Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndaðist Miklagljúfur og hvað er það gamalt um það bil?

Sigurður Steinþórsson

Nýlegar rannsókinir (Science 2008) benda til þess að Miklagljúfur (Grand Canyon) í Bandaríkjunum hafi myndast á undangengnum 17 milljón árum við landris og rof Colorado-árinnar. Þær niðurstöður byggjast á aldursgreiningum kalkspats í hellum á mismundandi dýpi í gljúfrinu, en kalkspatið kristallaðist þegar árvatnið fyllti hvern helli. Fyrir þann tima hefur áin fylgt ýmsum öðrum farvegum, en áður var talið að gjúlfrið hefði grafist að mestu á síðustu 5-6 milljón árum.



Miklagljúfur hefur myndast við rof Colorado-árinnar og er í raun enn að myndast.

Við byrjun tertíertímans, fyrir 65 milljón árum, var lágslétta þar sem nú er háslétta N-Arizona og S-Utah en austan hennar voru Klettafjöllin að rísa. Jafnframt lyftist fyrrnefnd lágslétta og um hana rann forveri Colorado vestur til Kyrrahafs. Bergið sem myndar veggi Miklagljúfurs var mestmegnis set sem settist til á grunnsævi, en lyftist síðan hæst í 3000 metra yfir sjávarmál. Með vaxandi hæð jókst rofmáttur árinnar. Á ísöld var rofhraðinn sérlega mikill vegna jökulhlaupa og vatnsaga.

Mesta dýpt Miklagljúfurs er núna 1.905 m (6.250 fet), en rofið heldur enn áfram, því rofmáttur sethlaðinnar árinnar er mikill. Hún hefur grafið mjóan 300 metra djúpan farveg niður í forkambrískt myndbreytt berg (allt að 2000 milljón ára gamalt) í botni gljúfursins. Þar fyrir ofan taka við nær lárétt setlög frá fornlífsöld (yngri en 700 milljón ár), þar sem rofsterk sandsteins- og kalksteinslög skiptast á við mjúkan leirstein og mynda hjalla og brekkur í hliðum gljúfursins. Hið breytilega rof veldur því að breidd gljúfursins milli barma er mjög mismunandi, 8 til 25 km.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Arthur Holmes: Principles of physical geology. T. Nelson and Sons, London 1944.
  • Jörðin. JPV útgáfa, Reykjavík 2005.
  • Mynd af Miklagljúfri: National Park Service.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað er Miklagljúfur gamalt um það bil? Upplýsingar á netinu og í bókum stangast á við hvor aðra og ómögulegt að vita nokkurn vegin hvaða tala er rétt og hvar millivegurinn liggur.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

27.8.2010

Spyrjandi

Kristín Magnúsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Miklagljúfur og hvað er það gamalt um það bil?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2010, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56256.

Sigurður Steinþórsson. (2010, 27. ágúst). Hvernig myndaðist Miklagljúfur og hvað er það gamalt um það bil? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56256

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Miklagljúfur og hvað er það gamalt um það bil?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2010. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56256>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist Miklagljúfur og hvað er það gamalt um það bil?
Nýlegar rannsókinir (Science 2008) benda til þess að Miklagljúfur (Grand Canyon) í Bandaríkjunum hafi myndast á undangengnum 17 milljón árum við landris og rof Colorado-árinnar. Þær niðurstöður byggjast á aldursgreiningum kalkspats í hellum á mismundandi dýpi í gljúfrinu, en kalkspatið kristallaðist þegar árvatnið fyllti hvern helli. Fyrir þann tima hefur áin fylgt ýmsum öðrum farvegum, en áður var talið að gjúlfrið hefði grafist að mestu á síðustu 5-6 milljón árum.



Miklagljúfur hefur myndast við rof Colorado-árinnar og er í raun enn að myndast.

Við byrjun tertíertímans, fyrir 65 milljón árum, var lágslétta þar sem nú er háslétta N-Arizona og S-Utah en austan hennar voru Klettafjöllin að rísa. Jafnframt lyftist fyrrnefnd lágslétta og um hana rann forveri Colorado vestur til Kyrrahafs. Bergið sem myndar veggi Miklagljúfurs var mestmegnis set sem settist til á grunnsævi, en lyftist síðan hæst í 3000 metra yfir sjávarmál. Með vaxandi hæð jókst rofmáttur árinnar. Á ísöld var rofhraðinn sérlega mikill vegna jökulhlaupa og vatnsaga.

Mesta dýpt Miklagljúfurs er núna 1.905 m (6.250 fet), en rofið heldur enn áfram, því rofmáttur sethlaðinnar árinnar er mikill. Hún hefur grafið mjóan 300 metra djúpan farveg niður í forkambrískt myndbreytt berg (allt að 2000 milljón ára gamalt) í botni gljúfursins. Þar fyrir ofan taka við nær lárétt setlög frá fornlífsöld (yngri en 700 milljón ár), þar sem rofsterk sandsteins- og kalksteinslög skiptast á við mjúkan leirstein og mynda hjalla og brekkur í hliðum gljúfursins. Hið breytilega rof veldur því að breidd gljúfursins milli barma er mjög mismunandi, 8 til 25 km.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Arthur Holmes: Principles of physical geology. T. Nelson and Sons, London 1944.
  • Jörðin. JPV útgáfa, Reykjavík 2005.
  • Mynd af Miklagljúfri: National Park Service.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað er Miklagljúfur gamalt um það bil? Upplýsingar á netinu og í bókum stangast á við hvor aðra og ómögulegt að vita nokkurn vegin hvaða tala er rétt og hvar millivegurinn liggur.

...