nokkrir fuglar voru fluttir til lítilla eyja sem eru lausar við rándýr og önnur aðkomudýr. Slíkt hefur gefið góða raun og er þetta dæmi um velheppnaða björgun tegundar.

Kakapúi (Strigops habroptila).

Önnur fuglategund sem er vel þekkt utan Nýja-Sjálands vegna velheppnaðs verndarstarfs er kakapúi (Strigops habroptila). Þetta er tegund af ættbálki páfagauka (Psittaciformes). Þegar evrópskir landnemar numu land fannst fuglinn víða í þéttum skógum, bæði á Norðurey og Suðurey og á Steward-eyju. Þess má geta að hann var umfjöllunarefni í þætti breska leikarans Stephens Fry um dýr í útrýmingarhættu (Last Chance to See). Meginhluti tegundarinnar var að finna á Steward-eyju og tóku vísindamenn til þess bragðs að flytja alla fuglana til fjögurra smárra eyja: Codfish, Chalky, Anchor og Maud. Fuglunum hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum.

Það er ekki hægt að segja skilið við umfjöllun um fugla Nýja-Sjálands nema minnast á hinn stórvaxna móafugl (Dinornithidae). Móafuglar lifðu aðeins á Nýja-Sjálandi en til þeirra töldust ellefu tegundir. Tvær stærstu tegundirnar voru Dinornis robustus og Dinornis novaezelandiae. Þær gátu náð allt að 3,7 metra hæð og vógu um 230 kg. Áður en menn námu land á Nýja-Sjálandi var eini afræninginn Haasts-örninn (Harpagornis moorei). Kvenfuglar þessarar arnartegundar vógu 10 til 15 kg og var vænghaf þeirra 2,6 til 3 metrar. Eftir að maóríar námu land á Nýja-Sjálandi veiddu þeir móafugla af krafti þar sem þeir voru bæði auðveld bráð, enda höfðu þeir aldrei séð menn áður, og kjötmiklir. Veiðiálagið var það mikið að fljótlega fór þeim að fækka og Haasts-örnum fækkaði einnig enda var móafuglinn hans aðalbráð.

Hér ræðst Haasts-örninn (Harpagornis moorei) á móafugla (Dinornithidae).

Ekki er ljóst hvenær örninn hvarf en talið er að breskur landkönnuður Charles Edward Douglas að nafni hafi, samkvæmt ferðadagbókum sínum, skotið tvo ránfugla af stórkostlegri stærð og borðað þá árið 1780. Það má vera að þetta hafi verið síðustu fuglarnir af þessari merku tegund. Móafuglum fækkaði jafnt og þétt samfara miklum veiðum maóría. Hvenær síðustu fuglarnir voru felldir eru ýmsar sögusagnir. Meðal maóría sjálfra er því haldið fram að þeir hafi veitt móafugla eins seint og á síðustu áratugum 18. aldar. Hvalfangarar hafa haldið því fram að hafa séð stórvaxna fugla meðfram ströndum Suðureyjar 1820. Við vitum það þó fyrir víst að móafuglinn er horfinn úr dýralífi jarðar.

Skriðdýr og froskdýr: Alls finnast nú sjö tegundir froska á Nýja-Sjálandi. Upprunaleg froskafána landsins samanstóð af tegundum innan einnar ættkvíslar, Leiopelma. Þrjár af upprunalegu tegundum Nýja-Sjálands eru útdauðar en fjórar finnast enn í skóglendi eyjanna og eru sumar í talsverðri útrýmingarhættu. Þrjár tegundir hafa verið fluttar til eyjanna en þær eru upprunnar frá suðurhluta Ástralíu. Alls finnast nú um 60 tegundir af eðlum á Nýja-Sjálandi en þar af eru um 30 tegundir gekkóa (Gekkonidae) og annað eins af skinkum (Scincidae).

Heimildir:
  • Wikipedia.com - Birds of New Zealand
  • Taylor, Rowan; New Zealand (1997). The State of New Zealand's Environment 1997. Wellington, N.Z: Ministry for the Environment. pp. 1.
  • Wilson, Kerry-Jayne (2004). Flight of the Huia: Ecology and Conservation of New Zealand's Frogs, Reptiles, Birds and Mammals. Christchurch, N.Z: Canterbury University Press. pp. 411.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.7.2011

Spyrjandi

Svandís Perla Snæbjörnsdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2011, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59026.

Jón Már Halldórsson. (2011, 21. júlí). Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59026

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2011. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59026>.

Chicago | APA | MLA

Tengd svör

Skoða öll nýjustu svörin

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?
Dýralíf á Nýja-Sjálandi á sér mjög sérstaka og merkilega sögu því fyrir landnám manna á eyjunum fyrir tæpum 700 árum fundust þar engin landspendýr. Vissulega voru þó sjávarspendýr viðloðandi eyjarnar í þúsundir ára, svo sem selir (Phocidae) og sæljón (Otariidae). Auk þess tilheyra þrjár tegundir leðurblaka (Chiroptera) upprunalegri spendýrafánu Nýja-Sjálands en þær eyða miklum tíma á jörðinni ólíkt leðurblökum á svæðum þar sem nóg er af rándýrum.

Þetta þýðir að í þeim vistum sem annars staðar voru fráteknar fyrir spendýr höfðu önnur dýr, til dæmis fuglar og skordýr, komið sér fyrir. Þróunarfræðileg afleiðing þessara aðstæðna var sú að óvenjumargar fuglategundir töpuðu flughæfileikum sínum en þar má nefna kívífuglinn (Apteryx spp.), móafuglinn (Dinornithidae) og kakapúann (Strigops habroptila).

Kívífugl af tegundinni Apteryx australis.

Menn komu fyrst til Nýja-Sjálands á árunum 1250-1300 og tóku þá með sér pólýnesíurottu (Rattus exulans) og hunda (Canis lupus familiaris). Evrópumenn komu nokkrum öldum síðar og tóku með sér ýmis húsdýr, svo sem geitfé, nautgripi, sauðfé og svín, auk hunda og katta. Með þessum fyrstu evrópsku landnemum komu einnig rottur (Rattus sp.) og mýs (Mus sp.). Upprunalega lífríkið hefur orðið fyrir miklum skaða vegna áðurnefndra dýra en fjöldi tegunda hefur horfið úr fánu eyjanna. Á 19. öld bættust svo dádýr (Cervidae sp.) og pokarottur (Trichosurus vulpecula) við spendýrafánu landsins. Gróðurfar á eyjunum hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna þessara tveggja tegunda en þær voru fluttar inn til að auðga skinnaiðnað í landinu.

Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa nú spyrnt við fótum vegna hnignunar á upprunalegri fánu landsins og farið í viðamiklar útrýmingarherferðir á rottum og pokarottum á mörgum smærri eyjum Nýja-Sjálands. Til dæmis var alls 30 tonnum af pokarottum fargað á eyjunni Kapiti. Á öðrum stöðum voru rándýraheldar girðingar settar upp, þannig að hvorki nagdýr, kettir né pokarottur kæmust í gegnum þær. Fjölmargir þjóðgarðar eru varðir með slíkum girðingum svo sem Karori wildlife-friðlandið við höfuðborgina Wellington.

Fuglalíf: Það þarf engan að undra að hinn ófleygi kívífugl er þjóðardýr Nýja-Sjálands en meira má lesa um hann í svari undirritaðs við spurningunni: Getur þú sagt mér allt um kívífuglinn og sýnt mér mynd af honum?

Keafuglinn (Nestor notabilis).

Vegna einangrunar eyjanna er óvenjuhátt hlutfall fuglategunda Nýja-Sjálands einlendar (landlægar, e. endemic) eða hvorki meira né minna en 87% tegunda! Það merkir á máli líffræðinnar að þær lifa aðeins þar í landi en finnast ekki annars staðar. Búseta manna leiddi til gríðarlegrar hnignunar á fuglalífi Nýja-Sjálands en alls hafa 33% fuglategunda dáið út eða 43 talsins. Af um 200 fuglategundum sem finnast á eyjunum í dag eru 153 tegundir í útrýmingarhættu, þó mismikilli.

Takahē-fuglinn (Porphyrio hochstetteri).

Meðal þekktari fuglategunda Nýja-Sjálands er keafuglinn (Nestor notabilis) sem er af ætt páfagauka. Hann er eini páfagaukurinn í heiminum sem lifir á bersvæði og í kjarrlendi ofan skógarmarka, í allt að 2000 metra hæð. Keafuglinn lifir á Suðurey Nýja-Sjálands. Önnur einlend tegund er túífuglinn (Prosthemadera novaeseelandiae) sem er nokkuð stór spörfugl af ætt hunangsæta (Meliphagidae). Kjörlendi túífuglsins eru í laufskógum á láglendi. Hinn ófleygi Takahē-fugl (Porphyrio hochstetteri) var talinn útdauður eftir að fjórir fuglar voru drepnir 1898 en hann fannst svo aftur árið 1948. Hann finnst nú í Murchison-fjöllum og telur stofninn rúmlega tvö hundruð fugla. Nokkrir fuglar voru fluttir til lítilla eyja sem eru lausar við rándýr og önnur aðkomudýr. Slíkt hefur gefið góða raun og er þetta dæmi um velheppnaða björgun tegundar.

Kakapúi (Strigops habroptila).

Önnur fuglategund sem er vel þekkt utan Nýja-Sjálands vegna velheppnaðs verndarstarfs er kakapúi (Strigops habroptila). Þetta er tegund af ættbálki páfagauka (Psittaciformes). Þegar evrópskir landnemar numu land fannst fuglinn víða í þéttum skógum, bæði á Norðurey og Suðurey og á Steward-eyju. Þess má geta að hann var umfjöllunarefni í þætti breska leikarans Stephens Fry um dýr í útrýmingarhættu (Last Chance to See). Meginhluti tegundarinnar var að finna á Steward-eyju og tóku vísindamenn til þess bragðs að flytja alla fuglana til fjögurra smárra eyja: Codfish, Chalky, Anchor og Maud. Fuglunum hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum.

Það er ekki hægt að segja skilið við umfjöllun um fugla Nýja-Sjálands nema minnast á hinn stórvaxna móafugl (Dinornithidae). Móafuglar lifðu aðeins á Nýja-Sjálandi en til þeirra töldust ellefu tegundir. Tvær stærstu tegundirnar voru Dinornis robustus og Dinornis novaezelandiae. Þær gátu náð allt að 3,7 metra hæð og vógu um 230 kg. Áður en menn námu land á Nýja-Sjálandi var eini afræninginn Haasts-örninn (Harpagornis moorei). Kvenfuglar þessarar arnartegundar vógu 10 til 15 kg og var vænghaf þeirra 2,6 til 3 metrar. Eftir að maóríar námu land á Nýja-Sjálandi veiddu þeir móafugla af krafti þar sem þeir voru bæði auðveld bráð, enda höfðu þeir aldrei séð menn áður, og kjötmiklir. Veiðiálagið var það mikið að fljótlega fór þeim að fækka og Haasts-örnum fækkaði einnig enda var móafuglinn hans aðalbráð.

Hér ræðst Haasts-örninn (Harpagornis moorei) á móafugla (Dinornithidae).

Ekki er ljóst hvenær örninn hvarf en talið er að breskur landkönnuður Charles Edward Douglas að nafni hafi, samkvæmt ferðadagbókum sínum, skotið tvo ránfugla af stórkostlegri stærð og borðað þá árið 1780. Það má vera að þetta hafi verið síðustu fuglarnir af þessari merku tegund. Móafuglum fækkaði jafnt og þétt samfara miklum veiðum maóría. Hvenær síðustu fuglarnir voru felldir eru ýmsar sögusagnir. Meðal maóría sjálfra er því haldið fram að þeir hafi veitt móafugla eins seint og á síðustu áratugum 18. aldar. Hvalfangarar hafa haldið því fram að hafa séð stórvaxna fugla meðfram ströndum Suðureyjar 1820. Við vitum það þó fyrir víst að móafuglinn er horfinn úr dýralífi jarðar.

Skriðdýr og froskdýr: Alls finnast nú sjö tegundir froska á Nýja-Sjálandi. Upprunaleg froskafána landsins samanstóð af tegundum innan einnar ættkvíslar, Leiopelma. Þrjár af upprunalegu tegundum Nýja-Sjálands eru útdauðar en fjórar finnast enn í skóglendi eyjanna og eru sumar í talsverðri útrýmingarhættu. Þrjár tegundir hafa verið fluttar til eyjanna en þær eru upprunnar frá suðurhluta Ástralíu. Alls finnast nú um 60 tegundir af eðlum á Nýja-Sjálandi en þar af eru um 30 tegundir gekkóa (Gekkonidae) og annað eins af skinkum (Scincidae).

Heimildir:
  • Wikipedia.com - Birds of New Zealand
  • Taylor, Rowan; New Zealand (1997). The State of New Zealand's Environment 1997. Wellington, N.Z: Ministry for the Environment. pp. 1.
  • Wilson, Kerry-Jayne (2004). Flight of the Huia: Ecology and Conservation of New Zealand's Frogs, Reptiles, Birds and Mammals. Christchurch, N.Z: Canterbury University Press. pp. 411.

Myndir:...