Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?

Jón Már Halldórsson

Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafinu. Þetta voru aðallega bakteríur, sveppir og þörungar, en fyrstu fjölfruma lífverurnar voru að birtast. Rétt fyrir upphaf fornlífsaldar, fyrir rúmum 600 milljónum ára, voru frumstæðir ormar og svampdýr komin fram á sjónarsviðið.

Helsta einkenni dýrafánu fornlífsaldar var ofgnótt skeldýra og dýra með ytri stoðgrind. Þessi dýr hafa varðveist vel í jarðlögum. Fornlífsfræðingar hafa greint skyndilega og gríðarlega fjölgun tegunda á meðan fornlífsöldinni stóð, og lífverur urðu sífellt flóknari þegar leið á öldina. Undir lok tímabilsins voru allir helstu hópar lífvera komnir fram. Fornlífsöldinni lauk með miklum hamförum og þá dóu um 96% af öllum tegundum út. Skýringin á þessum hamförum er ekki alveg kunn en sennilegt þykir að risastór loftsteinn hafi rekist á jörðina.

Fornlífsöld PermtímabiliðFrá 285-245 milljónum ára
KolatímabiliðFrá 360-285 milljónum ára
DevóntímabiliðFrá 410-360 milljónum ára
SílúrtímabiliðFrá 440-410 milljónum ára
OrdóvísíumtímabiliðFrá 505-440 milljónum ára
KambríumtímabiliðFrá 544-505 milljónum ára

Fornlífsöldinni er skipt í sex tímabil. Fyrsta tímabil hennar nefnist kambríumtímabilið. Þá komu fram flóknar fjölfruma lífverur með harða ytri stoðgrind, meðal annars þríbroddar, armfætlur og graftólítar. Þessi dýr hafa varðveist vel í jarðlögum og því hafa steingervingafræðingar talsverða þekkingu á þeim. Tegundafjölgun var ákaflega hröð á þessu tímabili og komu fram allar helstu fylkingar dýra. Þríbroddar, sem tilheyrðu fylkingu lindýra, voru ráðandi tegund á kambríumtímabilinu en eru nú útdauðir. Annað einkenni í fánu kambríumtímabilsins var tilkoma dýra sem nefnast archaecyathids og tilheyrðu fylkingu mosadýra. Mosadýr eru botnlæg sjávardýr sem sitja oftast á hörðum botni líkt og plöntur. Þessi hópur myndaði gríðarlega stór og mikil kóralrif í höfum kambríumtímabilsins en áður en tímabilinu lauk voru mosadýr þessi horfin vegna mikilla veðurfarsbreytinga.

Ordóvísíumtímabilið kom næst (505-440 milljón ár). Þróun lífsins tók nokkur mikilvæg skref á þessu tímabili. Eitt þeirra var tilurð plantna, sem þróuðust úr frumstæðum hópi grænna þörunga og tóku að nema land. Í kjölfarið fylgdu dýrin. Annað mikilvægt skref má greina í hafinu, en þar komu fram frumstæðir fiskar sem marka upphaf hryggdýra. (Elsti hópur fiska kom að vísu fram á kambríumtímabilinu og nefnist hann ostracoderms. Þessir fiskar dóu út einhvern tímann á devóntímabilinu, um 100 milljónum ára síðar.) Þessar frumstæðu fisktegundir döfnuðu vel í hafinu og á næstu milljónum ára komu fram ótal nýjar tegundir og hópar fiska sem síðar tóku að nema land og þróuðust í fyrstu landdýrin. Hafið tók miklum breytingum á þessu tímabili jarðsögunnar og við það sköpuðust ný búsvæði og rými fyrir frekari þróun. Miklar jöklamyndanir urðu á þessu tímabili og jörðin varð kaldari. Miðbaugsflóra og -fána drógust saman og yfirborð sjávar lækkaði mjög. Ordóvísíumtímabilinu lauk með miklum útdauða sjávardýra en talið er að meira en 100 ættir sjávarhryggleysingja hafi horfið.

Lækkun yfirborðs sjávar bitnaði illa á kóröllum sem hurfu á stórum svæðum. Þetta gaf nýjum tegundum tækifæri á að blómstra og var það raunin á næsta tímabili fornlífsaldar, sem nefnist sílúrtímabilið (440 - 410 milljón ár). Þróun lífs á þurrlendi hófst fyrir alvöru á þessu tímabili. Plöntur höfðu numið land en í kjölfarið fylgdu liðdýr (til dæmis sporðdrekar). Að öllum líkindum var eitt merkasta „framfarastigið“ fyrir þróun lífs á jörðinni landnám þurrlendis fyrir rúmum 400 milljónum ára, en til þess þurftu lífverur að yfirvinna miklar hindranir. Fyrstu landplönturnar voru líklega frumstæðir mosar en síðar komu fram æðaplöntur, til dæmis cooksonia sem ekki varð hærri en 15 cm.

Mikil fjölgun tegunda varð meðal fiska og komu fiskar með kjálka fram í fyrsta sinn á umræddu tímabili. Áður voru vankjálkar allsráðandi (samanber ostracoderms). Á sílúrtímabilinu lögðu fiskar undir sig ný búsvæði í ferskvatni.

Devóntímabilið tók við af sílúrtímabilinu. Landdýr þróuðust mikið á þessu skeiði og froskdýr sem þróuðust frá fiskum komu fram. Kjálkafiskar þróuðust enn frekar og fram komu holduggar á borð við lungnafiska og geislaugga. Fræðimenn telja að þeir fiskar sem tóku að nema land hafi tilheyrt frumstæðum hópi lungnafiska. Lungnafiskar greinast í tvo megin flokka, annars vegar Dipnoi, núlifandi lungnafiska sem meðal annars finnast í Afríku, Suður-Ameríku og Ástralíu, og hins vegar Crossopterygii sem lengi vel var talinn útdauður, en um miðja síðustu öld fannst eini meðlimur þess hóps, bláfiskurinn (coelacanth). Meðlimir Crossopterygii eru taldir hafa numið land á devóntímabilinu og þróast í fyrsta fjórfætlinginn, ichtyostega, sem var frumstætt froskdýr. Þar með var landnám dýra hafið á þurrlendi jarðar en það er talið hafa gerst fyrir um 370 milljónum árum síðan. Vegna mikillar tegundafjölgunar meðal fiska hefur devóntímabilið verið kallað öld fiskanna. Um þetta leyti komu fram brjóskfiskar, svo sem fyrstu hákarlarnir og skötur.



Gróðurfána þurrlendis tók miklum breytingum og fyrstu skógarnir tóku að vaxa. Burknar voru einn af einkennisplöntuhópum þessa tímabils en þessi hópur hefur haldið vel velli og dafnað. Nú eru þekktar um 12 þúsund tegundir burkna. Í hafinu komu fram nýjar og þróaðri tegundir höfuðfætlinga (cephalopoda), meðal annars varð frekari tegundafjölgun meðal ammoníta sem eru mjög algengir í jarðlögum, og fást víða sem minjagripir í búðum og söfnum. Mikið blómaskeið gekk í garð hjá armfætlum (brachiopoda) og hafa steingervingafræðingar lýst yfir 200 ættkvíslum frá þessu tímabili.

Næsta tímabil á eftir devóntímabilinu nefnist ‘Carboniferous period’ eða kolatímabilið. Hryggdýr héldu áfram að þróast og komu fram nýjar tegundir. Froskdýr, hákarlar og beinfiskar blómstruðu og fyrstu skriðdýrin, sem síðar áttu eftir að þróast meðal annars í risaeðlur miðlífsaldarinnar, komu fram. Fyrstu fleygu skordýrin birtust einnig. Víðáttumiklir skógar barrtrjáa, burkna og fléttna uxu um alla Norður-Ameríku og Evrópu og mynduðu leifar þeirra mest allt það jarðgas, olíu og kol sem mannkynið nýtir sér í dag.

Permtímabilið er síðasta skeið fornlífsaldar. Þá hurfu nokkur af einkennisdýrum fornlífsaldar. Þríbrotar dóu út og froskdýrategundum fækkaði. Skriðdýr urðu hins vegar ráðandi á þurrlendinu og miðlífsöldin, sem stundum hefur verið nefnd öld skriðdýranna, var þeirra gullöld.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.12.2002

Spyrjandi

Örn Viggósson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2002, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2950.

Jón Már Halldórsson. (2002, 11. desember). Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2950

Jón Már Halldórsson. „Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2002. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2950>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?
Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafinu. Þetta voru aðallega bakteríur, sveppir og þörungar, en fyrstu fjölfruma lífverurnar voru að birtast. Rétt fyrir upphaf fornlífsaldar, fyrir rúmum 600 milljónum ára, voru frumstæðir ormar og svampdýr komin fram á sjónarsviðið.

Helsta einkenni dýrafánu fornlífsaldar var ofgnótt skeldýra og dýra með ytri stoðgrind. Þessi dýr hafa varðveist vel í jarðlögum. Fornlífsfræðingar hafa greint skyndilega og gríðarlega fjölgun tegunda á meðan fornlífsöldinni stóð, og lífverur urðu sífellt flóknari þegar leið á öldina. Undir lok tímabilsins voru allir helstu hópar lífvera komnir fram. Fornlífsöldinni lauk með miklum hamförum og þá dóu um 96% af öllum tegundum út. Skýringin á þessum hamförum er ekki alveg kunn en sennilegt þykir að risastór loftsteinn hafi rekist á jörðina.

Fornlífsöld PermtímabiliðFrá 285-245 milljónum ára
KolatímabiliðFrá 360-285 milljónum ára
DevóntímabiliðFrá 410-360 milljónum ára
SílúrtímabiliðFrá 440-410 milljónum ára
OrdóvísíumtímabiliðFrá 505-440 milljónum ára
KambríumtímabiliðFrá 544-505 milljónum ára

Fornlífsöldinni er skipt í sex tímabil. Fyrsta tímabil hennar nefnist kambríumtímabilið. Þá komu fram flóknar fjölfruma lífverur með harða ytri stoðgrind, meðal annars þríbroddar, armfætlur og graftólítar. Þessi dýr hafa varðveist vel í jarðlögum og því hafa steingervingafræðingar talsverða þekkingu á þeim. Tegundafjölgun var ákaflega hröð á þessu tímabili og komu fram allar helstu fylkingar dýra. Þríbroddar, sem tilheyrðu fylkingu lindýra, voru ráðandi tegund á kambríumtímabilinu en eru nú útdauðir. Annað einkenni í fánu kambríumtímabilsins var tilkoma dýra sem nefnast archaecyathids og tilheyrðu fylkingu mosadýra. Mosadýr eru botnlæg sjávardýr sem sitja oftast á hörðum botni líkt og plöntur. Þessi hópur myndaði gríðarlega stór og mikil kóralrif í höfum kambríumtímabilsins en áður en tímabilinu lauk voru mosadýr þessi horfin vegna mikilla veðurfarsbreytinga.

Ordóvísíumtímabilið kom næst (505-440 milljón ár). Þróun lífsins tók nokkur mikilvæg skref á þessu tímabili. Eitt þeirra var tilurð plantna, sem þróuðust úr frumstæðum hópi grænna þörunga og tóku að nema land. Í kjölfarið fylgdu dýrin. Annað mikilvægt skref má greina í hafinu, en þar komu fram frumstæðir fiskar sem marka upphaf hryggdýra. (Elsti hópur fiska kom að vísu fram á kambríumtímabilinu og nefnist hann ostracoderms. Þessir fiskar dóu út einhvern tímann á devóntímabilinu, um 100 milljónum ára síðar.) Þessar frumstæðu fisktegundir döfnuðu vel í hafinu og á næstu milljónum ára komu fram ótal nýjar tegundir og hópar fiska sem síðar tóku að nema land og þróuðust í fyrstu landdýrin. Hafið tók miklum breytingum á þessu tímabili jarðsögunnar og við það sköpuðust ný búsvæði og rými fyrir frekari þróun. Miklar jöklamyndanir urðu á þessu tímabili og jörðin varð kaldari. Miðbaugsflóra og -fána drógust saman og yfirborð sjávar lækkaði mjög. Ordóvísíumtímabilinu lauk með miklum útdauða sjávardýra en talið er að meira en 100 ættir sjávarhryggleysingja hafi horfið.

Lækkun yfirborðs sjávar bitnaði illa á kóröllum sem hurfu á stórum svæðum. Þetta gaf nýjum tegundum tækifæri á að blómstra og var það raunin á næsta tímabili fornlífsaldar, sem nefnist sílúrtímabilið (440 - 410 milljón ár). Þróun lífs á þurrlendi hófst fyrir alvöru á þessu tímabili. Plöntur höfðu numið land en í kjölfarið fylgdu liðdýr (til dæmis sporðdrekar). Að öllum líkindum var eitt merkasta „framfarastigið“ fyrir þróun lífs á jörðinni landnám þurrlendis fyrir rúmum 400 milljónum ára, en til þess þurftu lífverur að yfirvinna miklar hindranir. Fyrstu landplönturnar voru líklega frumstæðir mosar en síðar komu fram æðaplöntur, til dæmis cooksonia sem ekki varð hærri en 15 cm.

Mikil fjölgun tegunda varð meðal fiska og komu fiskar með kjálka fram í fyrsta sinn á umræddu tímabili. Áður voru vankjálkar allsráðandi (samanber ostracoderms). Á sílúrtímabilinu lögðu fiskar undir sig ný búsvæði í ferskvatni.

Devóntímabilið tók við af sílúrtímabilinu. Landdýr þróuðust mikið á þessu skeiði og froskdýr sem þróuðust frá fiskum komu fram. Kjálkafiskar þróuðust enn frekar og fram komu holduggar á borð við lungnafiska og geislaugga. Fræðimenn telja að þeir fiskar sem tóku að nema land hafi tilheyrt frumstæðum hópi lungnafiska. Lungnafiskar greinast í tvo megin flokka, annars vegar Dipnoi, núlifandi lungnafiska sem meðal annars finnast í Afríku, Suður-Ameríku og Ástralíu, og hins vegar Crossopterygii sem lengi vel var talinn útdauður, en um miðja síðustu öld fannst eini meðlimur þess hóps, bláfiskurinn (coelacanth). Meðlimir Crossopterygii eru taldir hafa numið land á devóntímabilinu og þróast í fyrsta fjórfætlinginn, ichtyostega, sem var frumstætt froskdýr. Þar með var landnám dýra hafið á þurrlendi jarðar en það er talið hafa gerst fyrir um 370 milljónum árum síðan. Vegna mikillar tegundafjölgunar meðal fiska hefur devóntímabilið verið kallað öld fiskanna. Um þetta leyti komu fram brjóskfiskar, svo sem fyrstu hákarlarnir og skötur.



Gróðurfána þurrlendis tók miklum breytingum og fyrstu skógarnir tóku að vaxa. Burknar voru einn af einkennisplöntuhópum þessa tímabils en þessi hópur hefur haldið vel velli og dafnað. Nú eru þekktar um 12 þúsund tegundir burkna. Í hafinu komu fram nýjar og þróaðri tegundir höfuðfætlinga (cephalopoda), meðal annars varð frekari tegundafjölgun meðal ammoníta sem eru mjög algengir í jarðlögum, og fást víða sem minjagripir í búðum og söfnum. Mikið blómaskeið gekk í garð hjá armfætlum (brachiopoda) og hafa steingervingafræðingar lýst yfir 200 ættkvíslum frá þessu tímabili.

Næsta tímabil á eftir devóntímabilinu nefnist ‘Carboniferous period’ eða kolatímabilið. Hryggdýr héldu áfram að þróast og komu fram nýjar tegundir. Froskdýr, hákarlar og beinfiskar blómstruðu og fyrstu skriðdýrin, sem síðar áttu eftir að þróast meðal annars í risaeðlur miðlífsaldarinnar, komu fram. Fyrstu fleygu skordýrin birtust einnig. Víðáttumiklir skógar barrtrjáa, burkna og fléttna uxu um alla Norður-Ameríku og Evrópu og mynduðu leifar þeirra mest allt það jarðgas, olíu og kol sem mannkynið nýtir sér í dag.

Permtímabilið er síðasta skeið fornlífsaldar. Þá hurfu nokkur af einkennisdýrum fornlífsaldar. Þríbrotar dóu út og froskdýrategundum fækkaði. Skriðdýr urðu hins vegar ráðandi á þurrlendinu og miðlífsöldin, sem stundum hefur verið nefnd öld skriðdýranna, var þeirra gullöld.

Myndir:...