Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi?

ÍDÞ

Miðjarðarhafið (e. Mediterranean Sea) er aflangt innhaf sem gengur austur úr Atlantshafi. Norðan við Miðjarðarhafið er Evrópa, austan við það er Asía og sunnan við hafið er Afríka. Nafnið Mediterranean er dregið af latneska orðinu mediterraneus sem mætti þýða sem 'milli landa'. Miðjarðarhafið er um 2.500.000 km2 að stærð, meðaldýptin er 1.500 m en mesta mælda dýpt er 5.267 m. Þess má til gamans geta að mesta dýpt sjávar sem mælst hefur er um það bil 11.000 m.

Hér má sjá 5 stærstu eyjar Miðjarðarhafsins.

Rúmlega 3.300 eyjar eru í Miðjarðarhafinu, stórar og smáar. Fimm stærstu eyjarnar eru þessar:

Eyja: Land: Flatarmál (km2): Fólksfjöldi:
Sikiley Ítalía 25.460 5.010.000
Sardinía Ítalía 24.090 1.656.000
Kýpur Kýpur 9.251 1.088.503
Korsíka Frakkland 8.681 275.000
Krít Grikkland 8.312 624.000

Eins og sjá má tilheyra 2 stærstu eyjarnar Ítalíu. Kýpur er svo sjálfstætt ríki. Korsíka tilheyrir Frakklandi þrátt fyrir að liggja undan strönd Ítalíu, líkt og Sardinía. Fimmta stærsta eyjan, Krít, tilheyrir svo Grikklandi. Fjöldi eyja í Miðjarðarhafinu tilheyrir Grikklandi, um 1400 talsins, þó einungis sé búið á 227 þeirra.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

9.10.2012

Spyrjandi

Björg Sóley Kolbeinsdóttir, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi?“ Vísindavefurinn, 9. október 2012. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55600.

ÍDÞ. (2012, 9. október). Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55600

ÍDÞ. „Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2012. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55600>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi?
Miðjarðarhafið (e. Mediterranean Sea) er aflangt innhaf sem gengur austur úr Atlantshafi. Norðan við Miðjarðarhafið er Evrópa, austan við það er Asía og sunnan við hafið er Afríka. Nafnið Mediterranean er dregið af latneska orðinu mediterraneus sem mætti þýða sem 'milli landa'. Miðjarðarhafið er um 2.500.000 km2 að stærð, meðaldýptin er 1.500 m en mesta mælda dýpt er 5.267 m. Þess má til gamans geta að mesta dýpt sjávar sem mælst hefur er um það bil 11.000 m.

Hér má sjá 5 stærstu eyjar Miðjarðarhafsins.

Rúmlega 3.300 eyjar eru í Miðjarðarhafinu, stórar og smáar. Fimm stærstu eyjarnar eru þessar:

Eyja: Land: Flatarmál (km2): Fólksfjöldi:
Sikiley Ítalía 25.460 5.010.000
Sardinía Ítalía 24.090 1.656.000
Kýpur Kýpur 9.251 1.088.503
Korsíka Frakkland 8.681 275.000
Krít Grikkland 8.312 624.000

Eins og sjá má tilheyra 2 stærstu eyjarnar Ítalíu. Kýpur er svo sjálfstætt ríki. Korsíka tilheyrir Frakklandi þrátt fyrir að liggja undan strönd Ítalíu, líkt og Sardinía. Fimmta stærsta eyjan, Krít, tilheyrir svo Grikklandi. Fjöldi eyja í Miðjarðarhafinu tilheyrir Grikklandi, um 1400 talsins, þó einungis sé búið á 227 þeirra.

Heimildir:

Mynd:...