Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers vegna hafa mjónefir og breiðnefir bæði einkenni spendýra og skriðdýra? Hvernig eru þeir flokkaðir?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hvaða tvö spendýr verpa eggjum?

Spendýr skiptast í þrjá undirflokka: legkökuspendýr, pokadýr og spendýr sem verpa eggjum. Aðeins einn ættbálkur tilheyrir síðastnefnda flokknum en það eru nefdýr (monotremata).

Nefdýrin skiptast í tvær ættir, Ornithorhynchidae (breiðnefir), en ein tegund tilheyrir þeirri ætt, og Tachyglossidae (mjónefir) sem telur tvær tegundir. Heimkynni nefdýra eru Ástralía, Tasmanía og Papúa-Nýja Gínea.



Nefdýr eru um margt ólík öðrum spendýrum og má á vissan hátt telja þau frumstæðust núlifandi spendýra. Fyrst er að nefna að þau verpa eggjum líkt og fuglar og skriðdýr, sem eru hinir fornu áar þeirra og annarra spendýra. Í öðru lagi hafa kvendýrin svokallaða gotrauf (cloaca), en svo nefnist sameiginlegur þvag-, æxlunar- og þarfagangur sumra dýra. Í þriðja lagi eru nefdýr með einhvers konar gogg líkt og fuglar og eru þar af leiðandi tannlaus.

Þegar breskir landkönnuðir og náttúrufræðingar komu heim til Englands eftir leiðangra til Eyjaálfu með sýniseintök af nefdýrum töldu menn að hér væri annað hvort um að ræða samsett dýr, það er að segja einhvers konar tilraun til að slá ryki í augu vísindamanna heima fyrir, eða að þetta væri áður óþekkt skriðdýr.

Spendýraeinkenni nefdýra taka þó af allan vafa um hvernig flokka beri dýrin. Nefdýr eru með þrjú bein í innra eyranu sem eru augljós einkenni spendýra. Þau eru hærð, hafa mun hraðari efnaskipti en skriðdýr og síðast en ekki síst næra kvendýrin ungviði sín á mjólk en það er höfuðeinkenni spendýra. Nánar er hægt að lesa um sérkenni spendýra í svari við spurningunni Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?

Á undanförnum áratugum hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir á skyldleika erfðaefnis ólíkra flokka hryggdýra, ekki síst innan ættbálka og ætta spendýra. Meðal annars var gerð tilraun til að kanna innbyrðis skyldleika hinna þriggja undirflokka spendýra og byggðist rannsóknin á samanburði á erfðaefni sem finnst í hvatberum. Nú er talið að legkökuspendýr hafi greinst frá nefdýrum og pokadýrum fyrir 130 milljónum ára og aðgreining nefdýra og pokadýra er talin hafa átt sér stað 15 milljón árum seinna.

Heimildir og myndir:
  • Augee, M. L. and B. Gooden. 1993. Echidnas of Australia and New Guinea. Australian Natural History Series, NSW University Press.
  • Don E. Wilson and DeeAnn M. Reeder. Mammal Species of the World - A Taxonomic and Geographic Reference (Second Edition). 1993. Smithsonian Institution Press, Washington and London.
  • The Tree of Life

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.2.2004

Spyrjandi

Gerður Guðmundsdóttir, f. 1985
Marteinn Kristjánsson,
f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2004, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3988.

Jón Már Halldórsson. (2004, 5. febrúar). Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3988

Jón Már Halldórsson. „Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2004. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3988>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvers vegna hafa mjónefir og breiðnefir bæði einkenni spendýra og skriðdýra? Hvernig eru þeir flokkaðir?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hvaða tvö spendýr verpa eggjum?

Spendýr skiptast í þrjá undirflokka: legkökuspendýr, pokadýr og spendýr sem verpa eggjum. Aðeins einn ættbálkur tilheyrir síðastnefnda flokknum en það eru nefdýr (monotremata).

Nefdýrin skiptast í tvær ættir, Ornithorhynchidae (breiðnefir), en ein tegund tilheyrir þeirri ætt, og Tachyglossidae (mjónefir) sem telur tvær tegundir. Heimkynni nefdýra eru Ástralía, Tasmanía og Papúa-Nýja Gínea.



Nefdýr eru um margt ólík öðrum spendýrum og má á vissan hátt telja þau frumstæðust núlifandi spendýra. Fyrst er að nefna að þau verpa eggjum líkt og fuglar og skriðdýr, sem eru hinir fornu áar þeirra og annarra spendýra. Í öðru lagi hafa kvendýrin svokallaða gotrauf (cloaca), en svo nefnist sameiginlegur þvag-, æxlunar- og þarfagangur sumra dýra. Í þriðja lagi eru nefdýr með einhvers konar gogg líkt og fuglar og eru þar af leiðandi tannlaus.

Þegar breskir landkönnuðir og náttúrufræðingar komu heim til Englands eftir leiðangra til Eyjaálfu með sýniseintök af nefdýrum töldu menn að hér væri annað hvort um að ræða samsett dýr, það er að segja einhvers konar tilraun til að slá ryki í augu vísindamanna heima fyrir, eða að þetta væri áður óþekkt skriðdýr.

Spendýraeinkenni nefdýra taka þó af allan vafa um hvernig flokka beri dýrin. Nefdýr eru með þrjú bein í innra eyranu sem eru augljós einkenni spendýra. Þau eru hærð, hafa mun hraðari efnaskipti en skriðdýr og síðast en ekki síst næra kvendýrin ungviði sín á mjólk en það er höfuðeinkenni spendýra. Nánar er hægt að lesa um sérkenni spendýra í svari við spurningunni Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?

Á undanförnum áratugum hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir á skyldleika erfðaefnis ólíkra flokka hryggdýra, ekki síst innan ættbálka og ætta spendýra. Meðal annars var gerð tilraun til að kanna innbyrðis skyldleika hinna þriggja undirflokka spendýra og byggðist rannsóknin á samanburði á erfðaefni sem finnst í hvatberum. Nú er talið að legkökuspendýr hafi greinst frá nefdýrum og pokadýrum fyrir 130 milljónum ára og aðgreining nefdýra og pokadýra er talin hafa átt sér stað 15 milljón árum seinna.

Heimildir og myndir:
  • Augee, M. L. and B. Gooden. 1993. Echidnas of Australia and New Guinea. Australian Natural History Series, NSW University Press.
  • Don E. Wilson and DeeAnn M. Reeder. Mammal Species of the World - A Taxonomic and Geographic Reference (Second Edition). 1993. Smithsonian Institution Press, Washington and London.
  • The Tree of Life

...