Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum?

JGÞ

Eins og fram kemur svari eftir Gísla Má Gíslason við spurningunni Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt? eru þekktar tegundir skordýra um ein milljón talsins. Vísindamenn áætla hins vegar að í raun og veru séu tegundirnar um fimm milljónir. Þær tegundir sem enn hefur ekki verið lýst lifa flestar í frumskógum hitabeltisins.

Enginn flokkur dýra á jörðinni er jafn auðugur af tegundum og skordýr. Af öllum þeim tegundum sem lifa á jörðinni tilheyra 80% skordýrum. Ef búið væri að lýsa öllum skordýrategundum sem áætla megi að lifi á jörðinni væru þær um 95% af þekktum dýrategundum!

Talið er að skordýrategundir á jörðinni séu um fimm milljónir. Flestar tegundirnar eru óþekktar en alls er búið að lýsa um einni milljón tegunda.

Í fyrrnefndu svari Gísla Más, kemur einnig fram að áætlað sé að á hverjum tíma séu um tíu milljarðar milljarða skordýra á lífi.

Skordýr komu nokkuð snemma fram í þróunarsögunni. Elsti þekkti steingervingur skordýra er frá því snemma á devontímabili frumlífsaldar. Hann er um 400 milljón ára gamall. Það er langt á undan fyrstu risaeðlunum sem komu fram fyrir um 225 milljónum ára og dóu út fyrir um 66 milljónum ára.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.2.2022

Spyrjandi

Þorgerður Þorleifsdóttir, Kristófer, Konráð Birgisson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2022. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=14446.

JGÞ. (2022, 11. febrúar). Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=14446

JGÞ. „Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2022. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=14446>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum?
Eins og fram kemur svari eftir Gísla Má Gíslason við spurningunni Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt? eru þekktar tegundir skordýra um ein milljón talsins. Vísindamenn áætla hins vegar að í raun og veru séu tegundirnar um fimm milljónir. Þær tegundir sem enn hefur ekki verið lýst lifa flestar í frumskógum hitabeltisins.

Enginn flokkur dýra á jörðinni er jafn auðugur af tegundum og skordýr. Af öllum þeim tegundum sem lifa á jörðinni tilheyra 80% skordýrum. Ef búið væri að lýsa öllum skordýrategundum sem áætla megi að lifi á jörðinni væru þær um 95% af þekktum dýrategundum!

Talið er að skordýrategundir á jörðinni séu um fimm milljónir. Flestar tegundirnar eru óþekktar en alls er búið að lýsa um einni milljón tegunda.

Í fyrrnefndu svari Gísla Más, kemur einnig fram að áætlað sé að á hverjum tíma séu um tíu milljarðar milljarða skordýra á lífi.

Skordýr komu nokkuð snemma fram í þróunarsögunni. Elsti þekkti steingervingur skordýra er frá því snemma á devontímabili frumlífsaldar. Hann er um 400 milljón ára gamall. Það er langt á undan fyrstu risaeðlunum sem komu fram fyrir um 225 milljónum ára og dóu út fyrir um 66 milljónum ára.

Mynd:...