Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?

Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meira en 100 km að sjó.

Annað einkenni Grikklands er hversu fjalllent það er en einungis um fjórðungur landsins telst til undirlendis. Hæsta fjall Grikklands er hið fræga Ólymposfjall en hæsti tindur þess er 2.917 km hár.

Flatarmál Grikklands er alls um 131.940 km2 og er það því um þriðjungi stærra en Ísland. Meira en 2000 eyjar tilheyra Grikklandi og er flatarmál þeirra um 18% af heildarflatarmáli landsins. Um 170 þessara eyja eru í byggð.

Íbúar Grikklands voru tæplega 10.940.000 árið 2001. Höfðuborg Grikklands er Aþena sem jafnframt er stærsta borg landsins. Um þriðjungur Grikkja býr á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni þess, en um 757.000 manns búa í Aþenu sjálfri.

Heimild:

Britannica OnlineMynd: HB

Útgáfudagur

2.8.2002

Spyrjandi

Helena Jóhannsdóttir, f. 1988

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2002. Sótt 19. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2625.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 2. ágúst). Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2625

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2002. Vefsíða. 19. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2625>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gunnhildur Óskarsdóttir

1959

Gunnhildur Óskarsdóttir er dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun.