Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hver eru einkenni skordýra?

Jón Már Halldórsson

Skordýr (Insecta) er tegundaauðugasti flokkur dýra á jörðinni í dag. Áætlað er að allt að 75% allra núlifandi dýrategunda séu skordýr og eru einstaklingarnir gríðarlega margir.

Sem dæmi má nefna að fræðimenn við Smithsonian-safnið í Washington í Bandaríkjunum gerðu tilraun til þess að meta fjölda skordýra í heiminum og fengu út að heildarfjöldinn væri allt að 10 milljón billjónir einstaklinga, en nánar er fjallað um þetta í svari sama höfundar við spurningunni: Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?

Líkt og önnur landdýr eiga skordýr uppruna sinn í sjó. Fyrir um 350 milljónum ára námu áar skordýranna land og hafa þau náð að aðlagast nær öllum búsvæðagerðum þurrlendisins, allt frá eyðimörkum til heimskauta og háfjalla.

Fyrir leikmenn kann að vera snúið að greina skordýr frá öðrum landhryggleysingjum og oft gætir misskilnings hvaða dýr eru skordýr og hver ekki. Hér að neðan verður fjallað um nokkur af helstu einkennum skordýra og atriði sem skilja á milli þeirra og annarra hrygglausra smádýra.

Eitt augljósasta einkenni skordýra, sem greinir þau frá öðrum smádýrum, er að skordýr hafa sex fætur og þrískiptan búk sem greinist í höfuð, frambol og afturbol. Köngulær eru til dæmis ekki skordýr. Þær hafa átta fætur og tvískiptan líkama og tilheyra undirfylkingu klóskera.Líkt og önnur skordýr hefur röndótta ástarbjallan (Eudicella gralli) sex fætur og þrískiptan búk.

Á höfðinu eru mikilvægustu skynfæri skordýrsins. Fálmarar (antennae) standa út úr höfðinu milli augnanna, en þeir gegna hlutverki lyktar- og snertiskyns. Fjölmörg skordýr geta einnig skynjað titring eða þrýstibylgjur með fálmurunum. Skordýr hafa yfirleitt tvö stór augnsvæði sem eru samansett úr fjölda smáaugna. Munnurinn samanstendur af sterkum bitkjálkum (mandibula) og aftan við þá eru neðri kjálkar (maxillae) sem samanstanda af tenntum smákjálkum og mjúkum munnþófa. Út úr bitmunninum gengur svo þreifari (palpae) sem er alsettur snerti- og bragðskynfærum.

Mörg skordýr svo sem fiðrildi, lifa á fljótandi fæðu og hjá þeim hefur þróast sograni. Moskítóflugur eru með hárfínan brodd sem þær stinga í fórnarlambið og sjúga síðan úr þeim blóðið með honum.

Frambolur skordýra er gerður úr þremur liðum, fram-, mið-, og afturlið. Á frambolnum eru fótapörin staðsett, eitt par á hverjum lið eða sex alls. Á vængjuðum skordýrum eru vængirnir staðsettir á frambolnum, á miðlið og afturlið en meðal tvívængja (diptera) er vængjaparið á miðlið.

Á afturbolnum eru líffæri sem tengjast æxlun og varpi. Afturgörnin endar í úrgangsopi. Engir fætur eru á afturbolnum, en hjá frumstæðum skordýrum má greina leifar af ganglimum í afturbolnum.

Flugið

Einn af mest einkennandi eiginleikum margra skordýra er flugið og má færa rök fyrir því að það sé einn helsti þátturinn á bak við velgengni þeirra. Flugið hefur gert þeim kleift að dreifast víða um jörðina og nema ný og framandi búsvæði. Fjölmörg skordýr sýna ótrúlega flughæfileika. Randafluga (Syrphidae) getur til dæmis hangið nánast kyrr í loftinu og skotist svo leiftursnöggt til hliðar.

Flest vængjuð skordýr hafa tvö pör af vængjum, en einn ættbálkur, tvívængjur, hefur aðeins eitt par. Hjá þeim má þó finna leifar af vængjum á afturlið frambolsins sem kölluð eru kólfar. Kólfar þessir virðist gegna mikilvægu hlutverki við flug tvívængja því þeir sveiflast í takt við vængjaslátt flugnanna. Þegar flugan flýgur beint áfram sveiflast kólfarnir í plani eða sléttu hornrétt á flugstefnuna. Ef kólfarnir eru fjarlægðir getur flugan ekki flogið.

Myndbreytingar

Eitt af þeim einkennum sem eru sérstæð fyrir skordýr er myndbreyting (e. metamorphosis). Hjá skordýrum sem ganga í gegnum myndbreytingu er ungviðið frábrugðið fullorðnum einstaklingum í útliti. Við myndbreytingu hverfa einkenni ungviðisins og þau taka á sig mynd fullþroska dýra.

Ekki ganga þó öll skordýr í gegnum slíkan þroskunarferil. Sum skordýr ganga ekki í gegnum neina myndbreytingu en önnur eru með svokallaða ófullkomna myndbreytingu.Lirfa sem við myndbreytingu verður að keisarafiðrildi

Dæmi um skordýr sem ekki ganga í gegnum myndbreytingu eru vænglaus skordýr (Apterygota). Skordýr sem ganga í gegnum ófullkomna myndbreytingu eru útvængjur (Exopterygota), en meðal þeirra eru drekaflugur, steinflugur og dægurflugur. Ungviði þeirra nefnast gyðlur og líkjast mjög fullvaxta dýrum. Á þeim verður svo stigvaxandi breyting þar til fullorðinsstigi er náð.

Skordýr með fullkomna myndbreytingu eru hópur sem nefnist innvængjur (Endopterygota). Ungviðið kallast lirfa og er með öllu frábrugðið fullvaxta dýrum, bæði í útliti og atferli. Lirfan gengur í gegnum nokkur hamskipti, en eftir þau síðustu púpar hún sig og þar fer myndbreytingin fram. Þegar dýrið er orðið fullmótað rífur það púpuhaminn og skríður út sem fullvaxta dýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Evans, H.E. (ritstj.) 1984. Insect biology. A textbook of entomology. Addison – Wesley Publishing company, Reading, Massachusetts.
  • Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.9.2006

Spyrjandi

nemandi í 10. bekk

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver eru einkenni skordýra? “ Vísindavefurinn, 26. september 2006. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6207.

Jón Már Halldórsson. (2006, 26. september). Hver eru einkenni skordýra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6207

Jón Már Halldórsson. „Hver eru einkenni skordýra? “ Vísindavefurinn. 26. sep. 2006. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6207>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni skordýra?
Skordýr (Insecta) er tegundaauðugasti flokkur dýra á jörðinni í dag. Áætlað er að allt að 75% allra núlifandi dýrategunda séu skordýr og eru einstaklingarnir gríðarlega margir.

Sem dæmi má nefna að fræðimenn við Smithsonian-safnið í Washington í Bandaríkjunum gerðu tilraun til þess að meta fjölda skordýra í heiminum og fengu út að heildarfjöldinn væri allt að 10 milljón billjónir einstaklinga, en nánar er fjallað um þetta í svari sama höfundar við spurningunni: Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?

Líkt og önnur landdýr eiga skordýr uppruna sinn í sjó. Fyrir um 350 milljónum ára námu áar skordýranna land og hafa þau náð að aðlagast nær öllum búsvæðagerðum þurrlendisins, allt frá eyðimörkum til heimskauta og háfjalla.

Fyrir leikmenn kann að vera snúið að greina skordýr frá öðrum landhryggleysingjum og oft gætir misskilnings hvaða dýr eru skordýr og hver ekki. Hér að neðan verður fjallað um nokkur af helstu einkennum skordýra og atriði sem skilja á milli þeirra og annarra hrygglausra smádýra.

Eitt augljósasta einkenni skordýra, sem greinir þau frá öðrum smádýrum, er að skordýr hafa sex fætur og þrískiptan búk sem greinist í höfuð, frambol og afturbol. Köngulær eru til dæmis ekki skordýr. Þær hafa átta fætur og tvískiptan líkama og tilheyra undirfylkingu klóskera.Líkt og önnur skordýr hefur röndótta ástarbjallan (Eudicella gralli) sex fætur og þrískiptan búk.

Á höfðinu eru mikilvægustu skynfæri skordýrsins. Fálmarar (antennae) standa út úr höfðinu milli augnanna, en þeir gegna hlutverki lyktar- og snertiskyns. Fjölmörg skordýr geta einnig skynjað titring eða þrýstibylgjur með fálmurunum. Skordýr hafa yfirleitt tvö stór augnsvæði sem eru samansett úr fjölda smáaugna. Munnurinn samanstendur af sterkum bitkjálkum (mandibula) og aftan við þá eru neðri kjálkar (maxillae) sem samanstanda af tenntum smákjálkum og mjúkum munnþófa. Út úr bitmunninum gengur svo þreifari (palpae) sem er alsettur snerti- og bragðskynfærum.

Mörg skordýr svo sem fiðrildi, lifa á fljótandi fæðu og hjá þeim hefur þróast sograni. Moskítóflugur eru með hárfínan brodd sem þær stinga í fórnarlambið og sjúga síðan úr þeim blóðið með honum.

Frambolur skordýra er gerður úr þremur liðum, fram-, mið-, og afturlið. Á frambolnum eru fótapörin staðsett, eitt par á hverjum lið eða sex alls. Á vængjuðum skordýrum eru vængirnir staðsettir á frambolnum, á miðlið og afturlið en meðal tvívængja (diptera) er vængjaparið á miðlið.

Á afturbolnum eru líffæri sem tengjast æxlun og varpi. Afturgörnin endar í úrgangsopi. Engir fætur eru á afturbolnum, en hjá frumstæðum skordýrum má greina leifar af ganglimum í afturbolnum.

Flugið

Einn af mest einkennandi eiginleikum margra skordýra er flugið og má færa rök fyrir því að það sé einn helsti þátturinn á bak við velgengni þeirra. Flugið hefur gert þeim kleift að dreifast víða um jörðina og nema ný og framandi búsvæði. Fjölmörg skordýr sýna ótrúlega flughæfileika. Randafluga (Syrphidae) getur til dæmis hangið nánast kyrr í loftinu og skotist svo leiftursnöggt til hliðar.

Flest vængjuð skordýr hafa tvö pör af vængjum, en einn ættbálkur, tvívængjur, hefur aðeins eitt par. Hjá þeim má þó finna leifar af vængjum á afturlið frambolsins sem kölluð eru kólfar. Kólfar þessir virðist gegna mikilvægu hlutverki við flug tvívængja því þeir sveiflast í takt við vængjaslátt flugnanna. Þegar flugan flýgur beint áfram sveiflast kólfarnir í plani eða sléttu hornrétt á flugstefnuna. Ef kólfarnir eru fjarlægðir getur flugan ekki flogið.

Myndbreytingar

Eitt af þeim einkennum sem eru sérstæð fyrir skordýr er myndbreyting (e. metamorphosis). Hjá skordýrum sem ganga í gegnum myndbreytingu er ungviðið frábrugðið fullorðnum einstaklingum í útliti. Við myndbreytingu hverfa einkenni ungviðisins og þau taka á sig mynd fullþroska dýra.

Ekki ganga þó öll skordýr í gegnum slíkan þroskunarferil. Sum skordýr ganga ekki í gegnum neina myndbreytingu en önnur eru með svokallaða ófullkomna myndbreytingu.Lirfa sem við myndbreytingu verður að keisarafiðrildi

Dæmi um skordýr sem ekki ganga í gegnum myndbreytingu eru vænglaus skordýr (Apterygota). Skordýr sem ganga í gegnum ófullkomna myndbreytingu eru útvængjur (Exopterygota), en meðal þeirra eru drekaflugur, steinflugur og dægurflugur. Ungviði þeirra nefnast gyðlur og líkjast mjög fullvaxta dýrum. Á þeim verður svo stigvaxandi breyting þar til fullorðinsstigi er náð.

Skordýr með fullkomna myndbreytingu eru hópur sem nefnist innvængjur (Endopterygota). Ungviðið kallast lirfa og er með öllu frábrugðið fullvaxta dýrum, bæði í útliti og atferli. Lirfan gengur í gegnum nokkur hamskipti, en eftir þau síðustu púpar hún sig og þar fer myndbreytingin fram. Þegar dýrið er orðið fullmótað rífur það púpuhaminn og skríður út sem fullvaxta dýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Evans, H.E. (ritstj.) 1984. Insect biology. A textbook of entomology. Addison – Wesley Publishing company, Reading, Massachusetts.
  • Wikimedia Commons
...