Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig varð Miðjarðarhaf til?

Sigurður Steinþórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið?

Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (trías-tímabil) tók Pangæa að klofna, fyrst í tvennt (Norður- og Suðurálfu = Laurasíu og Gondwanaland) en síðar í fleiri hluta. Við gliðnunina opnaðist haf úr vestri (1. mynd) sem við frekari þróun varð Atlantshaf og Karíbahaf, og úr austri milli (núverandi) Afríku og Evrasíu. Hafið milli Evrasíu og Afríku, einhvers konar „frum-Miðjarðarhaf“, nefna jarðfræðingar Tethys. Afríka var, og er enn, á reki til norðurs, og nálægt mótum krítar- og tertíer-tímabilanna, fyrir 65 m.á., lokaði Arabíuskaginn (partur af Afríku) austurenda Tethys en vesturendinn hélst opinn til Atlantshafs.

1. mynd: Á tríastímabili klofnaði Pangæa í Laurasíu og Gondwanaland. Undir lok krítartímabils losnaði Arabíu-smáflekinn af NA-horni Afríku þegar Rauðahaf opnaðist, rak til norðurs og lokaði austurenda Tethys.

Fyrir 5,96 milljón árum, seint á míósen, gerðist það svo að vesturendinn lokaðist og Miðjarðarhaf varð að innhafi,[1] líkt og Kaspíahafog Dauðahaf eru nú, og gufaði upp að mestu á 1000 árum þannig að vatnsstæði Miðjarðarhafs varð að 3–5 km djúpum þurrum dal með saltvötnum í dýpstu lægðum (2. mynd). Til vitnis um þetta eru hundraða metra þykk uppgufunarset á botni Miðjarðarhafs, forn jarðvegur og jurtasteingervingar, sem og djúpir V-laga dalir sem stórfljótin Rhone og Níl grófu — og í tilviki Nílar nær allt frá botni Miðjarðarhafs suður til Aswan, um 1000 km frá núverandi strönd.

2. mynd: Botn Miðjarðarhafs skiptst í nokkur djúpsvæði (yfir 3000 m) með grynnri „þröskuldum“ á milli. Raunverulegur úthafsbotn (basalt) finnst aðeins á djúpsvæðunum, að öðru leyti er hafsbotninn hluti ýmissa meginlandsfleka. Eyjarnar Sardinía og Korsíka tilheyra t.d Harz-fellingunni sem reis þegar Gondwanaland og Laurasía runnu saman í Pangæu á kola- og permtímabilinu, fyrir 250 m.á. Leifar Tethys-hafsbotnsins er aðeins að finna í SA-horni Miðjarðarhafs en basaltbotninn í vesturendanum er „nýmyndun“.

Þessu ástandi lauk skyndilega 600 þúsund árum síðar, fyrir 5,33 m.á., þegar Gíbraltar-sundið opnaðist og sjór streymdi frá Atlantshafi í hamfaraflóði[2] —100 milljón m3/sek (1000-falt streymi Amazon) þegar mest var — sem jafnaði yfirborð Miðjarðarhafs og Atlantshafs á einu eða tveimur árum.[3]

Við lækkandi vatnsborð höfðu myndast „landbrýr“ sem opnuðu ýmsum afrískum dýrategundum, meðal annars antilópum, fílum og flóðhestum, leið til eyja Miðjarðarhafs (sem með tímanum urðu fjallstindar). Við flóðið urðu tindarnir aftur að eyjum — Krít, Kýpur, Möltu, Sikiley, Sardiníu, Korsíku — og dýrin einangruðust. Þá tók við þróunarferli sem á ensku nefnist „insular dwarfism“ (dvergvöxtur vegna einangrunar)[4] sem leiddi til myndunar nýrra, smávaxinna undirtegunda sem nú eru útdauðar en finnast steingerðar á eyjunum — lengst tórði smá-flóðhesturinn Hippopotamus minor á Kýpur, sem dó út fyrir um 10.000 árum.

Jarðfræðileg saga Miðjarðarhafs er knúð áfram af flekahreyfingum. Henni er að sjálfsögðu ekki lokið því Afríkuflekann heldur áfram að reka til norðurs og mun á endanum loka Miðjarðarhafi.

Til gamans má benda á stutt myndband á sem sýnir hvernig þetta hefur mögulega verið þegar Miðjarðarhafið lokaðist og opnaðist svo aftur:

Tilvísanir:
  1. ^ Messinian salinity crisis - Wikipedia.org. (Sótt 5.11.2020).
  2. ^ Zanclean flood - Wikipedia.org. (Sótt 5.11.2020).
  3. ^ Sumir telja innstreymið hafa tekið allt að 10.000 ár.
  4. ^ Meðal dæma eru hinn smávaxni síðasti loðfíll (Mammuthus primigenius) sem dó út á St. Paul Island í Alaska fyrir 6000 árum, og dvergmennið Homo florensis sem dó út á eynni Flores á ísöld. Sjá annars Insular dwarfism - Wikipedia.org. (Sótt 5.11.2020).

Myndir og myndband:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

9.11.2020

Spyrjandi

Benedikt Brynjólfsson, Magnús Hörður

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig varð Miðjarðarhaf til?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79755.

Sigurður Steinþórsson. (2020, 9. nóvember). Hvernig varð Miðjarðarhaf til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79755

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig varð Miðjarðarhaf til?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79755>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð Miðjarðarhaf til?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið?

Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (trías-tímabil) tók Pangæa að klofna, fyrst í tvennt (Norður- og Suðurálfu = Laurasíu og Gondwanaland) en síðar í fleiri hluta. Við gliðnunina opnaðist haf úr vestri (1. mynd) sem við frekari þróun varð Atlantshaf og Karíbahaf, og úr austri milli (núverandi) Afríku og Evrasíu. Hafið milli Evrasíu og Afríku, einhvers konar „frum-Miðjarðarhaf“, nefna jarðfræðingar Tethys. Afríka var, og er enn, á reki til norðurs, og nálægt mótum krítar- og tertíer-tímabilanna, fyrir 65 m.á., lokaði Arabíuskaginn (partur af Afríku) austurenda Tethys en vesturendinn hélst opinn til Atlantshafs.

1. mynd: Á tríastímabili klofnaði Pangæa í Laurasíu og Gondwanaland. Undir lok krítartímabils losnaði Arabíu-smáflekinn af NA-horni Afríku þegar Rauðahaf opnaðist, rak til norðurs og lokaði austurenda Tethys.

Fyrir 5,96 milljón árum, seint á míósen, gerðist það svo að vesturendinn lokaðist og Miðjarðarhaf varð að innhafi,[1] líkt og Kaspíahafog Dauðahaf eru nú, og gufaði upp að mestu á 1000 árum þannig að vatnsstæði Miðjarðarhafs varð að 3–5 km djúpum þurrum dal með saltvötnum í dýpstu lægðum (2. mynd). Til vitnis um þetta eru hundraða metra þykk uppgufunarset á botni Miðjarðarhafs, forn jarðvegur og jurtasteingervingar, sem og djúpir V-laga dalir sem stórfljótin Rhone og Níl grófu — og í tilviki Nílar nær allt frá botni Miðjarðarhafs suður til Aswan, um 1000 km frá núverandi strönd.

2. mynd: Botn Miðjarðarhafs skiptst í nokkur djúpsvæði (yfir 3000 m) með grynnri „þröskuldum“ á milli. Raunverulegur úthafsbotn (basalt) finnst aðeins á djúpsvæðunum, að öðru leyti er hafsbotninn hluti ýmissa meginlandsfleka. Eyjarnar Sardinía og Korsíka tilheyra t.d Harz-fellingunni sem reis þegar Gondwanaland og Laurasía runnu saman í Pangæu á kola- og permtímabilinu, fyrir 250 m.á. Leifar Tethys-hafsbotnsins er aðeins að finna í SA-horni Miðjarðarhafs en basaltbotninn í vesturendanum er „nýmyndun“.

Þessu ástandi lauk skyndilega 600 þúsund árum síðar, fyrir 5,33 m.á., þegar Gíbraltar-sundið opnaðist og sjór streymdi frá Atlantshafi í hamfaraflóði[2] —100 milljón m3/sek (1000-falt streymi Amazon) þegar mest var — sem jafnaði yfirborð Miðjarðarhafs og Atlantshafs á einu eða tveimur árum.[3]

Við lækkandi vatnsborð höfðu myndast „landbrýr“ sem opnuðu ýmsum afrískum dýrategundum, meðal annars antilópum, fílum og flóðhestum, leið til eyja Miðjarðarhafs (sem með tímanum urðu fjallstindar). Við flóðið urðu tindarnir aftur að eyjum — Krít, Kýpur, Möltu, Sikiley, Sardiníu, Korsíku — og dýrin einangruðust. Þá tók við þróunarferli sem á ensku nefnist „insular dwarfism“ (dvergvöxtur vegna einangrunar)[4] sem leiddi til myndunar nýrra, smávaxinna undirtegunda sem nú eru útdauðar en finnast steingerðar á eyjunum — lengst tórði smá-flóðhesturinn Hippopotamus minor á Kýpur, sem dó út fyrir um 10.000 árum.

Jarðfræðileg saga Miðjarðarhafs er knúð áfram af flekahreyfingum. Henni er að sjálfsögðu ekki lokið því Afríkuflekann heldur áfram að reka til norðurs og mun á endanum loka Miðjarðarhafi.

Til gamans má benda á stutt myndband á sem sýnir hvernig þetta hefur mögulega verið þegar Miðjarðarhafið lokaðist og opnaðist svo aftur:

Tilvísanir:
  1. ^ Messinian salinity crisis - Wikipedia.org. (Sótt 5.11.2020).
  2. ^ Zanclean flood - Wikipedia.org. (Sótt 5.11.2020).
  3. ^ Sumir telja innstreymið hafa tekið allt að 10.000 ár.
  4. ^ Meðal dæma eru hinn smávaxni síðasti loðfíll (Mammuthus primigenius) sem dó út á St. Paul Island í Alaska fyrir 6000 árum, og dvergmennið Homo florensis sem dó út á eynni Flores á ísöld. Sjá annars Insular dwarfism - Wikipedia.org. (Sótt 5.11.2020).

Myndir og myndband:

...