Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvaða höf liggja að Ítalíu?

Elínborg Ingimundardóttir, Rósa Kristín Guðleifsdóttir og Sigrún Silka Garðarsdóttir

Ítalía liggur að mestu leyti á Appennínaskaga, stórum og löngum skaga sem skagar langt út í Miðjarðarhafið og líkist, eins og frægt er, háhæluðu stígvéli. Ríkið nær líka yfir fjölmargar eyjar, tvær langstærstu eyjarnar eru Sikiley og Sardinía, sem eru jafnframt stærstu eyjarnar í Miðjarðarhafi. Skaginn og eyjarnar afmarka hafsvæði; Adríahaf austan við skagann, Jónahaf í suðaustri, Tyrrenahaf í vestri og Lígúríuhaf í norðvestri. Öll þessi höf eru hafsvæði í Miðjarðarhafinu.

Adríahaf, Jónahaf, Tyrrenahaf og Lígúríuhaf liggja öll að Ítalíu.

Adríahaf liggur milli Appennínaskaga og Balkanskaga og er nyrsti hluti Miðjarðarhafsins. Adríahaf teygir sig um 800 km frá norðvestri til suðausturs og þekur 132 ferkílómetra svæði. Sunnan við Adríahaf liggur Jónahaf en það afmarkast af Grikklandi og Albaníu í austri og Appennínaskaga og Sikiley í vestri. Jónahaf tengist Adríahafi um Otrantósund. Tyrrenahaf liggur milli vesturstrandar Ítalíu og eyjanna Korsíku, Sardiníu og Sikileyjar. Það tengist Jónahafi um Messínasund. Lígúríuhaf liggur norðvestan við Tyrrenahaf og afmarkast af Korsíku í suðri og strandlengju Ítalíu í norðri.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

28.6.2012

Spyrjandi

Karen Elisabet Helgadóttir

Tilvísun

Elínborg Ingimundardóttir, Rósa Kristín Guðleifsdóttir og Sigrún Silka Garðarsdóttir. „Hvaða höf liggja að Ítalíu? “ Vísindavefurinn, 28. júní 2012. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27064.

Elínborg Ingimundardóttir, Rósa Kristín Guðleifsdóttir og Sigrún Silka Garðarsdóttir. (2012, 28. júní). Hvaða höf liggja að Ítalíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27064

Elínborg Ingimundardóttir, Rósa Kristín Guðleifsdóttir og Sigrún Silka Garðarsdóttir. „Hvaða höf liggja að Ítalíu? “ Vísindavefurinn. 28. jún. 2012. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27064>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða höf liggja að Ítalíu?
Ítalía liggur að mestu leyti á Appennínaskaga, stórum og löngum skaga sem skagar langt út í Miðjarðarhafið og líkist, eins og frægt er, háhæluðu stígvéli. Ríkið nær líka yfir fjölmargar eyjar, tvær langstærstu eyjarnar eru Sikiley og Sardinía, sem eru jafnframt stærstu eyjarnar í Miðjarðarhafi. Skaginn og eyjarnar afmarka hafsvæði; Adríahaf austan við skagann, Jónahaf í suðaustri, Tyrrenahaf í vestri og Lígúríuhaf í norðvestri. Öll þessi höf eru hafsvæði í Miðjarðarhafinu.

Adríahaf, Jónahaf, Tyrrenahaf og Lígúríuhaf liggja öll að Ítalíu.

Adríahaf liggur milli Appennínaskaga og Balkanskaga og er nyrsti hluti Miðjarðarhafsins. Adríahaf teygir sig um 800 km frá norðvestri til suðausturs og þekur 132 ferkílómetra svæði. Sunnan við Adríahaf liggur Jónahaf en það afmarkast af Grikklandi og Albaníu í austri og Appennínaskaga og Sikiley í vestri. Jónahaf tengist Adríahafi um Otrantósund. Tyrrenahaf liggur milli vesturstrandar Ítalíu og eyjanna Korsíku, Sardiníu og Sikileyjar. Það tengist Jónahafi um Messínasund. Lígúríuhaf liggur norðvestan við Tyrrenahaf og afmarkast af Korsíku í suðri og strandlengju Ítalíu í norðri.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....