Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?

Jón Már Halldórsson

Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít.

Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegunda urðu aldauða. Ekki verður fjallað um hvað olli þessari miklu útrýmingaröldu, heldur sjónum beint að þeim áhrifamiklu breytingum sem urðu í kjölfarið. Aldauði margra ríkjandi ætta lífvera leiddi nefnilega til tegundaútgeislunar annarra tegunda. Á mörkum miðlífs- og nýlífsaldar fyrir um 65 milljón árum urðu líka mjög afdrifaríkar breytingar en þá er talið að um 75-80% allra tegunda lífvera hafi dáið út, þar með taldar risaeðlurnar.

Við upphaf miðlífsaldar var til eitt risameginland sem kallast Pangea. Á tríastímabilinu tók Pangea að liðast í sundur og hélt sú þróun áfram vel fram á júratímabilið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp? Þessi aðskilnaður átti þátt í því að lífverur, meðal annars landdýr eins og risaeðlurnar, þróuðust með ólíkum hætti. Á krítartímanum fór þurrlendi jarðar að taka á sig núverandi mynd. Grunn höf komu og fóru og skiptu meginlöndum í stakar eyjar. Þegar leið að lokum krítartímans skiptist Norður-Ameríka í austur- og vestureyjar. Andesfjöllin og Klettafjöllin höfðu myndast, en ekki Himalajafjöllin, enda var Indlandsflekinn enn að fikra sig norður í átt að Evrasíuflekanum.

Eins og gefur að skilja var dýralíf á miðlífsöld um margt ólíkt fornlífsöldinni eftir hið mikla hrun tegund. Flestar þær fisktegundir sem áður réðu ríkjum í hafinu hurfu en mikil tegundaútgeislun varð meðal bein- og brjóskfiska. Við lok trías tekur að bera á eiginlegum beinfiskum. Þetta voru tiltölulega smávaxnir fiskar, þeir stærstu á stærð við síld.

Það eru hins vegar tvær ættir smokkfiska, ammonítar og belemnítar, sem teljast einkennisdýr sjávar á miðlífsöld en báðir þessir hópar hurfu af sjónarsviðinu undir lok hennar. Belemnítar líktust núlifandi smokkfiskum en voru þó frábrugðnir að því leyti að kalklaga bakspöng þeirra náði aftur úr sporðtotu og endaði sem broddur. Ammonítar höfðu hins vegar um sig snúðlaga skel. Þeir voru mjög algengir og útbreiddir og komu fram ýmis mismunandi form þeirra. Algengt er að finna leifar ammoníta í jarðlögum miðlífsaldar.Ammonítar voru einkennisdýr í sjó á miðlífsöld en þeir dóu út í lok hennar.

Skriðdýr komu fram á fornlífsöld en miðlífsöldin var blómaskeið þeirra og réðu þau ríkjum á landi, í sjó og í lofti. Það má segja að með tilkomu skriðdýra hafi hið fullkomna "landnám" hryggdýra átti sér stað. Ólíkt froskdýrum sem áður voru komin fram voru landskriðdýrin ekki háð vatni til að klekja egg sín eða lifa þar sitt fyrsta æviskeið.

Ólík örlög biðu hinna fjölmörgu ætta skriðdýra. Sumar ættir þróuðust hægt, náðu öruggri fótfestu í ákveðnum vistum vistkerfisins og hafa haldið velli allt fram á þennan dag. Þetta eru meðal annars skjaldbökur og krókódílar. Aðrar ættir þróuðust hratt en eru löngu horfnar af sjónarsviðinu.

Tegundaútgeislun skriðdýra miðlífsaldar var geysileg og má taka eðlur sem dæmi, en ásamt smokkfiskum eru þær taldar einkennisdýr miðlífsaldar. Nokkrar eðlutegundir sneru til sjávar og lifðu eins og ránhvalir nútímans. Sumar þeirra náðu allt að 15 metra lengd og báru kvik afkvæmi líkt og hvalir. Dæmi um slíkar eðlur eru Plesiosaurus, Ichthyosaurus (fiskeðlur) og Mosasaurus.Steingerð fiskeðla af tegundinni Ichthyosaurus intermedius.

Aðrar eðlur hófu sig til flugs og náðu tilkomumikilli stærð. Sumar voru með allt að 8 metra vænghaf og því talsvert stærri en stærstu fleygu fuglar nútímans. Í kalklögum við Solnhofen í suðurhluta Þýskalands frá því seint á júratímabilinu, fyrir um 150 miljón árum, fundust árið 1861 steingerðar leifar þriggja eðlufugla (Archaeopteryx). Þessir eðlufuglar eru taldir vera hlekkurinn milli risaeðla og fugla þó nýrri uppgötvanir benda til eldri forma eðlufugla. Eðlufuglinn eða öglir var fiðraður líkt og fuglar, en með klær eins og skriðdýr og tenntur. Hann var með fjaðursetta rófu en ekki stél líkt og fuglar. Hægt er að lesa meira um ögli í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hvort þróuðust fuglar frá forsögulegum eðlungum eða fleglum? Frá lokum júratímans til loka krítartímans er eyða í röð steingerðra fugla en eiginlegir fuglar koma fram í jarðlögum frá lokum krítartímans.

Landeðlurnar voru fjölbreytilegastar. Þær voru ýmist rándýr eða jurtaætur. Sumar eðlutegundirnar urðu mjög stórar og eru stærstu landdýr sem nokkurn tímann hafa verið uppi. Sú stærsta kann að vera tegund af ættkvíslinni Bruhathkayosaurus. Aðeins hafa fundist örfá steingerð bein þessa risa en út frá þeim hafa vísindamenn reynt að meta stærð og telja að þessi eðla hafi verið töluvert stærri en tegundir af ættkvíslinni Argentinosaurus, sem þó eru með stærstu risaeðlunum. Argentinosaurus var talin hafa verið rúmir 30 metrar á lengd og vegið rúmlega 80 tonn en af samanburði á beinum hennar og Bruhathkayosaurus er talið að sú síðarnefnda hafi verið rúmlega 30% lengri eða allt að 40 metrar á lengd og vegið allt að 180 tonn. Rétt er að taka fram að stærð þessa risa er metin út frá fáeinum beinum og þó ljóst sé að eðlan var með þeim allra stærstu sem vitað er um eru vísindamenn ekki á einu máli um hversu stór hún var í raun.Risaeðlurnar voru mjög ólíkar í útliti, stærð og lifnarðarháttum. Hér má sjá stærð nokkurra tegunda í samanburði við nútímamann og fíl.

Ekki voru öll skriðdýr af meiði risaeðla svo tilkomumikil að stærð. Sumar risaeðlur voru á stærð við kalkúna og hlupu um skóganna og týndu í sig skordýr og smávaxin hryggdýr svo sem frumstæð spendýr og eðlur. Nánar er fjallað um litlar risaeðlur í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hver var minnsta risaeðlan? Risaeðlurnar gengu heldur ekki allar á fjórum fótum því tvífætt form kom einnig fram og er Tyrannosaurus rex eða grameðla líklega þekktasta tegundin.

Það sem margir telja vera hvað merkilegast við þróun dýra á miðlífsöld er tilkoma spendýra á tríastímabilinu. Þessi fyrstu spendýr voru frumstæð og smávaxin, líktust um margt nefdýrum og hafa sennilega klakist úr eggjum utan móðurlífs. Þróun spendýra gekk hægt fyrstu milljónaáratugina og leifar legkökuspendýra (placentum) finnast ekki fyrr en í jarðlögunum frá krít. Hægt er að lesa um þróun spendýra í svari sama höfundar við spurningunni Hvert var fyrsta spendýrið?

Sá gróður sem einkenndi gróðurfar fornlífsaldar, elftingar- og jafnatré, var horfinn á miðlífsöld. Í þeirra stað komu barrtré fram auk þess sem köngulpálmar og ginkgó-tré voru mjög algeng. Burknatré héldu hins vegar velli frá fornlífsöld og í gegnum miðlífsöld. Um miðbik krítartímans varð mikil tegundaútgeislun meðal dulfrævinga. Sérstaklega urðu lauftré algeng og mynduðu seint á krítartímanum víðáttumikla skóga.

Dýralíf miðlífsaldar hefur þótt forvitnilegt, sér í lagi risaeðlurnar. Hér eru nokkur dæmi um svör á Vísindavefnum sem fjalla um þessar fornu skepnur:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.11.2008

Spyrjandi

Sólrún Mjöll, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2008. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49318.

Jón Már Halldórsson. (2008, 6. nóvember). Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49318

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2008. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49318>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?
Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít.

Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegunda urðu aldauða. Ekki verður fjallað um hvað olli þessari miklu útrýmingaröldu, heldur sjónum beint að þeim áhrifamiklu breytingum sem urðu í kjölfarið. Aldauði margra ríkjandi ætta lífvera leiddi nefnilega til tegundaútgeislunar annarra tegunda. Á mörkum miðlífs- og nýlífsaldar fyrir um 65 milljón árum urðu líka mjög afdrifaríkar breytingar en þá er talið að um 75-80% allra tegunda lífvera hafi dáið út, þar með taldar risaeðlurnar.

Við upphaf miðlífsaldar var til eitt risameginland sem kallast Pangea. Á tríastímabilinu tók Pangea að liðast í sundur og hélt sú þróun áfram vel fram á júratímabilið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp? Þessi aðskilnaður átti þátt í því að lífverur, meðal annars landdýr eins og risaeðlurnar, þróuðust með ólíkum hætti. Á krítartímanum fór þurrlendi jarðar að taka á sig núverandi mynd. Grunn höf komu og fóru og skiptu meginlöndum í stakar eyjar. Þegar leið að lokum krítartímans skiptist Norður-Ameríka í austur- og vestureyjar. Andesfjöllin og Klettafjöllin höfðu myndast, en ekki Himalajafjöllin, enda var Indlandsflekinn enn að fikra sig norður í átt að Evrasíuflekanum.

Eins og gefur að skilja var dýralíf á miðlífsöld um margt ólíkt fornlífsöldinni eftir hið mikla hrun tegund. Flestar þær fisktegundir sem áður réðu ríkjum í hafinu hurfu en mikil tegundaútgeislun varð meðal bein- og brjóskfiska. Við lok trías tekur að bera á eiginlegum beinfiskum. Þetta voru tiltölulega smávaxnir fiskar, þeir stærstu á stærð við síld.

Það eru hins vegar tvær ættir smokkfiska, ammonítar og belemnítar, sem teljast einkennisdýr sjávar á miðlífsöld en báðir þessir hópar hurfu af sjónarsviðinu undir lok hennar. Belemnítar líktust núlifandi smokkfiskum en voru þó frábrugðnir að því leyti að kalklaga bakspöng þeirra náði aftur úr sporðtotu og endaði sem broddur. Ammonítar höfðu hins vegar um sig snúðlaga skel. Þeir voru mjög algengir og útbreiddir og komu fram ýmis mismunandi form þeirra. Algengt er að finna leifar ammoníta í jarðlögum miðlífsaldar.Ammonítar voru einkennisdýr í sjó á miðlífsöld en þeir dóu út í lok hennar.

Skriðdýr komu fram á fornlífsöld en miðlífsöldin var blómaskeið þeirra og réðu þau ríkjum á landi, í sjó og í lofti. Það má segja að með tilkomu skriðdýra hafi hið fullkomna "landnám" hryggdýra átti sér stað. Ólíkt froskdýrum sem áður voru komin fram voru landskriðdýrin ekki háð vatni til að klekja egg sín eða lifa þar sitt fyrsta æviskeið.

Ólík örlög biðu hinna fjölmörgu ætta skriðdýra. Sumar ættir þróuðust hægt, náðu öruggri fótfestu í ákveðnum vistum vistkerfisins og hafa haldið velli allt fram á þennan dag. Þetta eru meðal annars skjaldbökur og krókódílar. Aðrar ættir þróuðust hratt en eru löngu horfnar af sjónarsviðinu.

Tegundaútgeislun skriðdýra miðlífsaldar var geysileg og má taka eðlur sem dæmi, en ásamt smokkfiskum eru þær taldar einkennisdýr miðlífsaldar. Nokkrar eðlutegundir sneru til sjávar og lifðu eins og ránhvalir nútímans. Sumar þeirra náðu allt að 15 metra lengd og báru kvik afkvæmi líkt og hvalir. Dæmi um slíkar eðlur eru Plesiosaurus, Ichthyosaurus (fiskeðlur) og Mosasaurus.Steingerð fiskeðla af tegundinni Ichthyosaurus intermedius.

Aðrar eðlur hófu sig til flugs og náðu tilkomumikilli stærð. Sumar voru með allt að 8 metra vænghaf og því talsvert stærri en stærstu fleygu fuglar nútímans. Í kalklögum við Solnhofen í suðurhluta Þýskalands frá því seint á júratímabilinu, fyrir um 150 miljón árum, fundust árið 1861 steingerðar leifar þriggja eðlufugla (Archaeopteryx). Þessir eðlufuglar eru taldir vera hlekkurinn milli risaeðla og fugla þó nýrri uppgötvanir benda til eldri forma eðlufugla. Eðlufuglinn eða öglir var fiðraður líkt og fuglar, en með klær eins og skriðdýr og tenntur. Hann var með fjaðursetta rófu en ekki stél líkt og fuglar. Hægt er að lesa meira um ögli í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hvort þróuðust fuglar frá forsögulegum eðlungum eða fleglum? Frá lokum júratímans til loka krítartímans er eyða í röð steingerðra fugla en eiginlegir fuglar koma fram í jarðlögum frá lokum krítartímans.

Landeðlurnar voru fjölbreytilegastar. Þær voru ýmist rándýr eða jurtaætur. Sumar eðlutegundirnar urðu mjög stórar og eru stærstu landdýr sem nokkurn tímann hafa verið uppi. Sú stærsta kann að vera tegund af ættkvíslinni Bruhathkayosaurus. Aðeins hafa fundist örfá steingerð bein þessa risa en út frá þeim hafa vísindamenn reynt að meta stærð og telja að þessi eðla hafi verið töluvert stærri en tegundir af ættkvíslinni Argentinosaurus, sem þó eru með stærstu risaeðlunum. Argentinosaurus var talin hafa verið rúmir 30 metrar á lengd og vegið rúmlega 80 tonn en af samanburði á beinum hennar og Bruhathkayosaurus er talið að sú síðarnefnda hafi verið rúmlega 30% lengri eða allt að 40 metrar á lengd og vegið allt að 180 tonn. Rétt er að taka fram að stærð þessa risa er metin út frá fáeinum beinum og þó ljóst sé að eðlan var með þeim allra stærstu sem vitað er um eru vísindamenn ekki á einu máli um hversu stór hún var í raun.Risaeðlurnar voru mjög ólíkar í útliti, stærð og lifnarðarháttum. Hér má sjá stærð nokkurra tegunda í samanburði við nútímamann og fíl.

Ekki voru öll skriðdýr af meiði risaeðla svo tilkomumikil að stærð. Sumar risaeðlur voru á stærð við kalkúna og hlupu um skóganna og týndu í sig skordýr og smávaxin hryggdýr svo sem frumstæð spendýr og eðlur. Nánar er fjallað um litlar risaeðlur í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hver var minnsta risaeðlan? Risaeðlurnar gengu heldur ekki allar á fjórum fótum því tvífætt form kom einnig fram og er Tyrannosaurus rex eða grameðla líklega þekktasta tegundin.

Það sem margir telja vera hvað merkilegast við þróun dýra á miðlífsöld er tilkoma spendýra á tríastímabilinu. Þessi fyrstu spendýr voru frumstæð og smávaxin, líktust um margt nefdýrum og hafa sennilega klakist úr eggjum utan móðurlífs. Þróun spendýra gekk hægt fyrstu milljónaáratugina og leifar legkökuspendýra (placentum) finnast ekki fyrr en í jarðlögunum frá krít. Hægt er að lesa um þróun spendýra í svari sama höfundar við spurningunni Hvert var fyrsta spendýrið?

Sá gróður sem einkenndi gróðurfar fornlífsaldar, elftingar- og jafnatré, var horfinn á miðlífsöld. Í þeirra stað komu barrtré fram auk þess sem köngulpálmar og ginkgó-tré voru mjög algeng. Burknatré héldu hins vegar velli frá fornlífsöld og í gegnum miðlífsöld. Um miðbik krítartímans varð mikil tegundaútgeislun meðal dulfrævinga. Sérstaklega urðu lauftré algeng og mynduðu seint á krítartímanum víðáttumikla skóga.

Dýralíf miðlífsaldar hefur þótt forvitnilegt, sér í lagi risaeðlurnar. Hér eru nokkur dæmi um svör á Vísindavefnum sem fjalla um þessar fornu skepnur:

Heimildir og myndir:

...