Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Voru skordýr til á undan risaeðlum?

Jón Már Halldórsson

Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér). Elstu leifar risaeðla eru hins vegar líklega um 235-240 milljón ára gamlar.

Skordýr (Alavaraphidia imperterrita) frá krítartíma, síðasta hluta miðlífsaldar jarðsögunnar.

Á mörkum fornlífs- og miðlífsaldar urðu atburðir sem ollu því að stór hluti dýralífs jarðar dó út, líklega um 70% tegunda sem lifðu á landi og um 95% tegunda í sjó. Þessi gríðarlega útrýmingaralda sem gekk yfir jörðina var sennilega vegna árekstrar við stóran loftstein eða halastjörnu. Við þessar miklu sviptingar í dýraríkinu sköpuðust aðstæður fyrir nýjar tegundir. Meðal annars varð mikil tegundaútgeislun meðal skriðdýra og nýir hópar komu fram, til dæmis risaeðlur.

Fyrstu skordýrin komu fram á sjónarsviðið töluvert löngu áður en skepnur eins og þessi fóru að reika um jörðina.

Mögulega eru elstu steingerðu leifar risaeðlu tvífætt tegund sem nefnist á fræðimáli Spondylosoma og var uppi fyrir um 235 milljón árum eða skömmu eftir hina miklu atburði sem nefndir eru hér að ofan. Vísindamenn greinir þó á um hvort þessi tegund tilheyrir í raun ætt risaeðla (dinosauria). Minni ágreiningur er um tegundina Nyasasaurus sem kennd er við Nyasa-vatn í Mósambík og var uppi á svipuðum tíma og Spondylosoma.

Sama hver niðurstaða fræðimanna verður um elstu risaeðluna þá er það staðreynd að skordýr komu til löngu á undan fyrstu risaeðlunum.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.9.2014

Spyrjandi

Guðjón Örn Andrésson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Voru skordýr til á undan risaeðlum?“ Vísindavefurinn, 23. september 2014. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67861.

Jón Már Halldórsson. (2014, 23. september). Voru skordýr til á undan risaeðlum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67861

Jón Már Halldórsson. „Voru skordýr til á undan risaeðlum?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2014. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67861>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru skordýr til á undan risaeðlum?
Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér). Elstu leifar risaeðla eru hins vegar líklega um 235-240 milljón ára gamlar.

Skordýr (Alavaraphidia imperterrita) frá krítartíma, síðasta hluta miðlífsaldar jarðsögunnar.

Á mörkum fornlífs- og miðlífsaldar urðu atburðir sem ollu því að stór hluti dýralífs jarðar dó út, líklega um 70% tegunda sem lifðu á landi og um 95% tegunda í sjó. Þessi gríðarlega útrýmingaralda sem gekk yfir jörðina var sennilega vegna árekstrar við stóran loftstein eða halastjörnu. Við þessar miklu sviptingar í dýraríkinu sköpuðust aðstæður fyrir nýjar tegundir. Meðal annars varð mikil tegundaútgeislun meðal skriðdýra og nýir hópar komu fram, til dæmis risaeðlur.

Fyrstu skordýrin komu fram á sjónarsviðið töluvert löngu áður en skepnur eins og þessi fóru að reika um jörðina.

Mögulega eru elstu steingerðu leifar risaeðlu tvífætt tegund sem nefnist á fræðimáli Spondylosoma og var uppi fyrir um 235 milljón árum eða skömmu eftir hina miklu atburði sem nefndir eru hér að ofan. Vísindamenn greinir þó á um hvort þessi tegund tilheyrir í raun ætt risaeðla (dinosauria). Minni ágreiningur er um tegundina Nyasasaurus sem kennd er við Nyasa-vatn í Mósambík og var uppi á svipuðum tíma og Spondylosoma.

Sama hver niðurstaða fræðimanna verður um elstu risaeðluna þá er það staðreynd að skordýr komu til löngu á undan fyrstu risaeðlunum.

Myndir:

...