Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

Voru skordýr til á undan risaeðlum?

Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér)...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?

Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...

Nánar

Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?

Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafin...

Nánar

Hvernig kviknaði líf á jörðinni?

Hvernig líf kviknaði á jörðinni er ein stærsta gáta sem vísindamenn standa frammi fyrir. Þrátt fyrir að ýmsar ótrúlegar uppgötvanir hafi verið gerðar á lífrænum ferlum undanfarna áratugi getum við enn þann dag í dag ekki sagt til um það hvernig líf kviknaði upphaflega. Til eru ýmsar kenningar um hvernig fyrstu líf...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?

Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít. Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegund...

Nánar

Hvað getur þú sagt um frumlífsöld?

Í mörgum ritum er upphafs- og frumlífsöld nefnd í einu lagi forkambríum og nær það tímabil yfir 90% af jarðsögunni. Frumlífsöldin (proterozoic) er seinni hluti forkambríum og er talin hefjast fyrir um 2,5 milljörðum ára en vera lokið fyrir um 544 milljónum ára þegar fornlífsöld gekk í garð. Jarðfræðingar miða ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um þróun fiska?

Tilkoma fiska markar einnig upphaf hryggdýra á jörðinni. Í svonefndum Burgess-steingervingalögum fannst lítið dýr frá kambríumtímabilinu sem hlotið hefur nafnið Pikaia. Þetta dýr var smávaxinn hryggleysingi og að öllum líkindum forfaðir hryggdýra nútímans. Pikaia hafði svonefnda seil sem er baklægur styrktarstreng...

Nánar

Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?

Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...

Nánar

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og l...

Nánar

Hvernig varð Miðjarðarhaf til?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...

Nánar

Hvað eru byrkningar?

Til byrkninga (Pteridophyta) teljast plöntur eins og burknar, jafnar og elftingar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Hér á landi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna. Áberandi tegundir í íslenskri flóru eru meðal annars klóelfting (Equisetum arvense) sem vex víða og í margs konar gróðu...

Nánar

Hvaða dýrategund er elst?

Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...

Nánar

Hvernig myndaðist Miklagljúfur og hvað er það gamalt um það bil?

Nýlegar rannsókinir (Science 2008) benda til þess að Miklagljúfur (Grand Canyon) í Bandaríkjunum hafi myndast á undangengnum 17 milljón árum við landris og rof Colorado-árinnar. Þær niðurstöður byggjast á aldursgreiningum kalkspats í hellum á mismundandi dýpi í gljúfrinu, en kalkspatið kristallaðist þegar árvatnið...

Nánar

Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?

Perlusnekkjur (Nautilus pompilius) er tegund frumstæðra höfuðfætlinga af ætt snekkja (Nautilidae). Snekkjuættin skiptist í tvær ættkvíslir, Nautilus sem telur fjórar tegundir, þar á meðal perlusnekkjur, og Allonautilus en tvær tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Nokkrar útdauðar tegundir hafa einnig tilheyrt þessar...

Nánar

Fleiri niðurstöður