Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?

ÞV

Milljón er sem kunnugt er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón, sextilljón og svo framvegis. Forskeyti orðanna frá billjón og uppeftir eru dregin af fornum latneskum eða grískum orðum sem merkja 2, 3 og svo framvegis.

Mikilvægt er að gæta að því að orðið billion hefur aðra merkingu í Bandaríkjum, Frakklandi og nokkrum öðrum löndum en annars staðar í heiminum. Hjá þessum þjóðum merkir "billion" sama og milljarður hjá okkur, "trillion" merkir þúsund sinnum meira eða sama og billjón hjá okkur, "quadriljon" sama og þúsund billjónir hjá okkur, "quintilion" sama og trilljón hjá okkur, og svo framvegis. Vegna þess hvað þessar þjóðir ráða miklu í heiminum leitar þessi merking stundum inn í önnur tungumál.

Þegar mjög stórar (eða mjög litlar) tölur eru skrifaðar eru oft notaðir veldisvísar í stað þess að skrifa öll núllin. Þannig er til dæmis skrifað:
1.000.000 = 106 = 1 milljón

3.000.000.000.000 = 3 1012 = 3 billjónir

0,0000001 = 10-6 = 1 milljónasti

0,000000000003 = 3 10-12 = 3 billjónustu
Hér er enn þess að geta að nokkrar áhrifamiklar þjóðir eins og Bandaríkjamenn nota punkt í stað kommu til að tákna tugabrot, skrifa til dæmis "0.1" þar sem við skrifum "0,1" fyrir 1/10. Þær nota þá einnig kommu til að tákna þúsundaskil í stað punkts hjá okkur, þannig að milljónin er skrifuð sem 1,000,000 hjá þeim. Þessi háttur breiðist líka út, ekki síst í vísindaheiminum, vegna þess hvað Bandaríkjamenn hafa mikil áhrif.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

20.5.2000

Spyrjandi

Tryggvi Aðalbjörnsson, f. 1986

Tilvísun

ÞV. „Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2000. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=446.

ÞV. (2000, 20. maí). Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=446

ÞV. „Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2000. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=446>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?
Milljón er sem kunnugt er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón, sextilljón og svo framvegis. Forskeyti orðanna frá billjón og uppeftir eru dregin af fornum latneskum eða grískum orðum sem merkja 2, 3 og svo framvegis.

Mikilvægt er að gæta að því að orðið billion hefur aðra merkingu í Bandaríkjum, Frakklandi og nokkrum öðrum löndum en annars staðar í heiminum. Hjá þessum þjóðum merkir "billion" sama og milljarður hjá okkur, "trillion" merkir þúsund sinnum meira eða sama og billjón hjá okkur, "quadriljon" sama og þúsund billjónir hjá okkur, "quintilion" sama og trilljón hjá okkur, og svo framvegis. Vegna þess hvað þessar þjóðir ráða miklu í heiminum leitar þessi merking stundum inn í önnur tungumál.

Þegar mjög stórar (eða mjög litlar) tölur eru skrifaðar eru oft notaðir veldisvísar í stað þess að skrifa öll núllin. Þannig er til dæmis skrifað:
1.000.000 = 106 = 1 milljón

3.000.000.000.000 = 3 1012 = 3 billjónir

0,0000001 = 10-6 = 1 milljónasti

0,000000000003 = 3 10-12 = 3 billjónustu
Hér er enn þess að geta að nokkrar áhrifamiklar þjóðir eins og Bandaríkjamenn nota punkt í stað kommu til að tákna tugabrot, skrifa til dæmis "0.1" þar sem við skrifum "0,1" fyrir 1/10. Þær nota þá einnig kommu til að tákna þúsundaskil í stað punkts hjá okkur, þannig að milljónin er skrifuð sem 1,000,000 hjá þeim. Þessi háttur breiðist líka út, ekki síst í vísindaheiminum, vegna þess hvað Bandaríkjamenn hafa mikil áhrif....