Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meira en 100 km að sjó.
Annað einkenni Grikklands er hversu fjalllent það er en einungis um fjórðungur landsins telst til undirlendis. Hæsta fjall Grikklands er hið fræga Ólymposfjall en hæsti tindur þess er 2.917 km hár.
Flatarmál Grikklands er alls um 131.940 km2 og er það því um þriðjungi stærra en Ísland. Meira en 2000 eyjar tilheyra Grikklandi og er flatarmál þeirra um 18% af heildarflatarmáli landsins. Um 170 þessara eyja eru í byggð.
Íbúar Grikklands voru tæplega 10.940.000 árið 2001. Höfðuborg Grikklands er Aþena sem jafnframt er stærsta borg landsins. Um þriðjungur Grikkja býr á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni þess, en um 757.000 manns búa í Aþenu sjálfri.
Heimild:
Britannica Online
Mynd: HB